Nýr hjartaknúsari fæddur Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. maí 2014 09:00 Guðmundur Þórarinsson er hér með einn af sínum bestu vinum, gítarinn. mynd/einkasafn „Ég samdi þetta lag þegar ég var að spila í Vestmannaeyjum sumarið 2012, eru ástarlög ekki alltaf tengd einhverri sérstakri manneskju,“ segir knattspyrnukappinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson en lag hans, sem nefnist Bálskotinn, hefur slegið í gegn á netinu. Lagið gaf hann út á Youtube fyrir um mánuði. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar, það er frábært að sjá að fólk er að fíla þetta.“ Lagið hafði gerjast í höfði Guðmundar í um eitt ár áður en hann hljóðritaði lagið. „Ég fékk aðstoð frá góðum vini mínum, Fannari Frey Magnússyni, en hann hefur verið mín hægri hönd í tónlistinni,“ bætir Guðmundur við. Lagið er meðal annars þekkt fyrir að vera eitt aðallagið af svokölluðum klefalögum hjá ýmsum íþróttafélögum, og þá sérstaklega í kvennadeildunum. Hann leikur knattspyrnu með Sarpsborg 08 í Noregi og hefur verið þar í rúmt ár. „Ég kann ágætlega við mig hérna og er aðeins að ná tökum á norskunni,“ segir Guðmundur spurður út í lífið í Noregi. Hann hefur samið eitt lag á norsku. „Ég á góðan vin sem aðstoðaði mig við að semja norskan texta, það er samt mjög langt í að það fari á Youtube,“ segir Guðmundur og hlær.Bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir á góðri stundu.mynd/einkasafnHann hefur flutt tónlist sína í norskum fjölmiðlum en sækist þó lítið eftir því að skemmta í norskum fjölmiðlum eða á norskum skemmtistöðum. „Aðstandendur liðsins eru oft að reyna að fá mig til þess að syngja og spila hér og þar en stundum verður maður bara að kunna að segja nei.“ Þá má meðal annars finna myndbönd af honum leika tónlist sína á vefsíðu norska ríkisútvarpsins, NRK. Hann langar að starfa við tónlistina samhliða knattspyrnunni í framtíðinni og hefur nú þegar samið um tíu lög. „Öll lögin sem ég hef samið eru frekar hress og skemmtileg, ætli ástæðan sé ekki sú að ég er frekar hress náungi sjálfur.“ Hans helstu fyrirmyndir fyrir utan bróður hans, Ingólf Þórarinsson eða Ingó Veðurguð, eru Justin Timberlake, Jón Jónsson og Friðrik Dór svo nokkrar séu nefndar. „Ég hlusta mikið á íslenska tónlist og finnst mikilvægt að syngja á íslensku. Það er svo magnað að tala tungumál sem aðeins um þrjú til fjögur hundruð þúsund manns kunna og við eigum að vera stolt af tungumálinu okkar,“ bætir Guðmundur við. Hann segist þó ekki hafa hugsað út í það að gefa út plötu á næstunni. „Ég ætla að sjá til hvað gerist, þetta kemur bara í ljós.“ Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég samdi þetta lag þegar ég var að spila í Vestmannaeyjum sumarið 2012, eru ástarlög ekki alltaf tengd einhverri sérstakri manneskju,“ segir knattspyrnukappinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson en lag hans, sem nefnist Bálskotinn, hefur slegið í gegn á netinu. Lagið gaf hann út á Youtube fyrir um mánuði. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar, það er frábært að sjá að fólk er að fíla þetta.“ Lagið hafði gerjast í höfði Guðmundar í um eitt ár áður en hann hljóðritaði lagið. „Ég fékk aðstoð frá góðum vini mínum, Fannari Frey Magnússyni, en hann hefur verið mín hægri hönd í tónlistinni,“ bætir Guðmundur við. Lagið er meðal annars þekkt fyrir að vera eitt aðallagið af svokölluðum klefalögum hjá ýmsum íþróttafélögum, og þá sérstaklega í kvennadeildunum. Hann leikur knattspyrnu með Sarpsborg 08 í Noregi og hefur verið þar í rúmt ár. „Ég kann ágætlega við mig hérna og er aðeins að ná tökum á norskunni,“ segir Guðmundur spurður út í lífið í Noregi. Hann hefur samið eitt lag á norsku. „Ég á góðan vin sem aðstoðaði mig við að semja norskan texta, það er samt mjög langt í að það fari á Youtube,“ segir Guðmundur og hlær.Bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir á góðri stundu.mynd/einkasafnHann hefur flutt tónlist sína í norskum fjölmiðlum en sækist þó lítið eftir því að skemmta í norskum fjölmiðlum eða á norskum skemmtistöðum. „Aðstandendur liðsins eru oft að reyna að fá mig til þess að syngja og spila hér og þar en stundum verður maður bara að kunna að segja nei.“ Þá má meðal annars finna myndbönd af honum leika tónlist sína á vefsíðu norska ríkisútvarpsins, NRK. Hann langar að starfa við tónlistina samhliða knattspyrnunni í framtíðinni og hefur nú þegar samið um tíu lög. „Öll lögin sem ég hef samið eru frekar hress og skemmtileg, ætli ástæðan sé ekki sú að ég er frekar hress náungi sjálfur.“ Hans helstu fyrirmyndir fyrir utan bróður hans, Ingólf Þórarinsson eða Ingó Veðurguð, eru Justin Timberlake, Jón Jónsson og Friðrik Dór svo nokkrar séu nefndar. „Ég hlusta mikið á íslenska tónlist og finnst mikilvægt að syngja á íslensku. Það er svo magnað að tala tungumál sem aðeins um þrjú til fjögur hundruð þúsund manns kunna og við eigum að vera stolt af tungumálinu okkar,“ bætir Guðmundur við. Hann segist þó ekki hafa hugsað út í það að gefa út plötu á næstunni. „Ég ætla að sjá til hvað gerist, þetta kemur bara í ljós.“
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira