Það þýðir ekki Ingólfur Sverrisson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Hefðu forystumenn þjóðarinnar haft ofangreinda fyrirsögn að leiðarljósi þegar ákveðið var að hefja baráttu fyrir því að færa landhelgina út hefði lítið þokast og engir sigrar unnist. Þeir vissu fyrirfram að stormurinn yrði í fangið og voldugar þjóðir myndu leggjast gegn þessum áformum af miklu afli. Sú varð líka raunin, en samt sem áður náðum við takmarkinu og fiskveiðilögsagan var færð út í áföngum. Engum Íslendingi datt þá í hug að draga kjark úr þeim sem stóðu í stafni í þeirri baráttu og klifa á að þetta brölt þýddi ekki og því eins gott að hafast ekki að. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa; hann var ekki einasta sá að við Íslendingar náðum að færa landhelgina út í 200 mílur heldur varð sú regla viðurkennd meðal annarra þjóða og er nú alþjóðleg. Barátta á fjarlægari svæðum Sem betur fór var heldur ekkert hik á Eyjólfi K. Jónssyni (Eykon) þegar hann hóf baráttu fyrir því að tryggja hlut Íslands á landgrunni Jan Mayen og á Rockall-svæðinu. Hann hlustaði ekki á þegar hvíslað var eða hrópað: „Þetta þýðir ekki.“ Þvert á móti hertist hann og aðrir sem að málinu komu fyrir Íslands hönd enn frekar við slíkar úrtölur. Afrakstur þessarar baráttu sér nú m.a. stað í rétti okkar á landgrunni Jan Mayen. Samningurinn um EES Þegar Ísland var að undirbúa aðild sína að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) voru ófáir sem töldu að ekki þýddi neitt að „gá í þann pakka“ eins og oft er sagt í dag. Þar gætum við engu um þokað til að treysta okkar hagsmuni; annaðhvort væri að samþykkja allt sem kæmi fram í fyrstu lotu frá Brussel eða við yrðum niðurlægð og sætum uppi með vondan samning. Þrátt fyrir þessi viðhorf var látið reyna á málið af þáverandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Lagðar voru fram kröfur sem Ísland vildi að kæmu fram í endanlegu samkomulagi. Eftir mikla baráttu sá samningur dagsins ljós sem var töluvert hagstæðari Íslendingum en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Árangur sem ekki hefði náðst nema með því að láta á reyna. Lang flestir mæra nú þennan samning og jafnvel þeir sem lögðust gegn honum á sínum tíma í svartsýni sinni. Þrátt fyrir þessa ágætu reynslu er nú gamli svartsýnissteinninn klappaður sem aldrei fyrr. Hvar er nú hugprýðin? Um þessar mundir er þeirri kenningu haldið mjög á lofti að lítið þýði að vinna að samningi um aðild Íslands að ESB; ekki taki því að gá í þann „pakka,“ því við munum aðeins sjá einhliða vilja frá Brussel um upptöku auðlinda okkar og annan yfirgang. Okkur verði þá aðeins ætlað að skrifa undir það sem ESB setur fram enda væru allar undanþágur og sérlausnir í besta falli til bráðabirgða. Okkur sé því fyrir bestu að gefast upp fyrirfram og láta ekki reyna á hlutina með því að klára samning eins og við höfum áður gert að hætti fullvalda þjóða með góðum árangri. Síðan yrði hann lagður fyrir þjóðina til endanlegrar afgreiðslu. Gott fordæmi Sú deiga afstaða sem stjórnvöld boða nú er óravegu frá þeirri festu og því sjálfsöryggi sem einkenndi baráttu Íslendinga í þeim málum sem drepið er á hér að framan. Sambland minnimáttarkenndar (við erum svo lítil og smá) og drambs (við stöndum betur en aðrar þjóðir) hefur aldrei fleytt okkur áfram í samskiptum við aðrar þjóðir. Hitt er sönnu nær að árangur okkar hingað til hefur byggst á sjálfstrausti, góðum undirbúningi og málafylgju þar sem traustir málsvarar okkar komu fram af reisn og myndugleik. Nægir þar að minna á hina eftirminnilegu framgöngu Hans G. Andersen í baráttunni fyrir landhelginni; hún ætti að vera núverandi stjórnvöldum til eftirbreytni þegar þau virðist skorta kjark til að standa í lappirnar og fylgja okkar málstað eftir af festu og myndugleik. Að kasta frá sér tækifæri Fátt er snautlegra í samskiptum fullvalda þjóða en að gefa sér fyrirfram að ekkert þýði að vinna að formlegri samvinnu þeirra á milli um málefni sem árangursríkara er að vinna saman að. Reynslan sýnir að slíkt samstarf ber mun ríkulegri ávöxt á mörgum sviðum frekar en að þær potist hver í sínu horni og reisi múra á öllum sviðum. Því er í meira lagi óvarlegt að kasta frá sér tækifærinu til að ljúka samningum við ESB en gefa sig þess í stað óvissunni á vald eins og hún sé ekki næg fyrir. Slík framganga er alltént ekki í anda þeirra forystumanna íslenskra stjórnmálaflokka sem á síðustu öld höfðu forystu í samskiptum við aðrar þjóðir. Það á ekki síst við um þá sem lögðu hart að sér við að efla vestræna samvinnu til þess að auka öryggi þjóðarinnar og tryggja hagsæld landsmanna. Hvað myndu þessir stjórnmálamenn segja ef þeir mættu nú til leiks? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Hefðu forystumenn þjóðarinnar haft ofangreinda fyrirsögn að leiðarljósi þegar ákveðið var að hefja baráttu fyrir því að færa landhelgina út hefði lítið þokast og engir sigrar unnist. Þeir vissu fyrirfram að stormurinn yrði í fangið og voldugar þjóðir myndu leggjast gegn þessum áformum af miklu afli. Sú varð líka raunin, en samt sem áður náðum við takmarkinu og fiskveiðilögsagan var færð út í áföngum. Engum Íslendingi datt þá í hug að draga kjark úr þeim sem stóðu í stafni í þeirri baráttu og klifa á að þetta brölt þýddi ekki og því eins gott að hafast ekki að. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa; hann var ekki einasta sá að við Íslendingar náðum að færa landhelgina út í 200 mílur heldur varð sú regla viðurkennd meðal annarra þjóða og er nú alþjóðleg. Barátta á fjarlægari svæðum Sem betur fór var heldur ekkert hik á Eyjólfi K. Jónssyni (Eykon) þegar hann hóf baráttu fyrir því að tryggja hlut Íslands á landgrunni Jan Mayen og á Rockall-svæðinu. Hann hlustaði ekki á þegar hvíslað var eða hrópað: „Þetta þýðir ekki.“ Þvert á móti hertist hann og aðrir sem að málinu komu fyrir Íslands hönd enn frekar við slíkar úrtölur. Afrakstur þessarar baráttu sér nú m.a. stað í rétti okkar á landgrunni Jan Mayen. Samningurinn um EES Þegar Ísland var að undirbúa aðild sína að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) voru ófáir sem töldu að ekki þýddi neitt að „gá í þann pakka“ eins og oft er sagt í dag. Þar gætum við engu um þokað til að treysta okkar hagsmuni; annaðhvort væri að samþykkja allt sem kæmi fram í fyrstu lotu frá Brussel eða við yrðum niðurlægð og sætum uppi með vondan samning. Þrátt fyrir þessi viðhorf var látið reyna á málið af þáverandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Lagðar voru fram kröfur sem Ísland vildi að kæmu fram í endanlegu samkomulagi. Eftir mikla baráttu sá samningur dagsins ljós sem var töluvert hagstæðari Íslendingum en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Árangur sem ekki hefði náðst nema með því að láta á reyna. Lang flestir mæra nú þennan samning og jafnvel þeir sem lögðust gegn honum á sínum tíma í svartsýni sinni. Þrátt fyrir þessa ágætu reynslu er nú gamli svartsýnissteinninn klappaður sem aldrei fyrr. Hvar er nú hugprýðin? Um þessar mundir er þeirri kenningu haldið mjög á lofti að lítið þýði að vinna að samningi um aðild Íslands að ESB; ekki taki því að gá í þann „pakka,“ því við munum aðeins sjá einhliða vilja frá Brussel um upptöku auðlinda okkar og annan yfirgang. Okkur verði þá aðeins ætlað að skrifa undir það sem ESB setur fram enda væru allar undanþágur og sérlausnir í besta falli til bráðabirgða. Okkur sé því fyrir bestu að gefast upp fyrirfram og láta ekki reyna á hlutina með því að klára samning eins og við höfum áður gert að hætti fullvalda þjóða með góðum árangri. Síðan yrði hann lagður fyrir þjóðina til endanlegrar afgreiðslu. Gott fordæmi Sú deiga afstaða sem stjórnvöld boða nú er óravegu frá þeirri festu og því sjálfsöryggi sem einkenndi baráttu Íslendinga í þeim málum sem drepið er á hér að framan. Sambland minnimáttarkenndar (við erum svo lítil og smá) og drambs (við stöndum betur en aðrar þjóðir) hefur aldrei fleytt okkur áfram í samskiptum við aðrar þjóðir. Hitt er sönnu nær að árangur okkar hingað til hefur byggst á sjálfstrausti, góðum undirbúningi og málafylgju þar sem traustir málsvarar okkar komu fram af reisn og myndugleik. Nægir þar að minna á hina eftirminnilegu framgöngu Hans G. Andersen í baráttunni fyrir landhelginni; hún ætti að vera núverandi stjórnvöldum til eftirbreytni þegar þau virðist skorta kjark til að standa í lappirnar og fylgja okkar málstað eftir af festu og myndugleik. Að kasta frá sér tækifæri Fátt er snautlegra í samskiptum fullvalda þjóða en að gefa sér fyrirfram að ekkert þýði að vinna að formlegri samvinnu þeirra á milli um málefni sem árangursríkara er að vinna saman að. Reynslan sýnir að slíkt samstarf ber mun ríkulegri ávöxt á mörgum sviðum frekar en að þær potist hver í sínu horni og reisi múra á öllum sviðum. Því er í meira lagi óvarlegt að kasta frá sér tækifærinu til að ljúka samningum við ESB en gefa sig þess í stað óvissunni á vald eins og hún sé ekki næg fyrir. Slík framganga er alltént ekki í anda þeirra forystumanna íslenskra stjórnmálaflokka sem á síðustu öld höfðu forystu í samskiptum við aðrar þjóðir. Það á ekki síst við um þá sem lögðu hart að sér við að efla vestræna samvinnu til þess að auka öryggi þjóðarinnar og tryggja hagsæld landsmanna. Hvað myndu þessir stjórnmálamenn segja ef þeir mættu nú til leiks?
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar