Þúsundir bíða eftir að fá hjálp Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 17. maí 2014 00:01 Íbúar í Obrenovac, sem er 40 km vestan við Belgrad, höfuðborg Serbíu, vaða vatnselginn. Vísir/AFP Á flóðasvæðunum á Balkanskaga biðu þúsundir í gær uppi á þökum húsa sinna eftir björgun. Yfirvöld í Bosníu-Hersegóvínu og Serbíu segja flóðin sem þar hafa verið undanfarna daga þau verstu frá því að mælingar hófust fyrir 120 árum. Í gær var greint frá því að að minnsta kosti þrír hefðu drukknað. Í Serbíu hefur neyðarástandi verið lýst yfir í sextán borgum. Í Bosníu-Hersegóvínu hafa hús grafist undir aurskriðum í fjölda borga og bæja. Víða er rafmagnslaust á flóðasvæðunum. Sveitir á vegum Evrópusambandsins, sem taka þátt í björgunarstörfunum í Bosníu-Hersegóvínu, sögðu í gær að hvorki þær né innlendar hersveitir kæmust á sum flóðasvæðin nema með flugi. Í fréttum í gær var greint frá því að þyrlur hefðu ekki getað farið í loftið vegna lélegs skyggnis og sterkra vinda. Björgunarsveitir komust þess vegna ekki til margra bæja sem eru alveg einangraðir þar sem samgöngur hafa rofnað. Yfirvöld í Serbíu sögðu að tekist hefði að bjarga 4.000 manns af flóðasvæðunum. Veðurfræðingar vöruðu við frekari flóðum. Spáð er enn meiri úrkomu og sterkum vindum. Vladimir Pavlovic, sem starfað hefur fyrir serbnesku rétttrúnaðarkirkjuna á Íslandi, kveðst vona að ekki verði frekara manntjón vegna flóðanna. Hann segir fólk úr þorpum nálægt heimaslóðum hans hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Aðstoð hefur borist víða að, til dæmis komu 70 björgunarsveitarmenn með flugvél frá Rússlandi og þyrlur hafa komið frá Slóveníu.“ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Á flóðasvæðunum á Balkanskaga biðu þúsundir í gær uppi á þökum húsa sinna eftir björgun. Yfirvöld í Bosníu-Hersegóvínu og Serbíu segja flóðin sem þar hafa verið undanfarna daga þau verstu frá því að mælingar hófust fyrir 120 árum. Í gær var greint frá því að að minnsta kosti þrír hefðu drukknað. Í Serbíu hefur neyðarástandi verið lýst yfir í sextán borgum. Í Bosníu-Hersegóvínu hafa hús grafist undir aurskriðum í fjölda borga og bæja. Víða er rafmagnslaust á flóðasvæðunum. Sveitir á vegum Evrópusambandsins, sem taka þátt í björgunarstörfunum í Bosníu-Hersegóvínu, sögðu í gær að hvorki þær né innlendar hersveitir kæmust á sum flóðasvæðin nema með flugi. Í fréttum í gær var greint frá því að þyrlur hefðu ekki getað farið í loftið vegna lélegs skyggnis og sterkra vinda. Björgunarsveitir komust þess vegna ekki til margra bæja sem eru alveg einangraðir þar sem samgöngur hafa rofnað. Yfirvöld í Serbíu sögðu að tekist hefði að bjarga 4.000 manns af flóðasvæðunum. Veðurfræðingar vöruðu við frekari flóðum. Spáð er enn meiri úrkomu og sterkum vindum. Vladimir Pavlovic, sem starfað hefur fyrir serbnesku rétttrúnaðarkirkjuna á Íslandi, kveðst vona að ekki verði frekara manntjón vegna flóðanna. Hann segir fólk úr þorpum nálægt heimaslóðum hans hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Aðstoð hefur borist víða að, til dæmis komu 70 björgunarsveitarmenn með flugvél frá Rússlandi og þyrlur hafa komið frá Slóveníu.“
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila