Allt undir hjá Moyes og United 19. mars 2014 06:30 David Moyes á ekki sjö dagana sæla á Old Trafford. Fréttablaðið/Getty David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, er maður undir pressu í kvöld. Hann hefur vissulega verið undir pressu síðan landi hans, Sir Alex Ferguson, gerði honum þann óleik, að því virðist vera, að gera hann að eftirmanni sínum. En í kvöld er allt undir – tímabilið og mögulega starf Moyes. Englandsmeistararnir mæta gríska liðinu Olympiakos í seinni viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þeir töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 2-0. Vinni það leikinn ekki 3-0 eða með þriggja marka mun er það úr leik. Þar með væri David Moyes endanlega ábyrgur fyrir versta tímabilinu á Old Trafford í 25 ár. Tímabilið 1988/89 endaði Manchester United í ellefta sæti deildarinnar og vann engan bikar. Á hverri leiktíð síðan þá hefur liðið unnið a.m.k. einn stóran bikar eða náð Meistaradeildarsæti. Komist United ekki áfram í kvöld verður barátta um sæti í Evrópudeildinni það eina sem er eftir en það er ekki það sem félag á stærð við Manchester United sækist eftir.Stjórnin að snúast David Moyes hefur notið stuðnings stjórnar Manchester United til þessa þrátt fyrir hörmungargengið. En nú, samkvæmt frétt ESPN í gær sem mikið var fjallað um, eru einhverjir stjórnarmenn Englandsmeistaranna að snúast gegn honum. Þá er Glazer-fjölskyldan sögð stressuð vegna gengis liðsins enda er slakt gengi á tímabilinu, og það sem það gerir næsta tímabili, skaðlegt fyrir vörumerkið sem er Manchester United. Félag á hlutabréfamarkaði má ekki við svona mikilli dýfu. Meira að segja Sir Alex Ferguson er sagður láta minna til sín taka þegar kemur að því að verja Moyes þó hann hafi ekki snúist gegn sínum manni ennþá, ef marka má frétt ESPN sem vitnar í heimildir innan úr innsta hring á Old Trafford. Í fyrsta skipti er nú í alvöru talað um að starf Moyes sé í hættu og framtíð hans velti á leiknum gegn Olympiakos og mögulega næstu tveimur deildarleikjum. Innblástur frá 1984 Ekkert United-lið hefur snúið við 2-0 tapi í Evrópukeppni eða þurft þess í heil 30 ár. Moyes og lærisveinar hans geta sótt sér innblástur í einn frægasta leik sem spilaður hefur verið á Old Trafford. Hinn 21. mars 1984 kom Barcelona í heimsókn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0 á heimavelli með Maradona sem sinn besta mann. Á mögnuðu Evrópukvöldi á Old Trafford var það fyrirliðinn Bryan Robson sem átti einn sinn besta leik á ferlinum. Hann skoraði tvö mörk og jafnaði metin í einvíginu áður en Frank Stapleton skaut United áfram. Robson var borinn á herðum samherja sinna af velli. Það er kaldhæðni örlaganna að Robson er líklega sá sem stendur hvað þéttast við bakið á David Moyes.Mikil trú í liðinu Það var nokkuð létt yfir David Moyes á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær og ekki að heyra hann hefði teljandi áhyggjur af starfi sínu. „Framtíð mín hefur ekkert breyst. Ég er í frábæru starfi og veit nákvæmlega hvert ég stefni með liðið. Tímabilið hefur ekki gengið sem skyldi en ég hef hugmyndir sem ég framkvæmi þegar tímapunkturinn er réttur. Það mikilvægasta núna er að vinna leikinn. Það er mikil trú í liðinu og það yrði gott fyrir okkur að vinna,“ sagði David Moyes. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, er maður undir pressu í kvöld. Hann hefur vissulega verið undir pressu síðan landi hans, Sir Alex Ferguson, gerði honum þann óleik, að því virðist vera, að gera hann að eftirmanni sínum. En í kvöld er allt undir – tímabilið og mögulega starf Moyes. Englandsmeistararnir mæta gríska liðinu Olympiakos í seinni viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þeir töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 2-0. Vinni það leikinn ekki 3-0 eða með þriggja marka mun er það úr leik. Þar með væri David Moyes endanlega ábyrgur fyrir versta tímabilinu á Old Trafford í 25 ár. Tímabilið 1988/89 endaði Manchester United í ellefta sæti deildarinnar og vann engan bikar. Á hverri leiktíð síðan þá hefur liðið unnið a.m.k. einn stóran bikar eða náð Meistaradeildarsæti. Komist United ekki áfram í kvöld verður barátta um sæti í Evrópudeildinni það eina sem er eftir en það er ekki það sem félag á stærð við Manchester United sækist eftir.Stjórnin að snúast David Moyes hefur notið stuðnings stjórnar Manchester United til þessa þrátt fyrir hörmungargengið. En nú, samkvæmt frétt ESPN í gær sem mikið var fjallað um, eru einhverjir stjórnarmenn Englandsmeistaranna að snúast gegn honum. Þá er Glazer-fjölskyldan sögð stressuð vegna gengis liðsins enda er slakt gengi á tímabilinu, og það sem það gerir næsta tímabili, skaðlegt fyrir vörumerkið sem er Manchester United. Félag á hlutabréfamarkaði má ekki við svona mikilli dýfu. Meira að segja Sir Alex Ferguson er sagður láta minna til sín taka þegar kemur að því að verja Moyes þó hann hafi ekki snúist gegn sínum manni ennþá, ef marka má frétt ESPN sem vitnar í heimildir innan úr innsta hring á Old Trafford. Í fyrsta skipti er nú í alvöru talað um að starf Moyes sé í hættu og framtíð hans velti á leiknum gegn Olympiakos og mögulega næstu tveimur deildarleikjum. Innblástur frá 1984 Ekkert United-lið hefur snúið við 2-0 tapi í Evrópukeppni eða þurft þess í heil 30 ár. Moyes og lærisveinar hans geta sótt sér innblástur í einn frægasta leik sem spilaður hefur verið á Old Trafford. Hinn 21. mars 1984 kom Barcelona í heimsókn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0 á heimavelli með Maradona sem sinn besta mann. Á mögnuðu Evrópukvöldi á Old Trafford var það fyrirliðinn Bryan Robson sem átti einn sinn besta leik á ferlinum. Hann skoraði tvö mörk og jafnaði metin í einvíginu áður en Frank Stapleton skaut United áfram. Robson var borinn á herðum samherja sinna af velli. Það er kaldhæðni örlaganna að Robson er líklega sá sem stendur hvað þéttast við bakið á David Moyes.Mikil trú í liðinu Það var nokkuð létt yfir David Moyes á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær og ekki að heyra hann hefði teljandi áhyggjur af starfi sínu. „Framtíð mín hefur ekkert breyst. Ég er í frábæru starfi og veit nákvæmlega hvert ég stefni með liðið. Tímabilið hefur ekki gengið sem skyldi en ég hef hugmyndir sem ég framkvæmi þegar tímapunkturinn er réttur. Það mikilvægasta núna er að vinna leikinn. Það er mikil trú í liðinu og það yrði gott fyrir okkur að vinna,“ sagði David Moyes.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu