Furðuvendingar í Evrópumálum Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. febrúar 2014 07:00 Nú hafa þau tíðindi orðið að þingflokkar bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa samþykkt að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu og þingsályktunartillaga þess efnis hefur þegar verið lögð fram. Ákvörðunin kemur ef til vill ekki svo mjög á óvart þegar horft er til framsóknarmanna, enda hefur orðræðan af þeim vígstöðvum öll verið í takt við að leitað sé ástæðna til viðræðuslita og Evrópusambandinu fundið allt til foráttu. Þar eru menn (og konur) svo forspáir að þeir vita fyrirfram hvað kemur og kemur ekki út úr samningaviðræðunum. Ákvörðunin kemur meira á óvart hjá Sjálfstæðisflokknum sem ekki virðist víla fyrir sér að brjóta með þessu loforð sem gefið var fyrir kosningar. Loforð um að kosið yrði um áframhald viðræðna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Óvíst er að kjósendur verði búnir að gleyma þeim svikum næst þegar gengið verður að kjörborðinu. Þá verður að teljast til nýmæla að Sjálfstæðisflokkurinn gefi skít í atvinnulífið með þessum hætti og óvíst hvaða afleiðingar fylgispektin við Evrópusambandsandstæðinga á eftir að hafa innan hans. Flokkurinn snýr baki við Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Alþýðusambandi Íslands þegar kemur að stefnunni í Evrópumálum. Svo má velta fyrir sér hvað kalli á þessa ákvörðun nú, tæpast er það skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans um aðildarviðræðurnar, því í henni er ekkert að finna sem gefur tilefni til að taka ákvörðun um viðræðuslit. Fram kemur að óvissa sé um niðurstöðu í viðræðum um landbúnað og sjávarútvegsmál. Það vissu allir fyrir. Þá er ekki að sjá neinn áfellisdóm í ritinu um þróun mála í Evrópusambandinu þegar kemur að stofnunum eða efnahagsþróun. Á sama tíma og ríkisstjórnarflokkarnir virðast ætla að leggja út í þennan óvissuleiðangur liggur fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar vill fá að sjá og kjósa um endanlegan aðildarsamning. Fyrr en hann liggur fyrir er erfitt að gera endanlega upp hug sinn um ágæti aðildar að sambandinu, jafnvel þó svo að flest virðist benda til að aðild yrði landi og þjóð hagfelld. Þá verður þróun mála hjá ríkisstjórnarflokkunum í Evrópumálum að teljast verulega öfugsnúin í ljósi niðurstaðna könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland en þær eru birtar í blaðinu í dag. Þar kemur fram að á höfuðborgarsvæðinu er meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu yrði slíkur samningur borinn undir atkvæði í dag. Og þetta er þrátt fyrir að ekki hafi verið lokið samningum um mikilvæg hagsmunamál þjóðarinnar. Skynsamt fólk getur bara vonað að stjórnarflokkarnir sjái að sér og hverfi af þessari óheillabraut. Ljóst má vera að í þessum málum er hyldjúp gjá milli þings og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Nú hafa þau tíðindi orðið að þingflokkar bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa samþykkt að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu og þingsályktunartillaga þess efnis hefur þegar verið lögð fram. Ákvörðunin kemur ef til vill ekki svo mjög á óvart þegar horft er til framsóknarmanna, enda hefur orðræðan af þeim vígstöðvum öll verið í takt við að leitað sé ástæðna til viðræðuslita og Evrópusambandinu fundið allt til foráttu. Þar eru menn (og konur) svo forspáir að þeir vita fyrirfram hvað kemur og kemur ekki út úr samningaviðræðunum. Ákvörðunin kemur meira á óvart hjá Sjálfstæðisflokknum sem ekki virðist víla fyrir sér að brjóta með þessu loforð sem gefið var fyrir kosningar. Loforð um að kosið yrði um áframhald viðræðna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Óvíst er að kjósendur verði búnir að gleyma þeim svikum næst þegar gengið verður að kjörborðinu. Þá verður að teljast til nýmæla að Sjálfstæðisflokkurinn gefi skít í atvinnulífið með þessum hætti og óvíst hvaða afleiðingar fylgispektin við Evrópusambandsandstæðinga á eftir að hafa innan hans. Flokkurinn snýr baki við Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Alþýðusambandi Íslands þegar kemur að stefnunni í Evrópumálum. Svo má velta fyrir sér hvað kalli á þessa ákvörðun nú, tæpast er það skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans um aðildarviðræðurnar, því í henni er ekkert að finna sem gefur tilefni til að taka ákvörðun um viðræðuslit. Fram kemur að óvissa sé um niðurstöðu í viðræðum um landbúnað og sjávarútvegsmál. Það vissu allir fyrir. Þá er ekki að sjá neinn áfellisdóm í ritinu um þróun mála í Evrópusambandinu þegar kemur að stofnunum eða efnahagsþróun. Á sama tíma og ríkisstjórnarflokkarnir virðast ætla að leggja út í þennan óvissuleiðangur liggur fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar vill fá að sjá og kjósa um endanlegan aðildarsamning. Fyrr en hann liggur fyrir er erfitt að gera endanlega upp hug sinn um ágæti aðildar að sambandinu, jafnvel þó svo að flest virðist benda til að aðild yrði landi og þjóð hagfelld. Þá verður þróun mála hjá ríkisstjórnarflokkunum í Evrópumálum að teljast verulega öfugsnúin í ljósi niðurstaðna könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland en þær eru birtar í blaðinu í dag. Þar kemur fram að á höfuðborgarsvæðinu er meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu yrði slíkur samningur borinn undir atkvæði í dag. Og þetta er þrátt fyrir að ekki hafi verið lokið samningum um mikilvæg hagsmunamál þjóðarinnar. Skynsamt fólk getur bara vonað að stjórnarflokkarnir sjái að sér og hverfi af þessari óheillabraut. Ljóst má vera að í þessum málum er hyldjúp gjá milli þings og þjóðar.