Stútfull af staðalímyndum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2014 10:00 Antboy Barnakvikmyndahátíðin Bíói Paradís Leikstjóri Ask Hasselbalch Danska verðlaunamyndin Antboy er sýnd á alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Bíói Paradís sem stendur til 30. mars. Ég fylgdist jafnt með krökkum og myndinni þar sem ungviðið er náttúrulega bestu gagnrýnendur á mynd sem ætluð er þeim. Börnin virtust skemmta sér vel – supu hveljur þegar við átti, hrukku við, hlógu og fundu til með aðalpersónunni, ungum dreng sem er veggjalús þangað til hann öðlast ofurhetjukrafta. Þessi mynd hélt mér líka þótt þessi saga hafi svo sem verið sögð oft áður. Hefði alveg eins getað heitið Köngulóarmaðurinn – yngri árin. Hún er vel gerð og standa ungu leikararnir sig frábærlega. Ég vil hins vegar setja út á eitt frekar stórt atriði. Mér fannst myndin helst til full af staðalímyndum. Litli strákurinn með rauða hárið sem enginn nennir að hanga með. Fallega stelpan með síða, ljósa hárið sem hann er ástfanginn af en hún lítur ekki við honum. Vinur hans, nördinn með gleraugu, sem er líka útundan. Og að sjálfsögðu er illmennið feitur, ljótur karlmaður og að lokum er það svo að fallega stúlkan er bjargarlaus og þarf litli strákurinn að bjarga henni. Ég hefði verið svo fegin ef þessar staðalímyndir hefðu verið rifnar í tætlur í þessari mynd sem miðuð er að framtíð þjóðarinnar. Þá hefði hún fengið fullt hús í mínum bókum.Niðurstaða: Krakkarnir skemmtu sér konunglega en fullmikið er af staðalímyndum fyrir minn smekk. Gagnrýni Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Antboy Barnakvikmyndahátíðin Bíói Paradís Leikstjóri Ask Hasselbalch Danska verðlaunamyndin Antboy er sýnd á alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Bíói Paradís sem stendur til 30. mars. Ég fylgdist jafnt með krökkum og myndinni þar sem ungviðið er náttúrulega bestu gagnrýnendur á mynd sem ætluð er þeim. Börnin virtust skemmta sér vel – supu hveljur þegar við átti, hrukku við, hlógu og fundu til með aðalpersónunni, ungum dreng sem er veggjalús þangað til hann öðlast ofurhetjukrafta. Þessi mynd hélt mér líka þótt þessi saga hafi svo sem verið sögð oft áður. Hefði alveg eins getað heitið Köngulóarmaðurinn – yngri árin. Hún er vel gerð og standa ungu leikararnir sig frábærlega. Ég vil hins vegar setja út á eitt frekar stórt atriði. Mér fannst myndin helst til full af staðalímyndum. Litli strákurinn með rauða hárið sem enginn nennir að hanga með. Fallega stelpan með síða, ljósa hárið sem hann er ástfanginn af en hún lítur ekki við honum. Vinur hans, nördinn með gleraugu, sem er líka útundan. Og að sjálfsögðu er illmennið feitur, ljótur karlmaður og að lokum er það svo að fallega stúlkan er bjargarlaus og þarf litli strákurinn að bjarga henni. Ég hefði verið svo fegin ef þessar staðalímyndir hefðu verið rifnar í tætlur í þessari mynd sem miðuð er að framtíð þjóðarinnar. Þá hefði hún fengið fullt hús í mínum bókum.Niðurstaða: Krakkarnir skemmtu sér konunglega en fullmikið er af staðalímyndum fyrir minn smekk.
Gagnrýni Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið