Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2014 07:00 Íbúi í borginni Simferopol á Krímskaga heldur á sovéska fánanum fyrir utan þinghús borgarinnar. Mynd/AP Þingmenn á Krímskaga hafa samþykkt einróma að atkvæðagreiðsla verði haldin sextánda mars þar sem íbúar á svæðinu geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengsl sín við Úkraínu og gerast hluti af Rússlandi. „Þetta eru viðbrögð okkar við óskipulaginu og lögleysunni sem ríkir í Kænugarði,“ sagði Sergei Shuvainikov, þingmaður á Krímskaga. „Við ætlum sjálf að ákveða hver framtíð okkar verður.“ Arseni Jatsenjúk, bráðabirgðaforsætisráðherra Úkraínu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögðu í gær að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Viðbrögð rússneska þingsins eru aftur á móti þau að ef íbúar Krímskaga samþykkja í atkvæðagreiðslunni að verða hluti af Rússlandi muni það leggja fram frumvarp sem myndi flýta ferlinu. Evrópusambandið hélt neyðarfund í gær vegna ástandsins á Krímskaga. Ákveðið var að hætta umfangsmiklum viðræðum við Rússa um nýjan efnahagssamning og samning um frjálsari ferðir Rússa innan ríkja ESB, vegna þess að Rússar hafa neitað að draga herlið sitt til baka frá svæðinu. ESB hótaði frekari refsiaðgerðum ef Rússar vilja ekki ganga að samningaborðinu af fullri alvöru. Skömmu áður hafði Bandaríkjastjórn sett hömlur á ferðafrelsi þeirra Rússa og annarra sem eru mótfallnir nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, sagði að frekari refsiaðgerðir gætu m.a. falið í sér eignafrystingu og ferðabönn. Hann bætti því við að ástandið í Úkraínu væri „alvarlegasta aðför að öryggi í heimsálfu okkar frá stríðinu á Balkanskaga“. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafði fyrr um daginn lagt áherslu á að senda þyrfti mjög sterk skilaboð til rússneskra stjórnvalda um að það sem hafi gerst á Krímskaga væri óásættanlegt og ætti að hafa afleiðingar. Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite, var ómyrkur í máli um ástandið á Krímskaga. „Rússland er hættulegt í dag,“ sagði hún og varaði við því að Rússar ætluðu að stækka landamæri sín. „Á eftir Úkraínu kemur Moldóvía og á eftir Moldóvíu koma einhver önnur lönd.“ Rússland er þriðji stærsti viðskiptavinur Evrópuríkja og þar af útvega Rússar þeim mest allra af gasi og olíu. Viðskiptahagsmunirnir eru því miklir þegar kemur að ákvörðunartöku vegna refsiaðgerða. Úkraína Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Þingmenn á Krímskaga hafa samþykkt einróma að atkvæðagreiðsla verði haldin sextánda mars þar sem íbúar á svæðinu geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengsl sín við Úkraínu og gerast hluti af Rússlandi. „Þetta eru viðbrögð okkar við óskipulaginu og lögleysunni sem ríkir í Kænugarði,“ sagði Sergei Shuvainikov, þingmaður á Krímskaga. „Við ætlum sjálf að ákveða hver framtíð okkar verður.“ Arseni Jatsenjúk, bráðabirgðaforsætisráðherra Úkraínu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögðu í gær að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Viðbrögð rússneska þingsins eru aftur á móti þau að ef íbúar Krímskaga samþykkja í atkvæðagreiðslunni að verða hluti af Rússlandi muni það leggja fram frumvarp sem myndi flýta ferlinu. Evrópusambandið hélt neyðarfund í gær vegna ástandsins á Krímskaga. Ákveðið var að hætta umfangsmiklum viðræðum við Rússa um nýjan efnahagssamning og samning um frjálsari ferðir Rússa innan ríkja ESB, vegna þess að Rússar hafa neitað að draga herlið sitt til baka frá svæðinu. ESB hótaði frekari refsiaðgerðum ef Rússar vilja ekki ganga að samningaborðinu af fullri alvöru. Skömmu áður hafði Bandaríkjastjórn sett hömlur á ferðafrelsi þeirra Rússa og annarra sem eru mótfallnir nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, sagði að frekari refsiaðgerðir gætu m.a. falið í sér eignafrystingu og ferðabönn. Hann bætti því við að ástandið í Úkraínu væri „alvarlegasta aðför að öryggi í heimsálfu okkar frá stríðinu á Balkanskaga“. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafði fyrr um daginn lagt áherslu á að senda þyrfti mjög sterk skilaboð til rússneskra stjórnvalda um að það sem hafi gerst á Krímskaga væri óásættanlegt og ætti að hafa afleiðingar. Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite, var ómyrkur í máli um ástandið á Krímskaga. „Rússland er hættulegt í dag,“ sagði hún og varaði við því að Rússar ætluðu að stækka landamæri sín. „Á eftir Úkraínu kemur Moldóvía og á eftir Moldóvíu koma einhver önnur lönd.“ Rússland er þriðji stærsti viðskiptavinur Evrópuríkja og þar af útvega Rússar þeim mest allra af gasi og olíu. Viðskiptahagsmunirnir eru því miklir þegar kemur að ákvörðunartöku vegna refsiaðgerða.
Úkraína Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira