Maður er bara hálfsjokkeraður Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 28. apríl 2014 07:00 Victoria Wood og Ólafur Arnalds stilltu sér upp eftir að hafa verið verðlaunuð fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Broadchurch. Vísir/Getty Tónskáldið Ólafur Arnalds hlaut í gær sjónvarpsverðlaun BAFTA, Bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar. Ólafur sigraði í flokknum frumsamin tónlist í sjónvarpi, fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch sem sýndir voru á BBC og einnig á Stöð 2. „Mér líður bara gríðarlega vel. Þetta er geggjað, maður er bara hálfsjokkeraður,“ sagði Ólafur himinlifandi, skömmu eftir að hafa veitt verðlaununum viðtöku í Lundúnum í gærkvöldi. „Þetta kom mér svo mikið á óvart, ég hélt aldrei að ég myndi fá þetta. Ég er búinn að vera í sjokki í klukkutíma. Búinn að vera í hringiðu af fólki að grípa í mann og viðtölum.“ Vinna stendur nú yfir að annarri þáttaröð sem og bandarískri útgáfu af þáttunum. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Martin Phipps fyrir þættina Peaky Blinders, Mark Bradshaw fyrir Top of the Lake og Paul Englishby fyrir Luther. BAFTA heldur árlega hátíð og veitir verðlaun fyrir árangur í kvikmyndum, sjónvarpi, teiknimyndum og tölvuleikjum. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónskáldið Ólafur Arnalds hlaut í gær sjónvarpsverðlaun BAFTA, Bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar. Ólafur sigraði í flokknum frumsamin tónlist í sjónvarpi, fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch sem sýndir voru á BBC og einnig á Stöð 2. „Mér líður bara gríðarlega vel. Þetta er geggjað, maður er bara hálfsjokkeraður,“ sagði Ólafur himinlifandi, skömmu eftir að hafa veitt verðlaununum viðtöku í Lundúnum í gærkvöldi. „Þetta kom mér svo mikið á óvart, ég hélt aldrei að ég myndi fá þetta. Ég er búinn að vera í sjokki í klukkutíma. Búinn að vera í hringiðu af fólki að grípa í mann og viðtölum.“ Vinna stendur nú yfir að annarri þáttaröð sem og bandarískri útgáfu af þáttunum. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Martin Phipps fyrir þættina Peaky Blinders, Mark Bradshaw fyrir Top of the Lake og Paul Englishby fyrir Luther. BAFTA heldur árlega hátíð og veitir verðlaun fyrir árangur í kvikmyndum, sjónvarpi, teiknimyndum og tölvuleikjum.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira