Nýr hjartaknúsari fæddur Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. maí 2014 09:00 Guðmundur Þórarinsson er hér með einn af sínum bestu vinum, gítarinn. mynd/einkasafn „Ég samdi þetta lag þegar ég var að spila í Vestmannaeyjum sumarið 2012, eru ástarlög ekki alltaf tengd einhverri sérstakri manneskju,“ segir knattspyrnukappinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson en lag hans, sem nefnist Bálskotinn, hefur slegið í gegn á netinu. Lagið gaf hann út á Youtube fyrir um mánuði. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar, það er frábært að sjá að fólk er að fíla þetta.“ Lagið hafði gerjast í höfði Guðmundar í um eitt ár áður en hann hljóðritaði lagið. „Ég fékk aðstoð frá góðum vini mínum, Fannari Frey Magnússyni, en hann hefur verið mín hægri hönd í tónlistinni,“ bætir Guðmundur við. Lagið er meðal annars þekkt fyrir að vera eitt aðallagið af svokölluðum klefalögum hjá ýmsum íþróttafélögum, og þá sérstaklega í kvennadeildunum. Hann leikur knattspyrnu með Sarpsborg 08 í Noregi og hefur verið þar í rúmt ár. „Ég kann ágætlega við mig hérna og er aðeins að ná tökum á norskunni,“ segir Guðmundur spurður út í lífið í Noregi. Hann hefur samið eitt lag á norsku. „Ég á góðan vin sem aðstoðaði mig við að semja norskan texta, það er samt mjög langt í að það fari á Youtube,“ segir Guðmundur og hlær.Bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir á góðri stundu.mynd/einkasafnHann hefur flutt tónlist sína í norskum fjölmiðlum en sækist þó lítið eftir því að skemmta í norskum fjölmiðlum eða á norskum skemmtistöðum. „Aðstandendur liðsins eru oft að reyna að fá mig til þess að syngja og spila hér og þar en stundum verður maður bara að kunna að segja nei.“ Þá má meðal annars finna myndbönd af honum leika tónlist sína á vefsíðu norska ríkisútvarpsins, NRK. Hann langar að starfa við tónlistina samhliða knattspyrnunni í framtíðinni og hefur nú þegar samið um tíu lög. „Öll lögin sem ég hef samið eru frekar hress og skemmtileg, ætli ástæðan sé ekki sú að ég er frekar hress náungi sjálfur.“ Hans helstu fyrirmyndir fyrir utan bróður hans, Ingólf Þórarinsson eða Ingó Veðurguð, eru Justin Timberlake, Jón Jónsson og Friðrik Dór svo nokkrar séu nefndar. „Ég hlusta mikið á íslenska tónlist og finnst mikilvægt að syngja á íslensku. Það er svo magnað að tala tungumál sem aðeins um þrjú til fjögur hundruð þúsund manns kunna og við eigum að vera stolt af tungumálinu okkar,“ bætir Guðmundur við. Hann segist þó ekki hafa hugsað út í það að gefa út plötu á næstunni. „Ég ætla að sjá til hvað gerist, þetta kemur bara í ljós.“ Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég samdi þetta lag þegar ég var að spila í Vestmannaeyjum sumarið 2012, eru ástarlög ekki alltaf tengd einhverri sérstakri manneskju,“ segir knattspyrnukappinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson en lag hans, sem nefnist Bálskotinn, hefur slegið í gegn á netinu. Lagið gaf hann út á Youtube fyrir um mánuði. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar, það er frábært að sjá að fólk er að fíla þetta.“ Lagið hafði gerjast í höfði Guðmundar í um eitt ár áður en hann hljóðritaði lagið. „Ég fékk aðstoð frá góðum vini mínum, Fannari Frey Magnússyni, en hann hefur verið mín hægri hönd í tónlistinni,“ bætir Guðmundur við. Lagið er meðal annars þekkt fyrir að vera eitt aðallagið af svokölluðum klefalögum hjá ýmsum íþróttafélögum, og þá sérstaklega í kvennadeildunum. Hann leikur knattspyrnu með Sarpsborg 08 í Noregi og hefur verið þar í rúmt ár. „Ég kann ágætlega við mig hérna og er aðeins að ná tökum á norskunni,“ segir Guðmundur spurður út í lífið í Noregi. Hann hefur samið eitt lag á norsku. „Ég á góðan vin sem aðstoðaði mig við að semja norskan texta, það er samt mjög langt í að það fari á Youtube,“ segir Guðmundur og hlær.Bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir á góðri stundu.mynd/einkasafnHann hefur flutt tónlist sína í norskum fjölmiðlum en sækist þó lítið eftir því að skemmta í norskum fjölmiðlum eða á norskum skemmtistöðum. „Aðstandendur liðsins eru oft að reyna að fá mig til þess að syngja og spila hér og þar en stundum verður maður bara að kunna að segja nei.“ Þá má meðal annars finna myndbönd af honum leika tónlist sína á vefsíðu norska ríkisútvarpsins, NRK. Hann langar að starfa við tónlistina samhliða knattspyrnunni í framtíðinni og hefur nú þegar samið um tíu lög. „Öll lögin sem ég hef samið eru frekar hress og skemmtileg, ætli ástæðan sé ekki sú að ég er frekar hress náungi sjálfur.“ Hans helstu fyrirmyndir fyrir utan bróður hans, Ingólf Þórarinsson eða Ingó Veðurguð, eru Justin Timberlake, Jón Jónsson og Friðrik Dór svo nokkrar séu nefndar. „Ég hlusta mikið á íslenska tónlist og finnst mikilvægt að syngja á íslensku. Það er svo magnað að tala tungumál sem aðeins um þrjú til fjögur hundruð þúsund manns kunna og við eigum að vera stolt af tungumálinu okkar,“ bætir Guðmundur við. Hann segist þó ekki hafa hugsað út í það að gefa út plötu á næstunni. „Ég ætla að sjá til hvað gerist, þetta kemur bara í ljós.“
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira