Speglar samtímann og söguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 14:30 "Á veggjunum snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir Rax. Fréttablaðið/GVA „Sýningin er svona yfirlit yfir árin. Úr ævintýraferðum og úr sögunni,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um sýninguna Spegill lífsins, sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardaginn. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið við opnunina því þá verði hann kominn til Grænlands. Á veggjunum eru stórar myndir úr bókunum hans, af heimi og lífsbaráttu veiðimanna á Grænlandi, bænda og sjómanna á Íslandi og í Færeyjum og frá Síberíu. Svo eru fréttamyndir á einum vegg. „Fréttamyndirnar eru frá þeim tíma sem við vorum alltaf á ferðinni,“ segir hann. „Frá Eystrasaltsríkjunum á tímamótum, skipsströndum og eldgosum. Brot af þessu. Nokkuð flott sýnishorn bæði af nýju og gömlu.“ Talandi um gamalt. Ragnar segir þrjá glerkassa á sýningunni með litlum myndum frá því hann var að byrja. „Sumar eru frá Kvískerjum í Öræfum þar sem ég var á sumrin sem strákur. Þar byrjaði þetta allt. Ég smíðaði mér kassa til að vera í við að taka myndir af skúmum á hreiðrum. Þá uppgötvaði ég að fuglar kunna bara að telja upp að einum. Ef ég fór einn í kassann þá settust fuglarnir ekki á hreiðrin en ef Hálfdán eða Helgi á Kvískerjum voru með mér og gengu til baka þá settust fuglarnir og ég gat myndað. Þetta var paradís og þarna hófst minn ferill. Svo kenndi pabbi mér að framkalla þegar ég kom heim.“ Ragnar tekur fram að á veggjunum sé verið að spegla samtímann og söguna. „Þar snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir hann ákveðinn. Þess má geta að um þessar mundir kemur út ný ljósmyndabók Ragnars í hinni þekktu frönsku ljósmyndabókaritröð Photo Poche. Hérlendis verður bókin gefin út á ensku af útgefanda Ragnars, Crymogeu. Sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2014 og stendur til 7. september. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Sýningin er svona yfirlit yfir árin. Úr ævintýraferðum og úr sögunni,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um sýninguna Spegill lífsins, sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardaginn. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið við opnunina því þá verði hann kominn til Grænlands. Á veggjunum eru stórar myndir úr bókunum hans, af heimi og lífsbaráttu veiðimanna á Grænlandi, bænda og sjómanna á Íslandi og í Færeyjum og frá Síberíu. Svo eru fréttamyndir á einum vegg. „Fréttamyndirnar eru frá þeim tíma sem við vorum alltaf á ferðinni,“ segir hann. „Frá Eystrasaltsríkjunum á tímamótum, skipsströndum og eldgosum. Brot af þessu. Nokkuð flott sýnishorn bæði af nýju og gömlu.“ Talandi um gamalt. Ragnar segir þrjá glerkassa á sýningunni með litlum myndum frá því hann var að byrja. „Sumar eru frá Kvískerjum í Öræfum þar sem ég var á sumrin sem strákur. Þar byrjaði þetta allt. Ég smíðaði mér kassa til að vera í við að taka myndir af skúmum á hreiðrum. Þá uppgötvaði ég að fuglar kunna bara að telja upp að einum. Ef ég fór einn í kassann þá settust fuglarnir ekki á hreiðrin en ef Hálfdán eða Helgi á Kvískerjum voru með mér og gengu til baka þá settust fuglarnir og ég gat myndað. Þetta var paradís og þarna hófst minn ferill. Svo kenndi pabbi mér að framkalla þegar ég kom heim.“ Ragnar tekur fram að á veggjunum sé verið að spegla samtímann og söguna. „Þar snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir hann ákveðinn. Þess má geta að um þessar mundir kemur út ný ljósmyndabók Ragnars í hinni þekktu frönsku ljósmyndabókaritröð Photo Poche. Hérlendis verður bókin gefin út á ensku af útgefanda Ragnars, Crymogeu. Sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2014 og stendur til 7. september.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira