Róum öll í sömu áttina Svana Helen Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Glæsilegt Viðskiptaþing var haldið í síðustu viku og hafa því verið gerð góð skil í fjölmiðlum. Aðsókn að þinginu var góð og hvert sæti skipað. Margt fróðlegt var þarna reifað en segja má að meginumfjöllunin hafi verið um þau fjölmörgu tækifæri sem framundan eru í íslensku viðskiptalífi og leiðir til að nýta þau sem best. Það eru gömul og augljós sannindi að þegar viðskipta- og atvinnulífi í landinu vegnar vel reynist það samfélagi okkar til heilla.Stöðugleiki í stað kollsteypu Vissulega komu fram skiptar skoðanir á því hvaða stefnu skuli taka í nokkrum veigamiklum málum sem gætu haft áhrif á efnahagsþróun næstu ára og áratuga. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um bestu leiðir til að auka hagsæld á Íslandi, enda stöndum við á nokkrum tímamótum hvað varðar framtíð efnahagslífs í landinu. Við erum hægt og bítandi að verða búin að vinna okkur út úr óvenju þungu áfalli og landsframleiðsla er að nálgast það stig er hún reis sem hæst. Við höfum krufið til mergjar mistök sem gerð voru meðan geyst var farið, ekki síst í erlendri skuldsetningu. Nú horfum við fram á veginn. Við hjá Samtökum iðnaðarins erum sammála öðrum hagsmunasamtökum í íslensku efnahagslífi þegar við teljum stöðugleika vera eitt helsta markmið efnahagsstefnu næstu ára. Þarna er vísað til almenns rekstrarumhverfis og helstu hagvísa. Í raun óskum við þess aðeins að stjórnendur í íslensku atvinnulífi geti búið við þannig rekstrarumhverfi að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann sem ekki er kollvarpað í óvæntum dýfum og kollsteypum. Ég er sannfærð um að markmið okkar í þessu efni eru í engu frábrugðin markmiðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.Kanna kostina til hlítar Ekki þarf að fjölyrða um þann ágreining sem ríkt hefur um framtíðarskipan peningamála hér á landi. Stór hluti þjóðarinnar er, eins og viðskiptalífið, áfram um að fá sem gleggsta sýn á þá kosti sem bjóðast í framtíðinni. Ekki verður leyst úr þessum ágreiningi í einni svipan. Samtök iðnaðarins hafa, í samráði við félagsmenn sína, markað þá stefnu að kanna til hlítar hvaða kostir bjóðast í raun. Um þetta takast menn á og fylgir þar hver sinni sannfæringu. Á meðan megum við ekki missa sjónar á því verkefni sem við blasir. Það er að auka arðbæra fjárfestingu á Íslandi, jafnt innlenda sem erlenda. Greina þarf tækifærin og nýta þau sem best. Þannig stuðlum við að hagvexti og aukinni velsæld. Markmið okkar er í raun það sama og nú þurfum við öll að róa í sömu átt. Fram hefur komið að stjórnvöld ríkisfjármála og peningamálastefnu greinir á um verðbólguhorfur næstu ára, en þar skakkar í raun ekki neinum ósköpum. Fremur mætti fagna því að spáð er ágætum hagvexti á næstu misserum og að doði og slaki hverfi úr hagkerfinu. Samtök iðnaðarins héldu nýlega árlegt útboðsþing þar sem kynntar voru framkvæmdaáætlanir stærstu opinberra aðila á árinu. Ljóst er af þeim áformum að fyrirtæki innan SI munu taka þátt í miklum og mikilvægum verkefnum í ár sem eru til þess fallin að stuðla að hagvexti án þess að skuldsetja þurfi ríkissjóð frekar. Takist að glæða fjárfestingu innlendra og erlendra aðila í samræmi við þau framkvæmdaáform sem kynnt voru á vettvangi SI, er ástæða til bjartsýni nú við upphaf helsta framkvæmdatíma ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Glæsilegt Viðskiptaþing var haldið í síðustu viku og hafa því verið gerð góð skil í fjölmiðlum. Aðsókn að þinginu var góð og hvert sæti skipað. Margt fróðlegt var þarna reifað en segja má að meginumfjöllunin hafi verið um þau fjölmörgu tækifæri sem framundan eru í íslensku viðskiptalífi og leiðir til að nýta þau sem best. Það eru gömul og augljós sannindi að þegar viðskipta- og atvinnulífi í landinu vegnar vel reynist það samfélagi okkar til heilla.Stöðugleiki í stað kollsteypu Vissulega komu fram skiptar skoðanir á því hvaða stefnu skuli taka í nokkrum veigamiklum málum sem gætu haft áhrif á efnahagsþróun næstu ára og áratuga. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um bestu leiðir til að auka hagsæld á Íslandi, enda stöndum við á nokkrum tímamótum hvað varðar framtíð efnahagslífs í landinu. Við erum hægt og bítandi að verða búin að vinna okkur út úr óvenju þungu áfalli og landsframleiðsla er að nálgast það stig er hún reis sem hæst. Við höfum krufið til mergjar mistök sem gerð voru meðan geyst var farið, ekki síst í erlendri skuldsetningu. Nú horfum við fram á veginn. Við hjá Samtökum iðnaðarins erum sammála öðrum hagsmunasamtökum í íslensku efnahagslífi þegar við teljum stöðugleika vera eitt helsta markmið efnahagsstefnu næstu ára. Þarna er vísað til almenns rekstrarumhverfis og helstu hagvísa. Í raun óskum við þess aðeins að stjórnendur í íslensku atvinnulífi geti búið við þannig rekstrarumhverfi að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann sem ekki er kollvarpað í óvæntum dýfum og kollsteypum. Ég er sannfærð um að markmið okkar í þessu efni eru í engu frábrugðin markmiðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.Kanna kostina til hlítar Ekki þarf að fjölyrða um þann ágreining sem ríkt hefur um framtíðarskipan peningamála hér á landi. Stór hluti þjóðarinnar er, eins og viðskiptalífið, áfram um að fá sem gleggsta sýn á þá kosti sem bjóðast í framtíðinni. Ekki verður leyst úr þessum ágreiningi í einni svipan. Samtök iðnaðarins hafa, í samráði við félagsmenn sína, markað þá stefnu að kanna til hlítar hvaða kostir bjóðast í raun. Um þetta takast menn á og fylgir þar hver sinni sannfæringu. Á meðan megum við ekki missa sjónar á því verkefni sem við blasir. Það er að auka arðbæra fjárfestingu á Íslandi, jafnt innlenda sem erlenda. Greina þarf tækifærin og nýta þau sem best. Þannig stuðlum við að hagvexti og aukinni velsæld. Markmið okkar er í raun það sama og nú þurfum við öll að róa í sömu átt. Fram hefur komið að stjórnvöld ríkisfjármála og peningamálastefnu greinir á um verðbólguhorfur næstu ára, en þar skakkar í raun ekki neinum ósköpum. Fremur mætti fagna því að spáð er ágætum hagvexti á næstu misserum og að doði og slaki hverfi úr hagkerfinu. Samtök iðnaðarins héldu nýlega árlegt útboðsþing þar sem kynntar voru framkvæmdaáætlanir stærstu opinberra aðila á árinu. Ljóst er af þeim áformum að fyrirtæki innan SI munu taka þátt í miklum og mikilvægum verkefnum í ár sem eru til þess fallin að stuðla að hagvexti án þess að skuldsetja þurfi ríkissjóð frekar. Takist að glæða fjárfestingu innlendra og erlendra aðila í samræmi við þau framkvæmdaáform sem kynnt voru á vettvangi SI, er ástæða til bjartsýni nú við upphaf helsta framkvæmdatíma ársins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun