Óvænt andlát sjaldan skráð á Landspítalanum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2014 07:00 Tölfræði frá Bandaríkjunum sýnir fram á að töluvert sé um vanskráningu á óvæntum andlátum á Landspítalanum. Fréttablaðið/GVA Atvikaskráning um óvænt andlát á Landspítalanum er mun minni en að meðaltali á bandarískum sjúkrahúsum. Í fjórum bandarískum rannsóknum, sem greint er frá í heilbrigðistímaritinu Shots, voru sjúkraskrár 4.200 sjúklinga skoðaðar. Andlát voru óvænt í 1,4 prósentum tilfella. Við óvænt andlát eiga starfsmenn Landspítalans að skrá það sem atvik á spítalanum og tilkynna yfirvöldum. Þótt andlátið sé skráð sem atvik er ekki þar með sagt að það hafi orðið vegna vanrækslu eða mistaka starfsfólks spítalans en það er þó rannsakað af stjórn spítalans og í sumum tilfellum Embætti landlæknis eða lögreglu. Samkvæmt sjúklingatölum frá Landspítalanum voru um sex þúsund sjúklingar lagðir inn á spítalann 2013. Sama ár var tilkynnt um sex óvænt andlát. Það er eingöngu 0,1 prósent hlutfall sjúklinga en samkvæmt bandarísku rannsóknunum ættu að vera skráð 84 óvænt andlát á spítalanum það árið.Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýklavarnardeild Landspítalans.Fréttablaðið/StefánAlltaf á að skrá óvænt andlát Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýkingavarnardeild Landspítalans, segir skráningu atvika hafa aukist á Landspítalanum síðustu ár. Enn sé þó töluvert af atvikum vanskráð. „Þótt starfsfólk telji ekki að um mistök sé að ræða á alltaf að skrá óvænt andlát. Vanskráningin snýr að öryggismenningu spítalans. Við erum ekki komin lengra en þetta en erum að læra,“ segir Elísabet. Ef óvænt andlát er ekki skráð sem atvik er það ekki rannsakað frekar nema aðstandendur sækist eftir því. „Það er alveg ljóst að besta ferlið er atvikaskráning og rannsókn í kjölfarið. En ef andlátið er ekki skráð geta aðstandendur alltaf komið kvörtunum sínum á framfæri og beðið um fund hjá stjórnendum,“ segir Elísabet.Landlæknisemættið á að gæta hagsmuna sjúklingÍ helgarviðtali Fréttablaðsins sagði Ástríður Pálsdóttir frá baráttu sinni til að fá andlát eiginmanns síns rannsakað frekar. Óvænt andlát hans var ekki skráð sem atvik og fór því ekki í hefðbundið rannsóknarferli. Í Danmörku er til embætti umboðsmanns sjúklinga sem gætir hagsmuna sjúklinga og aðstandenda þeirra og sér til dæmis um gagnaöflun. Á Íslandi hefur margoft sprottið upp umræða um stofnun slíks embættis. „Þetta hlutverk er nú þegar til í íslenskri stjórnskipan,“ segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu. „Við lítum svo á að við hjá Embætti landlæknis séum umboðsmenn sjúklinga.“ Leifur segist þó fagna fleiri starfskröftum á þessum vettvangi en finnst varhugavert að í svo fámennu landi sé kröftum dreift of víða. Hann hafnar því að embættið sé of tengt heilbrigðisstofnunum til að vera óháður aðili í kvörtunarmálum. „Það er alls ekki að gæta hagsmuna þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur um hlutverk Landlæknisembættisins. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Atvikaskráning um óvænt andlát á Landspítalanum er mun minni en að meðaltali á bandarískum sjúkrahúsum. Í fjórum bandarískum rannsóknum, sem greint er frá í heilbrigðistímaritinu Shots, voru sjúkraskrár 4.200 sjúklinga skoðaðar. Andlát voru óvænt í 1,4 prósentum tilfella. Við óvænt andlát eiga starfsmenn Landspítalans að skrá það sem atvik á spítalanum og tilkynna yfirvöldum. Þótt andlátið sé skráð sem atvik er ekki þar með sagt að það hafi orðið vegna vanrækslu eða mistaka starfsfólks spítalans en það er þó rannsakað af stjórn spítalans og í sumum tilfellum Embætti landlæknis eða lögreglu. Samkvæmt sjúklingatölum frá Landspítalanum voru um sex þúsund sjúklingar lagðir inn á spítalann 2013. Sama ár var tilkynnt um sex óvænt andlát. Það er eingöngu 0,1 prósent hlutfall sjúklinga en samkvæmt bandarísku rannsóknunum ættu að vera skráð 84 óvænt andlát á spítalanum það árið.Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýklavarnardeild Landspítalans.Fréttablaðið/StefánAlltaf á að skrá óvænt andlát Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýkingavarnardeild Landspítalans, segir skráningu atvika hafa aukist á Landspítalanum síðustu ár. Enn sé þó töluvert af atvikum vanskráð. „Þótt starfsfólk telji ekki að um mistök sé að ræða á alltaf að skrá óvænt andlát. Vanskráningin snýr að öryggismenningu spítalans. Við erum ekki komin lengra en þetta en erum að læra,“ segir Elísabet. Ef óvænt andlát er ekki skráð sem atvik er það ekki rannsakað frekar nema aðstandendur sækist eftir því. „Það er alveg ljóst að besta ferlið er atvikaskráning og rannsókn í kjölfarið. En ef andlátið er ekki skráð geta aðstandendur alltaf komið kvörtunum sínum á framfæri og beðið um fund hjá stjórnendum,“ segir Elísabet.Landlæknisemættið á að gæta hagsmuna sjúklingÍ helgarviðtali Fréttablaðsins sagði Ástríður Pálsdóttir frá baráttu sinni til að fá andlát eiginmanns síns rannsakað frekar. Óvænt andlát hans var ekki skráð sem atvik og fór því ekki í hefðbundið rannsóknarferli. Í Danmörku er til embætti umboðsmanns sjúklinga sem gætir hagsmuna sjúklinga og aðstandenda þeirra og sér til dæmis um gagnaöflun. Á Íslandi hefur margoft sprottið upp umræða um stofnun slíks embættis. „Þetta hlutverk er nú þegar til í íslenskri stjórnskipan,“ segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu. „Við lítum svo á að við hjá Embætti landlæknis séum umboðsmenn sjúklinga.“ Leifur segist þó fagna fleiri starfskröftum á þessum vettvangi en finnst varhugavert að í svo fámennu landi sé kröftum dreift of víða. Hann hafnar því að embættið sé of tengt heilbrigðisstofnunum til að vera óháður aðili í kvörtunarmálum. „Það er alls ekki að gæta hagsmuna þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur um hlutverk Landlæknisembættisins.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira