Íslenskar útgáfur í tilefni dagsins Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. apríl 2014 12:00 Ingvar Geirsson hjá Lucky Records hefur verið plötusali í um það bil níu ár. Fréttablaðið/Pjetur „Það eru svo margir tónlistarmenn sem eru aldir upp í plötubúðum. Þegar stafræna formið kom til sögunnar og plötubúðir fóru að loka um allan heim, fóru þessar sem eftir urðu að verða dálítið sérstakur vettvangur og mikil menningarstarfsemi sem fer þar fram. Það er svo gaman fyrir fólk að koma inn og hitta aðra sem eru að fást við það sama, eða að sjá þekkt andlit úr bransanum,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi Lucky Records, plötuverslunar á Rauðarárstíg, en alþjóðlegur dagur plötubúðanna er í dag, laugardag. „Deginum verður fagnað,“ segir Ingvar jafnframt, en meðal annars koma fram hljómsveitirnar Samaris og Epic Rain, tónlistarmaðurinn Futuregrapher og svo verður útgáfufyrirtækið Borg með svokallað dj-sett. „Svo verður haldið upp á daginn með alls konar sérstökum útgáfum. Of Monsters and Men ætla að gefa út tveggja laga, sjö tommu, vínylplötu, Ásgeir Trausti, og John Grant gefa einnig út sérstaka útgáfu á þessum degi. FM Belfast ætla að hafa sína nýju plötu fáanlega í plötubúðum, þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl, og Epic Rain gefur einnig út nýja plötu í dag, svo eitthvað sé nefnt. Það lendir reyndar þannig að dagurinn er á þessari páskahelgi, þannig að við erum í smá stríði við póstinn með að fá allt efnið til landsins fyrir þennan dag,“ segir Ingvar léttur í bragði. Ingvar segir mikla aukningu í útgáfu íslenskrar tónlistar. „Það er svo margt sem er að koma út, alls konar dót, margt sem er bara gefið út á vínyl og svona. En tölurnar eru samt langt frá því að vera þær sömu og voru fyrir tíu fimmtán árum síðan,“ útskýrir Ingvar, en hann hefur verið ein níu ár í bransanum. „Ég er gríðarlega mikill tónlistaráhugamaður og ég elska það sem ég geri. Það er rosalega gaman að hafa komið því þannig fyrir að geta gert þetta alla daga,“ segir Ingvar. Alþjóðlegi dagur plötubúðanna er haldin í fjórða sinn hátíðlega hér á landi, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk útgáfa verður þennan dag. „Stefnan er að stækka við sig og hafa enn þá meiri og skemmtilegri dagskrá á næsta ári,“ segir Ingvar að lokum. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Það eru svo margir tónlistarmenn sem eru aldir upp í plötubúðum. Þegar stafræna formið kom til sögunnar og plötubúðir fóru að loka um allan heim, fóru þessar sem eftir urðu að verða dálítið sérstakur vettvangur og mikil menningarstarfsemi sem fer þar fram. Það er svo gaman fyrir fólk að koma inn og hitta aðra sem eru að fást við það sama, eða að sjá þekkt andlit úr bransanum,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi Lucky Records, plötuverslunar á Rauðarárstíg, en alþjóðlegur dagur plötubúðanna er í dag, laugardag. „Deginum verður fagnað,“ segir Ingvar jafnframt, en meðal annars koma fram hljómsveitirnar Samaris og Epic Rain, tónlistarmaðurinn Futuregrapher og svo verður útgáfufyrirtækið Borg með svokallað dj-sett. „Svo verður haldið upp á daginn með alls konar sérstökum útgáfum. Of Monsters and Men ætla að gefa út tveggja laga, sjö tommu, vínylplötu, Ásgeir Trausti, og John Grant gefa einnig út sérstaka útgáfu á þessum degi. FM Belfast ætla að hafa sína nýju plötu fáanlega í plötubúðum, þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl, og Epic Rain gefur einnig út nýja plötu í dag, svo eitthvað sé nefnt. Það lendir reyndar þannig að dagurinn er á þessari páskahelgi, þannig að við erum í smá stríði við póstinn með að fá allt efnið til landsins fyrir þennan dag,“ segir Ingvar léttur í bragði. Ingvar segir mikla aukningu í útgáfu íslenskrar tónlistar. „Það er svo margt sem er að koma út, alls konar dót, margt sem er bara gefið út á vínyl og svona. En tölurnar eru samt langt frá því að vera þær sömu og voru fyrir tíu fimmtán árum síðan,“ útskýrir Ingvar, en hann hefur verið ein níu ár í bransanum. „Ég er gríðarlega mikill tónlistaráhugamaður og ég elska það sem ég geri. Það er rosalega gaman að hafa komið því þannig fyrir að geta gert þetta alla daga,“ segir Ingvar. Alþjóðlegi dagur plötubúðanna er haldin í fjórða sinn hátíðlega hér á landi, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk útgáfa verður þennan dag. „Stefnan er að stækka við sig og hafa enn þá meiri og skemmtilegri dagskrá á næsta ári,“ segir Ingvar að lokum.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira