Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 09:00 Engin svör fást hjá fangelsinu eða lögregluyfirvöldum í Horsens um af hverju Hjördís var skyndilega sett aftur í gæsluvarðhald. Ekki er vitað til þess að dómsúrskurður liggi fyrir. Nordicphotos/AFP Þegar Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mætti á lögreglustöð til að tilkynna sig í gærmorgun, en hún er í farbanni í Horsens og ber að tilkynna sig á hverjum degi, var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa. Hún fékk að hringja eitt símtal, eins og vaninn er, en samkvæmt heimildum blaðsins veit hvorki Hjördís sjálf né aðstandendur hennar hvers vegna eða hve lengi hún verður höfð í varðhaldi. Enginn hefur heyrt í Hjördísi frá því í gærmorgun. Ekki hefur náðst í lögmenn Hjördísar á Íslandi til að fá útskýringar á handtökunni, sendiherrann í Kaupmannahöfn þekkti ekki til málsins og dönsk lögregluyfirvöld gefa engar upplýsingar, hvorki til blaðsins né aðstandenda. Danskur lögmaður Hjördísar var ekki viðstaddur handtökuna og þekkti ekki til málsins þegar náðist í hann eftir hádegi í gær. Samkvæmt lögum má aðeins halda Hjördísi í 24 klukkustundir í varðhaldi án dómsúrskurðar en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu krafðist saksóknari fjögurra vikna gæsluvarðhalds þegar Hjördís var leidd fyrir dómara í síðustu viku. Dómari hafnaði kröfunni og dæmdi Hjördísi í farbann. Saksóknari áfrýjaði málinu en ekki er vitað til þess að Landsréttur sé búinn að kveða upp úrskurð, að minnsta kosti hafa Hjördís, danskur lögmaður hennar og aðstandendur ekki verið upplýst um það.Hjördís Svan er nú stödd í Horsens og í farbanni þar en dætur hennar eru staddar hjá móðurfjölskyldu hennar í Reykjavík.Heimildir Fréttablaðsins herma að saksóknari hafi viljað gæsluvarðhald því að á meðan á því stæði yrðu börnin þrjú sótt til Íslands. Faðir barnanna, Kim Laursen, er forsjáraðili þeirra og að sögn lögmanns hans, Láru V. Júlíusdóttur, er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir að hann komi til Íslands og sæki börnin án dómsúrskurðar. „Það er aftur á móti annað mál hvernig hann myndi nálgast stelpurnar, en hann gæti óskað aðstoðar lögreglu,“ segir Lára. Lára hefur áður sagt við Fréttablaðið að barnaverndarnefnd eigi að nálgast börnin og senda til Danmerkur. Lögmenn Hjördísar mótmæltu þessu í yfirlýsingu þar sem fram kemur að barnaverndaryfirvöld á Íslandi eigi ekki aðkomu að málinu enda sé enginn ágreiningur um að velferð barnanna sé borgið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi eftirlit með börnunum og sé í samskiptum við móðurfjölskyldu Hjördísar, þar sem börnin dvelja. Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar gat ekki tjáð sig um einstök mál en sagði að almennt gæti verið í verkahring nefndarinnar að skoða hvort aðstæður væru í lagi þegar börn eru skilin eftir á Íslandi án forsjáraðila. Hjördís Svan Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Þegar Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mætti á lögreglustöð til að tilkynna sig í gærmorgun, en hún er í farbanni í Horsens og ber að tilkynna sig á hverjum degi, var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa. Hún fékk að hringja eitt símtal, eins og vaninn er, en samkvæmt heimildum blaðsins veit hvorki Hjördís sjálf né aðstandendur hennar hvers vegna eða hve lengi hún verður höfð í varðhaldi. Enginn hefur heyrt í Hjördísi frá því í gærmorgun. Ekki hefur náðst í lögmenn Hjördísar á Íslandi til að fá útskýringar á handtökunni, sendiherrann í Kaupmannahöfn þekkti ekki til málsins og dönsk lögregluyfirvöld gefa engar upplýsingar, hvorki til blaðsins né aðstandenda. Danskur lögmaður Hjördísar var ekki viðstaddur handtökuna og þekkti ekki til málsins þegar náðist í hann eftir hádegi í gær. Samkvæmt lögum má aðeins halda Hjördísi í 24 klukkustundir í varðhaldi án dómsúrskurðar en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu krafðist saksóknari fjögurra vikna gæsluvarðhalds þegar Hjördís var leidd fyrir dómara í síðustu viku. Dómari hafnaði kröfunni og dæmdi Hjördísi í farbann. Saksóknari áfrýjaði málinu en ekki er vitað til þess að Landsréttur sé búinn að kveða upp úrskurð, að minnsta kosti hafa Hjördís, danskur lögmaður hennar og aðstandendur ekki verið upplýst um það.Hjördís Svan er nú stödd í Horsens og í farbanni þar en dætur hennar eru staddar hjá móðurfjölskyldu hennar í Reykjavík.Heimildir Fréttablaðsins herma að saksóknari hafi viljað gæsluvarðhald því að á meðan á því stæði yrðu börnin þrjú sótt til Íslands. Faðir barnanna, Kim Laursen, er forsjáraðili þeirra og að sögn lögmanns hans, Láru V. Júlíusdóttur, er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir að hann komi til Íslands og sæki börnin án dómsúrskurðar. „Það er aftur á móti annað mál hvernig hann myndi nálgast stelpurnar, en hann gæti óskað aðstoðar lögreglu,“ segir Lára. Lára hefur áður sagt við Fréttablaðið að barnaverndarnefnd eigi að nálgast börnin og senda til Danmerkur. Lögmenn Hjördísar mótmæltu þessu í yfirlýsingu þar sem fram kemur að barnaverndaryfirvöld á Íslandi eigi ekki aðkomu að málinu enda sé enginn ágreiningur um að velferð barnanna sé borgið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi eftirlit með börnunum og sé í samskiptum við móðurfjölskyldu Hjördísar, þar sem börnin dvelja. Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar gat ekki tjáð sig um einstök mál en sagði að almennt gæti verið í verkahring nefndarinnar að skoða hvort aðstæður væru í lagi þegar börn eru skilin eftir á Íslandi án forsjáraðila.
Hjördís Svan Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira