Hlýr faðmur Framsóknar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. apríl 2014 07:00 Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að undanskildum ráðherrunum og forseta Alþingis, eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um að móta viðskiptastefnu Íslands, sem feli í sér lægra vöruverð til hagsbóta fyrir neytendur. Með öðrum orðum eigi að lækka tolla, vörugjöld og skatta. Í greinargerð með tillögunni er margt sagt af viti. Þar er bent á að íslenzk stjórnvöld hafi fullt forræði á að lækka tolla einhliða. „Fram til þessa hefur stefna stjórnvalda verið að lækka ekki tolla nema á grundvelli gagnkvæmra ívilnana í gegnum Alþjóðaviðskiptastofnunina, EFTA eða með tvíhliða samningum,“ segja sjálfstæðisþingmennirnir. Það þýðir að stjórnvöld hafa ekki viljað fella niður tolla einhliða, heldur viljað fá tollalækkanir í viðskiptalöndum Íslands í staðinn. „Um leið og taka má undir mikilvægi þess að fjölga eigi fríverslunarsamningum og ýta undir fríverslun í heiminum á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana á sú viðleitni ekki að girða með öllu fyrir að íslensk stjórnvöld lækki álögur einhliða og án gagnkvæmra ívilnana,“ segja sjálfstæðisþingmennirnir tólf. „Það sjá allir fáránleika núverandi ástands,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þar var til umfjöllunar ástandið í tollamálum, þar sem ofurtollar eru lagðir á alls konar innfluttar búvörur, jafnvel þótt engar slíkar vörur séu framleiddar á Íslandi og innflutningurinn því ekki í samkeppni við neina innlenda framleiðslu. Þegar Guðlaugur Þór mælti fyrir þingsályktunartillögunni á Alþingi síðastliðið haust, sagði hann að þingmenn ættu að geta sameinazt um nýja stefnu í þessum efnum. „Ég mundi ætla að það eigi að vera forgangsmál hjá okkur að ganga þannig fram að eðlilegar nauðsynjavörur séu á jafnhagkvæmu verði og mögulegt er hér á landi,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Er einhver hér inni á móti þessu? Er einhver á móti þessu?“ Svarið fékkst skýrt og skorinort á Alþingi á mánudaginn, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, um hvort Sjálfstæðisflokkurinn styddi „svona hörmungarumgjörð um frjáls viðskipti og milliríkjaviðskipti í landinu“. Þingmaðurinn vísaði þar meðal annars til dæma um ofurtolla sem Félag atvinnurekenda og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt upp á síðkastið. Svar fjármálaráðherrans var skýrt og bergmálaði svör Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra í þinginu viku fyrr: „Stefnan er sú að við gerum minna af því sem hv. þingmaður talar um, þ.e. að fella einhliða niður tolla, og gerum meira af því að gera tvíhliða eða marghliða samninga um að opna markaði fyrir þær afurðir sem við framleiðum í landinu og stóraukin eftirspurn er eftir, ekki bara í Evrópu heldur á mörgum öðrum mörkuðum.“ Stefna formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherrans er með öðrum orðum sú sem meirihluti þingflokks hans telur úrelta. Af hverju ætli neytendasjónarmiðin í Sjálfstæðisflokknum nái ekki inn á borð ríkisstjórnarinnar? Líður sjálfstæðisráðherrunum svona vel í hlýjum faðmi Framsóknar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að undanskildum ráðherrunum og forseta Alþingis, eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um að móta viðskiptastefnu Íslands, sem feli í sér lægra vöruverð til hagsbóta fyrir neytendur. Með öðrum orðum eigi að lækka tolla, vörugjöld og skatta. Í greinargerð með tillögunni er margt sagt af viti. Þar er bent á að íslenzk stjórnvöld hafi fullt forræði á að lækka tolla einhliða. „Fram til þessa hefur stefna stjórnvalda verið að lækka ekki tolla nema á grundvelli gagnkvæmra ívilnana í gegnum Alþjóðaviðskiptastofnunina, EFTA eða með tvíhliða samningum,“ segja sjálfstæðisþingmennirnir. Það þýðir að stjórnvöld hafa ekki viljað fella niður tolla einhliða, heldur viljað fá tollalækkanir í viðskiptalöndum Íslands í staðinn. „Um leið og taka má undir mikilvægi þess að fjölga eigi fríverslunarsamningum og ýta undir fríverslun í heiminum á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana á sú viðleitni ekki að girða með öllu fyrir að íslensk stjórnvöld lækki álögur einhliða og án gagnkvæmra ívilnana,“ segja sjálfstæðisþingmennirnir tólf. „Það sjá allir fáránleika núverandi ástands,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þar var til umfjöllunar ástandið í tollamálum, þar sem ofurtollar eru lagðir á alls konar innfluttar búvörur, jafnvel þótt engar slíkar vörur séu framleiddar á Íslandi og innflutningurinn því ekki í samkeppni við neina innlenda framleiðslu. Þegar Guðlaugur Þór mælti fyrir þingsályktunartillögunni á Alþingi síðastliðið haust, sagði hann að þingmenn ættu að geta sameinazt um nýja stefnu í þessum efnum. „Ég mundi ætla að það eigi að vera forgangsmál hjá okkur að ganga þannig fram að eðlilegar nauðsynjavörur séu á jafnhagkvæmu verði og mögulegt er hér á landi,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Er einhver hér inni á móti þessu? Er einhver á móti þessu?“ Svarið fékkst skýrt og skorinort á Alþingi á mánudaginn, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, um hvort Sjálfstæðisflokkurinn styddi „svona hörmungarumgjörð um frjáls viðskipti og milliríkjaviðskipti í landinu“. Þingmaðurinn vísaði þar meðal annars til dæma um ofurtolla sem Félag atvinnurekenda og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt upp á síðkastið. Svar fjármálaráðherrans var skýrt og bergmálaði svör Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra í þinginu viku fyrr: „Stefnan er sú að við gerum minna af því sem hv. þingmaður talar um, þ.e. að fella einhliða niður tolla, og gerum meira af því að gera tvíhliða eða marghliða samninga um að opna markaði fyrir þær afurðir sem við framleiðum í landinu og stóraukin eftirspurn er eftir, ekki bara í Evrópu heldur á mörgum öðrum mörkuðum.“ Stefna formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherrans er með öðrum orðum sú sem meirihluti þingflokks hans telur úrelta. Af hverju ætli neytendasjónarmiðin í Sjálfstæðisflokknum nái ekki inn á borð ríkisstjórnarinnar? Líður sjálfstæðisráðherrunum svona vel í hlýjum faðmi Framsóknar?
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun