Fyrstu íslensku dægurstjörnurnar 26. mars 2014 13:00 Sigurður Helgi Oddsson vinnur að rannsókn um M.A.-kvartettinn. Vísir/Úr einkasafni „Jón frá Ljárskógum og félaga hans í M.A.-kvartettinum mætti sennilega telja sem fyrstu dægurstjörnur Íslands,“ segir Sigurður Helgi Oddsson, listrænn stjórnandi og skipuleggjandi hátíðartónleika í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum sem fara fram í Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan átta í kvöld. Að sögn Sigurðar verður boðið upp á afar fjölbreytta dagskrá. „Þetta eru bæði þekkt lög við hans eigin ljóð, og svo frumsamin lög eftir hann sem hafa lítið eða ekkert heyrst. Mörg þeirra eru einstaklega falleg,“ útskýrir hann, en atriðin eru af ýmsum toga. Á tónleikunum verður einsöngur, dúett, kvartett og kór en meðal flytjenda má nefna Karlakór Reykjavíkur og nýstofnaðan söngkvartett í anda M.A.-kvartettsins. „Ég setti mig í samband við öflugt listafólk og stofnaði kvartett við þetta tilefni,“ bætir hann við, en lög sem M.A.-kvartettinn gerði fræg á sínum tíma munu heyrast í upprunalegri útsetningu þeirra í fyrsta sinn í 70 ár. Sigurður er sjálfur að vinna að rannsókn um M.A.-kvartettinn. „Eins og ég segi eru þetta fyrstu dægurstjörnur Íslands – þeir voru fyrstir til að koma fram og slá svona rækilega í gegn. Á þessum tíma var útvarpið nýkomið og ég hef stundum sagt að M.A.-kvartettinn hafi verið fyrir Ísland á fjórða áratugnum það sem Bítlarnir voru fyrir heiminn á þeim sjöunda,“ segir Sigurður og hlær. „Svo rækilega sló kvartettinn í gegn að fá hliðstæð dæmi er að finna í íslenskri tónlistarsögu. Jón var þar jafnan fremstur í flokki, bæði þeirra aðalsmerki og höfuðskáld. Í gegnum rannsóknir mínar um þessa merku tónlistarmenn komst ég að því að hann ætti hundrað ára afmæli um þessar mundir og vildi heiðra þá minningu og halda tónleika honum til heiðurs,“ segir Sigurður að lokum. Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Jón frá Ljárskógum og félaga hans í M.A.-kvartettinum mætti sennilega telja sem fyrstu dægurstjörnur Íslands,“ segir Sigurður Helgi Oddsson, listrænn stjórnandi og skipuleggjandi hátíðartónleika í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum sem fara fram í Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan átta í kvöld. Að sögn Sigurðar verður boðið upp á afar fjölbreytta dagskrá. „Þetta eru bæði þekkt lög við hans eigin ljóð, og svo frumsamin lög eftir hann sem hafa lítið eða ekkert heyrst. Mörg þeirra eru einstaklega falleg,“ útskýrir hann, en atriðin eru af ýmsum toga. Á tónleikunum verður einsöngur, dúett, kvartett og kór en meðal flytjenda má nefna Karlakór Reykjavíkur og nýstofnaðan söngkvartett í anda M.A.-kvartettsins. „Ég setti mig í samband við öflugt listafólk og stofnaði kvartett við þetta tilefni,“ bætir hann við, en lög sem M.A.-kvartettinn gerði fræg á sínum tíma munu heyrast í upprunalegri útsetningu þeirra í fyrsta sinn í 70 ár. Sigurður er sjálfur að vinna að rannsókn um M.A.-kvartettinn. „Eins og ég segi eru þetta fyrstu dægurstjörnur Íslands – þeir voru fyrstir til að koma fram og slá svona rækilega í gegn. Á þessum tíma var útvarpið nýkomið og ég hef stundum sagt að M.A.-kvartettinn hafi verið fyrir Ísland á fjórða áratugnum það sem Bítlarnir voru fyrir heiminn á þeim sjöunda,“ segir Sigurður og hlær. „Svo rækilega sló kvartettinn í gegn að fá hliðstæð dæmi er að finna í íslenskri tónlistarsögu. Jón var þar jafnan fremstur í flokki, bæði þeirra aðalsmerki og höfuðskáld. Í gegnum rannsóknir mínar um þessa merku tónlistarmenn komst ég að því að hann ætti hundrað ára afmæli um þessar mundir og vildi heiðra þá minningu og halda tónleika honum til heiðurs,“ segir Sigurður að lokum.
Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira