Ísland klæðir mig illa Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Hjarta mitt slær fyrir Manchester United í enska boltanum. Síðan ég byrjaði að halda með liðinu hef ég varið það út í rauðan dauðann. Ég varði Hargreaves þegar hann gat varla geispað án þess að meiðast. Ég varði Berbatov þegar lá við að hann keðjureykti á hliðarlínunni. Og ég ver elsku, besta Nani í hvert sinn sem hann tekur upp á því að einspila – sem er oft! En nú er þolinmæði mín á þrotum. Líkt og ég nenni varla lengur að kalla mig Íslending. United og Ísland eiga nefnilega margt sameiginlegt. Það helsta er að við stjórnvölinn á báðum stöðum eru menn sem ég get varla horft framan í þessa dagana. Menn sem ég hef trú á að viti ekkert hvað þeir eru að gera. Menn sem vilja helst sigla skipinu í strand án þess að viðurkenna að þeir hafi gert mistök. Ég hef nefnilega alltaf tekið upp hanskann fyrir Ísland. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur. Í mínum huga hefur Íslendingurinn verið hlutgervingur þess að allir vegir séu færir. Ég get allt, því ég er Íslendingur. Við erum hörð af okkur, við líðum ekkert múður og við göngum hreint til verks. Já, ég veit. Þjóðernisremba par exellence. Nú líður mér hins vegar eins og ég sé fangi í eigin landi. Ég má ekki taka þátt í að móta framtíð þjóðarinnar. Ég má ekki einu sinni hugsa um það. Og Guð forði mér frá því að kaupa ost frá löndum sem kunna að búa til eitthvað annað en skærgula, bragðlausa drullu. Það er minnsta mál í heiminum að skipta um félagslið í enska boltanum. Ein ferð í Jóa útherja og málið er dautt. Það er hins vegar talsvert meira mál að skipta um þjóðerni. Ég myndi samt frekar leggja það á mig en að klæðast einhverju öðru en þessum dýrðlegu United-búningum. Og það er ekki út af því að rautt klæði mig svo vel. Það er vegna þess að það að vera Íslendingur klæðir mig afar illa þessa dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun
Hjarta mitt slær fyrir Manchester United í enska boltanum. Síðan ég byrjaði að halda með liðinu hef ég varið það út í rauðan dauðann. Ég varði Hargreaves þegar hann gat varla geispað án þess að meiðast. Ég varði Berbatov þegar lá við að hann keðjureykti á hliðarlínunni. Og ég ver elsku, besta Nani í hvert sinn sem hann tekur upp á því að einspila – sem er oft! En nú er þolinmæði mín á þrotum. Líkt og ég nenni varla lengur að kalla mig Íslending. United og Ísland eiga nefnilega margt sameiginlegt. Það helsta er að við stjórnvölinn á báðum stöðum eru menn sem ég get varla horft framan í þessa dagana. Menn sem ég hef trú á að viti ekkert hvað þeir eru að gera. Menn sem vilja helst sigla skipinu í strand án þess að viðurkenna að þeir hafi gert mistök. Ég hef nefnilega alltaf tekið upp hanskann fyrir Ísland. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur. Í mínum huga hefur Íslendingurinn verið hlutgervingur þess að allir vegir séu færir. Ég get allt, því ég er Íslendingur. Við erum hörð af okkur, við líðum ekkert múður og við göngum hreint til verks. Já, ég veit. Þjóðernisremba par exellence. Nú líður mér hins vegar eins og ég sé fangi í eigin landi. Ég má ekki taka þátt í að móta framtíð þjóðarinnar. Ég má ekki einu sinni hugsa um það. Og Guð forði mér frá því að kaupa ost frá löndum sem kunna að búa til eitthvað annað en skærgula, bragðlausa drullu. Það er minnsta mál í heiminum að skipta um félagslið í enska boltanum. Ein ferð í Jóa útherja og málið er dautt. Það er hins vegar talsvert meira mál að skipta um þjóðerni. Ég myndi samt frekar leggja það á mig en að klæðast einhverju öðru en þessum dýrðlegu United-búningum. Og það er ekki út af því að rautt klæði mig svo vel. Það er vegna þess að það að vera Íslendingur klæðir mig afar illa þessa dagana.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun