Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. mars 2014 07:00 Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. Mestu mótmæli frá búsáhaldabyltingu virðast ekki skipta ráðherrana máli. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagðist á Alþingi í gær efast um að „þær hugmyndir sem eru uppi í dag um þjóðaratkvæðagreiðslu um að halda áfram viðræðunum séu réttar.“ Samt eru þetta hugmyndir sem hann hafði sjálfur á síðasta kjörtímabili. Þá sagðist hann í sama ræðustóli vilja „leyfa íslenskri þjóð að taka ákvörðun um það hvort þessu verði haldið áfram eða hvernig verður haldið á þessu.“ Nú hefur hann völdin og þá vill hann það ekki lengur. Hann vill slíta viðræðunum og draga aðildarumsóknina til baka, án þess að spyrja þjóðina. Þegar RÚV spurði ráðherrann í gær hvort til greina kæmi að þjóðin fengi að kjósa tönnlaðist hann enn á „ómöguleikanum“: „Ég held hins vegar að það verði alltaf að taka mið af því, að sjálfsögðu, að við erum með ríkisstjórn og þingmeirihluta sem er ekki að ganga í Evrópusambandið. Þannig að ég ætla alveg að vera hreinskilinn með það áfram að það er ekki hægt að kjósa um að láta ríkisstjórnina halda áfram viðræðunum.“ Það var sem sagt góð hugmynd að láta þjóðina kjósa ef niðurstaðan yrði sú að hætta viðræðunum. Gunnar Bragi er ekki eins hrifinn af að þurfa hugsanlega sjálfur að framkvæma meirihlutaviljann ef hann kynni að vera ósammála honum. Samt var það rökstutt svo ljómandi vel fyrir kosningar af hverju þjóðaratkvæðagreiðsla væri rétta leiðin í málinu. „Það sem mér þykir mestu máli skipta er að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort þessu verði haldið áfram eða ekki. Og ég treysti þjóðinni til þess að taka upplýsta ákvörðun. Vegna þess hversu mikið ágreiningsmál þetta er, milli flokka, milli þjóðarinnar, milli landsbyggðar og höfuðborgar, þetta fer í gegn um fjölskyldur, eina leiðin til að komast að niðurstöðu um það hvert skuli halda núna, er að spyrja þjóðina.“ Þetta sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir, var líka með sinn rökstuðning á hreinu. „Vilji þjóðin það á einhverjum tímapunkti þá ber okkur að fara í þjóðaratkvæði og niðurstaðan af því, við munum virða hana,“ sagði hún. „Að sjálfsögðu mun Sjálfstæðisflokkurinn standa við það að þjóðin fær að ákveða það hvort það verði gengið lengra í þessu máli. Það er þjóðarinnar en ekki einstakra stjórnmálamanna.“ Ráðherrarnir hafa ekki útskýrt fyrir okkur með sannfærandi hætti af hverju þeir taka ekki lengur mark á eigin málflutningi og treysta sér ekki til að standa við loforð sín. Almenningur getur ekki látið bjóða sér útúrsnúningana, eftiráskýringarnar og rökleysurnar sem hafa verið bornar á borð. Það eina sem þjóðin getur látið bjóða sér er að fá að kjósa um málið, eins og lofað var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. Mestu mótmæli frá búsáhaldabyltingu virðast ekki skipta ráðherrana máli. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagðist á Alþingi í gær efast um að „þær hugmyndir sem eru uppi í dag um þjóðaratkvæðagreiðslu um að halda áfram viðræðunum séu réttar.“ Samt eru þetta hugmyndir sem hann hafði sjálfur á síðasta kjörtímabili. Þá sagðist hann í sama ræðustóli vilja „leyfa íslenskri þjóð að taka ákvörðun um það hvort þessu verði haldið áfram eða hvernig verður haldið á þessu.“ Nú hefur hann völdin og þá vill hann það ekki lengur. Hann vill slíta viðræðunum og draga aðildarumsóknina til baka, án þess að spyrja þjóðina. Þegar RÚV spurði ráðherrann í gær hvort til greina kæmi að þjóðin fengi að kjósa tönnlaðist hann enn á „ómöguleikanum“: „Ég held hins vegar að það verði alltaf að taka mið af því, að sjálfsögðu, að við erum með ríkisstjórn og þingmeirihluta sem er ekki að ganga í Evrópusambandið. Þannig að ég ætla alveg að vera hreinskilinn með það áfram að það er ekki hægt að kjósa um að láta ríkisstjórnina halda áfram viðræðunum.“ Það var sem sagt góð hugmynd að láta þjóðina kjósa ef niðurstaðan yrði sú að hætta viðræðunum. Gunnar Bragi er ekki eins hrifinn af að þurfa hugsanlega sjálfur að framkvæma meirihlutaviljann ef hann kynni að vera ósammála honum. Samt var það rökstutt svo ljómandi vel fyrir kosningar af hverju þjóðaratkvæðagreiðsla væri rétta leiðin í málinu. „Það sem mér þykir mestu máli skipta er að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort þessu verði haldið áfram eða ekki. Og ég treysti þjóðinni til þess að taka upplýsta ákvörðun. Vegna þess hversu mikið ágreiningsmál þetta er, milli flokka, milli þjóðarinnar, milli landsbyggðar og höfuðborgar, þetta fer í gegn um fjölskyldur, eina leiðin til að komast að niðurstöðu um það hvert skuli halda núna, er að spyrja þjóðina.“ Þetta sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir, var líka með sinn rökstuðning á hreinu. „Vilji þjóðin það á einhverjum tímapunkti þá ber okkur að fara í þjóðaratkvæði og niðurstaðan af því, við munum virða hana,“ sagði hún. „Að sjálfsögðu mun Sjálfstæðisflokkurinn standa við það að þjóðin fær að ákveða það hvort það verði gengið lengra í þessu máli. Það er þjóðarinnar en ekki einstakra stjórnmálamanna.“ Ráðherrarnir hafa ekki útskýrt fyrir okkur með sannfærandi hætti af hverju þeir taka ekki lengur mark á eigin málflutningi og treysta sér ekki til að standa við loforð sín. Almenningur getur ekki látið bjóða sér útúrsnúningana, eftiráskýringarnar og rökleysurnar sem hafa verið bornar á borð. Það eina sem þjóðin getur látið bjóða sér er að fá að kjósa um málið, eins og lofað var.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun