Stjórnarflokkarnir með 41% stuðning Brjánn Jónasson skrifar 3. mars 2014 08:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa horft á bak talsverðu fylgi frá kosningum. Fréttablaðið/GVA Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur minnkað úr 30,5 prósentum í 26,8 prósent á síðasta mánuði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 13,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn. Samanlagt styðja því 40,7 prósent kjósenda stjórnarflokkana tvo. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þetta fengju þeir samtals 26 þingmenn, en eru með 38 þingmenn í dag. Til að halda þingmeirihluta þyrftu þeir að hafa 32 þingmenn af 63, sex fleiri en þeir fengju yrði gengið til kosninga nú.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stýra jafn stórum flokkum samkvæmt könnuninni.Fréttablaðið/DaníelBjört framtíð og Samfylkingin mælast nú með nær sama fylgi á landsvísu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Báðir flokkarnir mælast með stuðning um 18 prósenta kjósenda, en stuðningur við Bjarta framtíð mælist á uppleið á meðan fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað undanfarið. Alls myndu 18,4 prósent kjósenda merkja við A fyrir Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú samkvæmt könnuninni. Stuðningur við flokkinn hefur tekið kipp frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en hann mældist 13,5 prósent í lok janúar. Kjörfylgi Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum var 8,2 prósent og hefur fylgið því meira en tvöfaldast síðan. Kæmi þetta fylgi upp úr kjörkössunum tvöfaldaðist fjöldi þingmanna Bjartrar framtíðar og færi í 12, en flokkurinn er með sex þingmenn í dag. Samfylkingin er á sama róli þegar kemur að fylgi, en sækir ekki í sig veðrið nema síður sé. Flokkurinn mælist með um 18 prósenta stuðning í könnuninni, en 20,2 prósent í lok janúar. Fylgið er engu að síður vel yfir 12,9 prósenta kjörfylginu, og myndi skila flokknum 12 þingmönnum, en samfylkingarþingmennirnir eru níu í dag.Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn, með 26,8 prósenta fylgi, nær sama fylgi og kom upp úr kjörkössunum í síðustu kosningum. Fylgi flokksins hefur minnkað talsvert á síðasta mánuði, en 30,5 prósent sögðust styðja flokkinn í lok janúar. Flokkurinn myndi tapa tveimur þingsætum yrði þetta niðurstaða kosninga, og fá 17 þingmenn kjörna. Fylgi hins stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, er komið á kunnuglegar slóðir. Um 13,9 prósent styðja flokkinn nú, og hefur hann tapað meira en tíu prósentustigum frá kosningum, þegar 24,4 prósent greiddu honum atkvæði sitt. Fylgi Framsóknar er nú nærri því sem það var í frá árinu 2009 út árið 2012. Framsókn myndi tapa meira en helmingi þingmanna sinna ef kosið yrði nú, samkvæmt könnuninni, fengi níu menn kjörna en er með 19 í dag. Litlar breytingar mælast á fylgi Vinstri grænna. Um 11,3 prósent myndu kjósa flokkinn í dag samkvæmt könnuninni, heldur fleiri en í síðasta mánuði, en fylgið er aðeins örlitlu hærra en kjörfylgið eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn. Flokkurinn er með sjö þingmenn og myndi halda þeim í kosningum í dag samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Pírata mælist nú í fyrsta skipti með tveggja stafa tölu. Alls segjast 10,2 prósent myndu kjósa Pírata yrði gengið til kosninga nú, en 9,2 prósent voru sömu skoðunar í síðasta mánuði. Píratar hafa samkvæmt þessu tvöfaldað 5,1 prósents kjörfylgi sitt og fengju sex þingmenn í stað þriggja nú yrði gengið til kosninga í dag.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 65,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur minnkað úr 30,5 prósentum í 26,8 prósent á síðasta mánuði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 13,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn. Samanlagt styðja því 40,7 prósent kjósenda stjórnarflokkana tvo. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þetta fengju þeir samtals 26 þingmenn, en eru með 38 þingmenn í dag. Til að halda þingmeirihluta þyrftu þeir að hafa 32 þingmenn af 63, sex fleiri en þeir fengju yrði gengið til kosninga nú.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stýra jafn stórum flokkum samkvæmt könnuninni.Fréttablaðið/DaníelBjört framtíð og Samfylkingin mælast nú með nær sama fylgi á landsvísu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Báðir flokkarnir mælast með stuðning um 18 prósenta kjósenda, en stuðningur við Bjarta framtíð mælist á uppleið á meðan fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað undanfarið. Alls myndu 18,4 prósent kjósenda merkja við A fyrir Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú samkvæmt könnuninni. Stuðningur við flokkinn hefur tekið kipp frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en hann mældist 13,5 prósent í lok janúar. Kjörfylgi Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum var 8,2 prósent og hefur fylgið því meira en tvöfaldast síðan. Kæmi þetta fylgi upp úr kjörkössunum tvöfaldaðist fjöldi þingmanna Bjartrar framtíðar og færi í 12, en flokkurinn er með sex þingmenn í dag. Samfylkingin er á sama róli þegar kemur að fylgi, en sækir ekki í sig veðrið nema síður sé. Flokkurinn mælist með um 18 prósenta stuðning í könnuninni, en 20,2 prósent í lok janúar. Fylgið er engu að síður vel yfir 12,9 prósenta kjörfylginu, og myndi skila flokknum 12 þingmönnum, en samfylkingarþingmennirnir eru níu í dag.Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn, með 26,8 prósenta fylgi, nær sama fylgi og kom upp úr kjörkössunum í síðustu kosningum. Fylgi flokksins hefur minnkað talsvert á síðasta mánuði, en 30,5 prósent sögðust styðja flokkinn í lok janúar. Flokkurinn myndi tapa tveimur þingsætum yrði þetta niðurstaða kosninga, og fá 17 þingmenn kjörna. Fylgi hins stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, er komið á kunnuglegar slóðir. Um 13,9 prósent styðja flokkinn nú, og hefur hann tapað meira en tíu prósentustigum frá kosningum, þegar 24,4 prósent greiddu honum atkvæði sitt. Fylgi Framsóknar er nú nærri því sem það var í frá árinu 2009 út árið 2012. Framsókn myndi tapa meira en helmingi þingmanna sinna ef kosið yrði nú, samkvæmt könnuninni, fengi níu menn kjörna en er með 19 í dag. Litlar breytingar mælast á fylgi Vinstri grænna. Um 11,3 prósent myndu kjósa flokkinn í dag samkvæmt könnuninni, heldur fleiri en í síðasta mánuði, en fylgið er aðeins örlitlu hærra en kjörfylgið eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn. Flokkurinn er með sjö þingmenn og myndi halda þeim í kosningum í dag samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Pírata mælist nú í fyrsta skipti með tveggja stafa tölu. Alls segjast 10,2 prósent myndu kjósa Pírata yrði gengið til kosninga nú, en 9,2 prósent voru sömu skoðunar í síðasta mánuði. Píratar hafa samkvæmt þessu tvöfaldað 5,1 prósents kjörfylgi sitt og fengju sex þingmenn í stað þriggja nú yrði gengið til kosninga í dag.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 65,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira