Öfgar og ofríki segja mótmælendur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Rafn Baldursson. Fréttablaðið/Pjetur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. „Ég vil sýna samstöðu með þeim sem hér eru og mótmæla ofríki ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu. Ríkisstjórnin er að svíkja þau loforð sem hún gaf í kosningunum að fólk fengi að kjósa um framhald aðildarviðræðnanna. Því krefst ég þess að þingsályktunartillagan verði dregin til baka,“ sagði Rafn Baldursson.Jóhanna Arnórsdóttir. Fréttablaðið/Pjetur„Mér er nóg boðið af ofríki ríkisstjórnarinnar undanfarna daga, vikur og mánuði, það er komið nóg. Ég vil að það verði lagt fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu hvort við höldum áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ Jóhanna Arnórsdóttir.Gunnar A. Ólafsson. Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu. Ég held að það sé gjörsamlega galið að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Ég vil að þingsályktunartillagan verði dregin til baka og viðræðum verði haldið áfram. Menn skynja kannski tóninn í þessum mótmælum og skipa nýja samninganefnd og setji sér ný markið varðandi viðræður við Evrópusambandið,“ sagði Gunnar A. Ólafsson.Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu sem ég tel í megindráttum ranga. Hún er algjörlega á skjön við það sem talað var um fyrir kosningar. Fólkið sem situr á þingi situr þar í okkar umboði. Þegar þingmenn gefa út yfirlýsingar í aðdraganda kosninganna eiga þeir að standa við þær. Ég vil að þingsályktunartillagan verði tekin út af borðinu og málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Friðrik Þór Snorrason.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er á móti þessari þingsályktunartillögu um að hætta viðræðum. Það á að leggja málið í dóm þjóðarinnar en áður þarf að fara fram málefnaleg umræða um stöðu okkar. Umræðan um ESB-aðild er orðin afar skrýtin, farin að snúast um einhverja öfgakennda sjálfstæðishugsun,“ sagði Friðrik Þór Snorrason.Áslaug Einarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég vil fá að kjósa um áframhald samningaviðræðna. Ég vil fá samning við ESB, í framhaldinu vil ég fá að skoða hann, vega hann og meta og kjósa um hann. Ég stend í þeirri von að ríkisstjórnin hlusti og leyfi okkur að kjósa um samning, annars væri ég ekki hér, “ sagði Áslaug Einarsdóttir. ESB-málið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. „Ég vil sýna samstöðu með þeim sem hér eru og mótmæla ofríki ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu. Ríkisstjórnin er að svíkja þau loforð sem hún gaf í kosningunum að fólk fengi að kjósa um framhald aðildarviðræðnanna. Því krefst ég þess að þingsályktunartillagan verði dregin til baka,“ sagði Rafn Baldursson.Jóhanna Arnórsdóttir. Fréttablaðið/Pjetur„Mér er nóg boðið af ofríki ríkisstjórnarinnar undanfarna daga, vikur og mánuði, það er komið nóg. Ég vil að það verði lagt fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu hvort við höldum áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ Jóhanna Arnórsdóttir.Gunnar A. Ólafsson. Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu. Ég held að það sé gjörsamlega galið að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Ég vil að þingsályktunartillagan verði dregin til baka og viðræðum verði haldið áfram. Menn skynja kannski tóninn í þessum mótmælum og skipa nýja samninganefnd og setji sér ný markið varðandi viðræður við Evrópusambandið,“ sagði Gunnar A. Ólafsson.Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu sem ég tel í megindráttum ranga. Hún er algjörlega á skjön við það sem talað var um fyrir kosningar. Fólkið sem situr á þingi situr þar í okkar umboði. Þegar þingmenn gefa út yfirlýsingar í aðdraganda kosninganna eiga þeir að standa við þær. Ég vil að þingsályktunartillagan verði tekin út af borðinu og málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Friðrik Þór Snorrason.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er á móti þessari þingsályktunartillögu um að hætta viðræðum. Það á að leggja málið í dóm þjóðarinnar en áður þarf að fara fram málefnaleg umræða um stöðu okkar. Umræðan um ESB-aðild er orðin afar skrýtin, farin að snúast um einhverja öfgakennda sjálfstæðishugsun,“ sagði Friðrik Þór Snorrason.Áslaug Einarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég vil fá að kjósa um áframhald samningaviðræðna. Ég vil fá samning við ESB, í framhaldinu vil ég fá að skoða hann, vega hann og meta og kjósa um hann. Ég stend í þeirri von að ríkisstjórnin hlusti og leyfi okkur að kjósa um samning, annars væri ég ekki hér, “ sagði Áslaug Einarsdóttir.
ESB-málið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira