Fjölskyldan saman á útgáfutónleikunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. febrúar 2014 09:30 Rúnar Þórisson ásamt dætrum sínum tveimur Lára og Margréti, Arnari Þór Gíslasyni, Guðna Finnssyni og Birki Rafni Gíslasyni. Þau koma fram á tónleikum í kvöld. mynd/Kristín Pétursdóttir „Fjölskyldan mín leikur með mér á tónleikunum, dætur mínar tvær syngja og spila á hljómborð og píanó, svo verða þær líka með mennina sína með sér þannig að þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson en hann heldur upp á útgáfu þriðju sólóplötu sinnar í kvöld í Iðnó. Það má með sanni segja að um músíkalska fjölskyldu sé að ræða en dætur Rúnars, þær Lára og Margrét radda og syngja hvor sitt lagið á plötunni og koma þær fram með föður sínum á tónleikunum. Báðar eru þær velkunnar og virkar í tónlistarbransanum og hafa komið fram með ýmsum hljómsveitum. Sambýlismenn og eiginmenn þeirra, þeir Arnar Þór Gíslason trommuleikari og Birkir Rafn Gíslason gítarleikari koma einnig fram á tónleikunum. Guðni Finnsson sem er í raun fóstbróðir Arnars Þórs leikur á bassa. „Já, það mætti alveg segja að Guðni sé fóstbróðir Arnars þar sem þeir eru saman í nánast öllu og þekkja vel hvor annan. Á plötunni eru einnig blásarar, strengir og kvennakór í nokkrum lögum en ég ætla bara að halda mig við fjölskylduna og hafa þetta frekar fjölskylduvænt og um leið rokkað,“ segir Rúnar um tónleikana. Á plötunni Sérhver vá má heyra glitta í gítarhljóm sem minnir óneitanlega á hljóm sem heyrðist þegar hljómsveitinni Grafík er ljáð eyra en Rúnar var og er einmitt gítarleikari þeirrar sveitar eins og flestir vita. Grafík kom saman árið 2011 á Aldrei fór ég suður og gefin var út heimildarmynd um hljómsveitina það ár, „ætli það sé ekki skýringin á því að gamli gítarhljómurinn komi fram á plötunni.“ Rúnar byrjaði einmitt að vinna í nýju plötunni það sama ár. Rúnar hefur nú gefið út þrjár sólóplötur og segist hafa á fyrri sólóplötum leitað annarra leiða hvað varða spilastílinn en einkenndi Grafík en hann hafi á nýju plötunni opnað fyrir allt. Söngur Rúnars heyrist vel á nýju plötunni. „Þetta er fyrsta sólóplatan sem ég syng inn á aðalsöng. Ég kann vel við mig við míkrófóninn, maður fær mikla útrás í söngnum, sérstaklega þegar maður semur textana,“ útskýrir Rúnar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann syngur aðalsöng því hann söng nokkur lög á fyrstu tveimur plötum Grafíkur á árum áður. Fyrir utan að semja öll lögin á plötunni samdi Rúnar alla textana. „Textarnir skipta mig miklu máli og eru flestir persónulegar hugleiðingar um lífið og tilveruna.“ Platan er tileinkuð konu Rúnars, Örnu Vignisdóttur. Tónleikarnir fara fram í Iðnó í kvöld og hefjast klukkan 20.30. Miðasala fer fram á midi.is og í Iðnó á milli kl 11.00-16.00 í dag og við innganginn fyrir tónleika. Tónlist Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Fjölskyldan mín leikur með mér á tónleikunum, dætur mínar tvær syngja og spila á hljómborð og píanó, svo verða þær líka með mennina sína með sér þannig að þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson en hann heldur upp á útgáfu þriðju sólóplötu sinnar í kvöld í Iðnó. Það má með sanni segja að um músíkalska fjölskyldu sé að ræða en dætur Rúnars, þær Lára og Margrét radda og syngja hvor sitt lagið á plötunni og koma þær fram með föður sínum á tónleikunum. Báðar eru þær velkunnar og virkar í tónlistarbransanum og hafa komið fram með ýmsum hljómsveitum. Sambýlismenn og eiginmenn þeirra, þeir Arnar Þór Gíslason trommuleikari og Birkir Rafn Gíslason gítarleikari koma einnig fram á tónleikunum. Guðni Finnsson sem er í raun fóstbróðir Arnars Þórs leikur á bassa. „Já, það mætti alveg segja að Guðni sé fóstbróðir Arnars þar sem þeir eru saman í nánast öllu og þekkja vel hvor annan. Á plötunni eru einnig blásarar, strengir og kvennakór í nokkrum lögum en ég ætla bara að halda mig við fjölskylduna og hafa þetta frekar fjölskylduvænt og um leið rokkað,“ segir Rúnar um tónleikana. Á plötunni Sérhver vá má heyra glitta í gítarhljóm sem minnir óneitanlega á hljóm sem heyrðist þegar hljómsveitinni Grafík er ljáð eyra en Rúnar var og er einmitt gítarleikari þeirrar sveitar eins og flestir vita. Grafík kom saman árið 2011 á Aldrei fór ég suður og gefin var út heimildarmynd um hljómsveitina það ár, „ætli það sé ekki skýringin á því að gamli gítarhljómurinn komi fram á plötunni.“ Rúnar byrjaði einmitt að vinna í nýju plötunni það sama ár. Rúnar hefur nú gefið út þrjár sólóplötur og segist hafa á fyrri sólóplötum leitað annarra leiða hvað varða spilastílinn en einkenndi Grafík en hann hafi á nýju plötunni opnað fyrir allt. Söngur Rúnars heyrist vel á nýju plötunni. „Þetta er fyrsta sólóplatan sem ég syng inn á aðalsöng. Ég kann vel við mig við míkrófóninn, maður fær mikla útrás í söngnum, sérstaklega þegar maður semur textana,“ útskýrir Rúnar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann syngur aðalsöng því hann söng nokkur lög á fyrstu tveimur plötum Grafíkur á árum áður. Fyrir utan að semja öll lögin á plötunni samdi Rúnar alla textana. „Textarnir skipta mig miklu máli og eru flestir persónulegar hugleiðingar um lífið og tilveruna.“ Platan er tileinkuð konu Rúnars, Örnu Vignisdóttur. Tónleikarnir fara fram í Iðnó í kvöld og hefjast klukkan 20.30. Miðasala fer fram á midi.is og í Iðnó á milli kl 11.00-16.00 í dag og við innganginn fyrir tónleika.
Tónlist Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira