Juba Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 3. mars 2014 07:00 Nóttin var dimm og ég bylti mér í tjaldinu, dýnulaus á grjótharðri mold. Tunglið vakti yfir mér þar sem ég lá innan girðingarinnar í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Juba í Suður-Súdan. Hafði fengið að tjalda þar á ferðalagi um svæðið sem blaðamaður eftir að friðarsamningarnir voru undirritaðir. Níu árum síðar: Mér berast stöðuskýrslur frá Suður-Súdan. Fólk streymir að miðstöðinni og tjöld spretta upp. Nú vinn ég hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og þar á bæ hringja allar viðvörunarbjöllur. Fleiri en 400.000 börn hafa flúið eftir að stríðsátök brutust út. Örvæntingarfull börn og fjölskyldur leita öryggis innan veggja miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Nema að núna er ekki eitt tjald í garðinum heldur hafast meira en 20.000 manns þar við. Ég skil ekki hvernig fólkið kemst fyrir. Fyrst fer ég að grenja. Síðan fæ ég sent kort að utan sem sýnir viðbrögð UNICEF. Við sjáum um hreint vatn fyrir flóttafólkið, bæði í þessari miðstöð og öðrum úti um landið. Höfum með stuðningi heimsforeldra UNICEF m.a. komið upp hreinlætisaðstöðu og veitt lífsnauðsynlegar bólusetningar gegn farsóttum. Og nú er verið að færa girðingarnar til og stækka svæðið. Það er gott að vita að verið sé að hjálpa.Flóttamannabúðir í Grindavík Mánuði síðar: UNICEF á Íslandi stendur fyrir átaki til að vekja athygli á ömurlegum aðstæðum flóttabarna víða um heim – barna eins og þeirra sem nú hafast við í tjöldum í Suður-Súdan. Hugmyndin er að spegla aðstæður þeirra hingað heim og gefa fólki færi á að styðja baráttu UNICEF fyrir börn á flótta. Íslenska auglýsingastofan og True North hafa gefið UNICEF auglýsingu sem sýnir börn hér á landi á flótta. Til að skapa réttar aðstæður settu sjálfboðaliðar flóttamannabúðir upp við Grindavík. Börnin gátu farið heim að sofa eftir tökurnar. Sem betur fer. Þurftu ekki að liggja berskjölduð í þunnum tjöldum í næturmyrkrinu, háð utanaðkomandi aðstoð. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn hér á landi, í Suður-Súdan, Sýrlandi eða annars staðar. Börn á flótta þurfa öryggi og skjól, rétt eins og öll önnur börn. Sameiginlegt verkefni okkar er að gæta þeirra – og það er sannarlega hægt að hjálpa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nóttin var dimm og ég bylti mér í tjaldinu, dýnulaus á grjótharðri mold. Tunglið vakti yfir mér þar sem ég lá innan girðingarinnar í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Juba í Suður-Súdan. Hafði fengið að tjalda þar á ferðalagi um svæðið sem blaðamaður eftir að friðarsamningarnir voru undirritaðir. Níu árum síðar: Mér berast stöðuskýrslur frá Suður-Súdan. Fólk streymir að miðstöðinni og tjöld spretta upp. Nú vinn ég hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og þar á bæ hringja allar viðvörunarbjöllur. Fleiri en 400.000 börn hafa flúið eftir að stríðsátök brutust út. Örvæntingarfull börn og fjölskyldur leita öryggis innan veggja miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Nema að núna er ekki eitt tjald í garðinum heldur hafast meira en 20.000 manns þar við. Ég skil ekki hvernig fólkið kemst fyrir. Fyrst fer ég að grenja. Síðan fæ ég sent kort að utan sem sýnir viðbrögð UNICEF. Við sjáum um hreint vatn fyrir flóttafólkið, bæði í þessari miðstöð og öðrum úti um landið. Höfum með stuðningi heimsforeldra UNICEF m.a. komið upp hreinlætisaðstöðu og veitt lífsnauðsynlegar bólusetningar gegn farsóttum. Og nú er verið að færa girðingarnar til og stækka svæðið. Það er gott að vita að verið sé að hjálpa.Flóttamannabúðir í Grindavík Mánuði síðar: UNICEF á Íslandi stendur fyrir átaki til að vekja athygli á ömurlegum aðstæðum flóttabarna víða um heim – barna eins og þeirra sem nú hafast við í tjöldum í Suður-Súdan. Hugmyndin er að spegla aðstæður þeirra hingað heim og gefa fólki færi á að styðja baráttu UNICEF fyrir börn á flótta. Íslenska auglýsingastofan og True North hafa gefið UNICEF auglýsingu sem sýnir börn hér á landi á flótta. Til að skapa réttar aðstæður settu sjálfboðaliðar flóttamannabúðir upp við Grindavík. Börnin gátu farið heim að sofa eftir tökurnar. Sem betur fer. Þurftu ekki að liggja berskjölduð í þunnum tjöldum í næturmyrkrinu, háð utanaðkomandi aðstoð. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn hér á landi, í Suður-Súdan, Sýrlandi eða annars staðar. Börn á flótta þurfa öryggi og skjól, rétt eins og öll önnur börn. Sameiginlegt verkefni okkar er að gæta þeirra – og það er sannarlega hægt að hjálpa.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun