Aukakjördæmaþingi var frestað í tvígang Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2014 07:00 Höfuðstöðvar Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fréttablaðið/Valli Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, flokkur forsætisráðherra í stærsta sveitarfélagi landsins, hefur verið án oddvita síðan 3. apríl síðastliðinn. Þá hætti Óskar Bergsson sem oddviti flokksins í borginni. Með því vildi hann axla ábyrgð á litlu fylgi flokksins í skoðanakönnunum í Reykjavík. Fylgi flokksins í könnunum hefur ekki verið nálægt því fylgi sem flokkurinn fékk í borginni í alþingiskosningum síðustu.Óskar BergssonFylgið mældist 3,3% í þjóðarpúlsi Gallup þann 22. nóvember. Sömu sögu er að segja af síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Á þessu sex mánaða tímabili hefur fylgið í borginni verið á bilinu 3-5 prósent. Þann 20. nóvember kynnti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sjö efstu frambjóðendur á lista flokksins til borgarstjórnarkosninga sem halda á í maí, fyrstur flokka. Óskari Bergssyni var stillt upp sem oddvita flokksins og Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur var stillt upp í annað sætið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Framsókn í borginni. Þann 3. apríl steig Óskar til hliðar sem oddviti, tveimur dögum áður en kjördæmaþing átti að koma saman og samþykkja listann. Því kjördæmaþingi, 5. apríl, var frestað. Guðni ÁgústssonHófst þá leitin að nýjum oddvita. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gaf að lokum kost á sér til að leiða lista flokksins. Það staðfesti síðan Guðni Ágústsson í hádegisfréttum Bylgjunnar, annan í páskum. Voru framboðsmálin komin það langt á veg að boðað hafði verið til kjördæmaþings í annað sinn í Reykjavík sumardaginn fyrsta, 24. apríl, þar sem til stóð að samþykkja nýjan lista með Guðna í broddi fylkingar. Daginn fyrir kjördæmaþing var þinginu frestað öðru sinni með stuttum fyrirvara eftir að Guðni hætti við að leiða listann. Guðrún Bryndís KarlsdóttirNú á þriðjudaginn, 29. apríl, er von á þriðja listanum frá Framsóknarflokknum og þriðja aukakjördæmaþing boðað. Þar á að samþykkja nýjan framboðslista til borgarstjórnar. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins, hefur gefið það út að listinn sé tilbúinn án þess að gefa það upp hver leiði listann. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins eins og hann var kynntur þann 20. nóvember, hefur lítið fengið að frétta um nýjan lista og verið haldið fyrir utan málið að eigin sögn. Guðrún Bryndís mun að öllum líkindum ekki taka sæti á listanum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, flokkur forsætisráðherra í stærsta sveitarfélagi landsins, hefur verið án oddvita síðan 3. apríl síðastliðinn. Þá hætti Óskar Bergsson sem oddviti flokksins í borginni. Með því vildi hann axla ábyrgð á litlu fylgi flokksins í skoðanakönnunum í Reykjavík. Fylgi flokksins í könnunum hefur ekki verið nálægt því fylgi sem flokkurinn fékk í borginni í alþingiskosningum síðustu.Óskar BergssonFylgið mældist 3,3% í þjóðarpúlsi Gallup þann 22. nóvember. Sömu sögu er að segja af síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Á þessu sex mánaða tímabili hefur fylgið í borginni verið á bilinu 3-5 prósent. Þann 20. nóvember kynnti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sjö efstu frambjóðendur á lista flokksins til borgarstjórnarkosninga sem halda á í maí, fyrstur flokka. Óskari Bergssyni var stillt upp sem oddvita flokksins og Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur var stillt upp í annað sætið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Framsókn í borginni. Þann 3. apríl steig Óskar til hliðar sem oddviti, tveimur dögum áður en kjördæmaþing átti að koma saman og samþykkja listann. Því kjördæmaþingi, 5. apríl, var frestað. Guðni ÁgústssonHófst þá leitin að nýjum oddvita. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gaf að lokum kost á sér til að leiða lista flokksins. Það staðfesti síðan Guðni Ágústsson í hádegisfréttum Bylgjunnar, annan í páskum. Voru framboðsmálin komin það langt á veg að boðað hafði verið til kjördæmaþings í annað sinn í Reykjavík sumardaginn fyrsta, 24. apríl, þar sem til stóð að samþykkja nýjan lista með Guðna í broddi fylkingar. Daginn fyrir kjördæmaþing var þinginu frestað öðru sinni með stuttum fyrirvara eftir að Guðni hætti við að leiða listann. Guðrún Bryndís KarlsdóttirNú á þriðjudaginn, 29. apríl, er von á þriðja listanum frá Framsóknarflokknum og þriðja aukakjördæmaþing boðað. Þar á að samþykkja nýjan framboðslista til borgarstjórnar. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins, hefur gefið það út að listinn sé tilbúinn án þess að gefa það upp hver leiði listann. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins eins og hann var kynntur þann 20. nóvember, hefur lítið fengið að frétta um nýjan lista og verið haldið fyrir utan málið að eigin sögn. Guðrún Bryndís mun að öllum líkindum ekki taka sæti á listanum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira