Hreinleikinn reynist goðsögn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. mars 2014 07:00 Frétt sem flaug ekki hátt í pólitískum stormi síðustu viku er engu að síður allrar athygli verð. Þetta var frétt af fyrstu vettvangsathugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í íslenzkum alifuglasláturhúsum og kjúklingabúum eftir að matvælalöggjöf Evrópusambandsins varð hluti af EES-samningnum seint á árinu 2011. Eins og neytendur þekkja vel hafa bæði íslenzk stjórnvöld og framleiðendur alifuglakjöts lengi haldið því fram að íslenzkur kjúklingur væri betri og heilnæmari en kjúklingur sem væri framleiddur í öðrum Evrópulöndum. Hér væru líka strangari heilbrigðisreglur og betra eftirlit með framleiðslunni. Þetta hefur verið notað sem rök fyrir því að viðhalda innflutningshömlum og ofurtollum á alifuglakjöti; það þyrfti að vernda neytendur fyrir hugsanlegum matarsýkingum. Reyndar hefur fallið heldur á ímynd íslenzka ofurkjúklingsins eftir að ítrekaðar salmonellu- og kamfýlóbaktersýkingar fóru að koma upp hjá kjúklingaframleiðendum, sem stundum hefur leitt af sér skort á kjúklingakjöti á markaðnum. Innlendu framleiðendurnir hafa heldur ekki meiri trú á yfirburðum íslenzka kjúklingsins en svo að þeir hafa sjálfir flutt inn útlent kjúklingakjöt til að nota í framleiðslu sína. Þeir hafa meira að segja orðið uppvísir að því að umpakka því og selja neytendum það sem íslenzkan kjúkling. Þrátt fyrir þetta hafa bæði yfirvöld og framleiðendur haldið þeirri afstöðu til streitu að íslenzki kjúklingurinn væri heilnæmari og eftirlitið strangara en í öðrum Evrópuríkjum. En nú gilda sömu heilbrigðisreglur um framleiðslu alifuglakjöts á Íslandi og í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Og hvað skyldi hafa komið út úr vettvangsathugun ESA? Í stuttu máli að eftirlitinu á Íslandi er verulega ábótavant og það er á ýmsum sviðum ekki í samræmi við gildandi reglur. Meðal þess sem er talið upp í skýrslu ESA er að eftirlit í sláturhúsum, bæði fyrir og eftir slátrun, hafi verið á hendi starfsmanna sem höfðu ófullnægjandi þjálfun til verksins, án þess að opinberir dýralæknar væru viðstaddir og sinntu eftirliti. Þá hafi sláturhúsum verið veitt starfsleyfi án þess að skilyrði heilbrigðisreglnanna væru að fullu uppfyllt. Gerðar voru athugasemdir við ófullnægjandi búningsaðstöðu starfsfólks, ófullnægjandi aðskilnað „hreinna“ og „mengaðra“ svæða, skort á viðhaldi, léleg þrif, skort á sótthreinsun og ófullnægjandi örverufræðilegt eftirlit með afurðunum. Þá er innra eftirlit kjúklingaframleiðenda sagt ófullnægjandi. Suma af þeim annmörkum sem ESA kom auga á hafði Matvælastofnun (MAST) ekki uppgötvað. Raunar virðist stofnuninni þykja málið vandræðalegt, því að mjög er dregið úr alvöru þess í tilkynningunni sem birtist á vef MAST. Þegar skýrsla ESA er hins vegar lesin, kemur hið rétta í ljós, en þar er meðal annars talað um „alvarlega annmarka“ á eftirliti í sláturhúsunum. MAST hefur tekið athugasemdirnar til greina og gert áætlun um hvernig eigi að bæta úr lélegu eftirliti. Skýrsla ESA er hins vegar enn ein staðfesting þess að hreinleiki íslenzka ofurkjúklingsins er bara goðsögn. Og goðsagnir er ekki hægt að nota til að réttlæta viðskiptahindranir eða ofurtolla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Frétt sem flaug ekki hátt í pólitískum stormi síðustu viku er engu að síður allrar athygli verð. Þetta var frétt af fyrstu vettvangsathugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í íslenzkum alifuglasláturhúsum og kjúklingabúum eftir að matvælalöggjöf Evrópusambandsins varð hluti af EES-samningnum seint á árinu 2011. Eins og neytendur þekkja vel hafa bæði íslenzk stjórnvöld og framleiðendur alifuglakjöts lengi haldið því fram að íslenzkur kjúklingur væri betri og heilnæmari en kjúklingur sem væri framleiddur í öðrum Evrópulöndum. Hér væru líka strangari heilbrigðisreglur og betra eftirlit með framleiðslunni. Þetta hefur verið notað sem rök fyrir því að viðhalda innflutningshömlum og ofurtollum á alifuglakjöti; það þyrfti að vernda neytendur fyrir hugsanlegum matarsýkingum. Reyndar hefur fallið heldur á ímynd íslenzka ofurkjúklingsins eftir að ítrekaðar salmonellu- og kamfýlóbaktersýkingar fóru að koma upp hjá kjúklingaframleiðendum, sem stundum hefur leitt af sér skort á kjúklingakjöti á markaðnum. Innlendu framleiðendurnir hafa heldur ekki meiri trú á yfirburðum íslenzka kjúklingsins en svo að þeir hafa sjálfir flutt inn útlent kjúklingakjöt til að nota í framleiðslu sína. Þeir hafa meira að segja orðið uppvísir að því að umpakka því og selja neytendum það sem íslenzkan kjúkling. Þrátt fyrir þetta hafa bæði yfirvöld og framleiðendur haldið þeirri afstöðu til streitu að íslenzki kjúklingurinn væri heilnæmari og eftirlitið strangara en í öðrum Evrópuríkjum. En nú gilda sömu heilbrigðisreglur um framleiðslu alifuglakjöts á Íslandi og í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Og hvað skyldi hafa komið út úr vettvangsathugun ESA? Í stuttu máli að eftirlitinu á Íslandi er verulega ábótavant og það er á ýmsum sviðum ekki í samræmi við gildandi reglur. Meðal þess sem er talið upp í skýrslu ESA er að eftirlit í sláturhúsum, bæði fyrir og eftir slátrun, hafi verið á hendi starfsmanna sem höfðu ófullnægjandi þjálfun til verksins, án þess að opinberir dýralæknar væru viðstaddir og sinntu eftirliti. Þá hafi sláturhúsum verið veitt starfsleyfi án þess að skilyrði heilbrigðisreglnanna væru að fullu uppfyllt. Gerðar voru athugasemdir við ófullnægjandi búningsaðstöðu starfsfólks, ófullnægjandi aðskilnað „hreinna“ og „mengaðra“ svæða, skort á viðhaldi, léleg þrif, skort á sótthreinsun og ófullnægjandi örverufræðilegt eftirlit með afurðunum. Þá er innra eftirlit kjúklingaframleiðenda sagt ófullnægjandi. Suma af þeim annmörkum sem ESA kom auga á hafði Matvælastofnun (MAST) ekki uppgötvað. Raunar virðist stofnuninni þykja málið vandræðalegt, því að mjög er dregið úr alvöru þess í tilkynningunni sem birtist á vef MAST. Þegar skýrsla ESA er hins vegar lesin, kemur hið rétta í ljós, en þar er meðal annars talað um „alvarlega annmarka“ á eftirliti í sláturhúsunum. MAST hefur tekið athugasemdirnar til greina og gert áætlun um hvernig eigi að bæta úr lélegu eftirliti. Skýrsla ESA er hins vegar enn ein staðfesting þess að hreinleiki íslenzka ofurkjúklingsins er bara goðsögn. Og goðsagnir er ekki hægt að nota til að réttlæta viðskiptahindranir eða ofurtolla.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun