Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 07:00 Atvikið gerðist á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem sjúklingur var að jafna sig eftir hjartaaðgerð. vísir/gva Íslenskur heilbrigðisstarfsmaður hefur í fyrsta skipti verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna vanrækslu eða mistaka sem hann gerði í starfi. Í gær gaf ríkissaksóknari út skaðabótakröfu á hendur Landspítala og refsikröfu á hendur hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild spítalans vegna manndráps af gáleysi. Atvikið átti sér stað í október árið 2012. Sjúklingurinn var að jafna sig eftir hjartaaðgerð og var með slöngu, eða svokallaðan ventil, í hálsinum sem þurfti að losa reglulega. Heimildir Fréttablaðsins herma að það hafi af einhverjum ástæðum gleymst að losa hann og því hafi maðurinn kafnað og látið lífið. Við dauðsfallið létu starfsmenn spítalans strax vita að grunur léki á að mistök hefðu valdið dauða mannsins og í kjölfarið var gerð rannsókn á vegum Landlæknisembættisins og lögreglunnar. Niðurstaða rannsóknar spítalans var að margir samverkandi þættir hefðu valdið mistökum en það er algengasta ástæða mistaka í heilbrigðiskerfinu. Það þýðir að samspil umhverfis, starfsmanna, aðstæðna og í sumum tilfellum sjúklingsins sjálfs skapi augnablik eða kringumstæður þar sem mistök eiga sér stað. Eftir að lögreglurannsókn lauk var málið sent á borð ríkissaksóknara og nú, tæpu hálfu ári seinna, hefur verið gefin út ákæra í málinu. Yfirmönnum spítalans er mjög brugðið og lýsa stöðunni sem mikilli óvissu fyrir heilbrigðisstarfsmenn. „Þetta eru ákveðin tímamót, ákveðnar krossgötur,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. „Við erum manneskjur og gerum mistök. Í heilbrigðiskerfinu eru afleiðingarnar aftur á móti alvarlegri en í flestum öðrum störfum. Við höfum síðustu ár reynt að efla öryggismenninguna innan spítalans með því að opna umræðuna um mistök og hvetja fólk til að láta vita af öllu sem fer miður.“ Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir mikla óvissu ríkja á spítalanum Sigríður segir að til þess að hægt sé að læra af mistökunum þurfi starfsmenn að þora að viðurkenna þau og treysta því að faglega sé tekið á málinu. „Í þessu tiltekna máli brugðust starfsmenn hárrétt við og allir sýndu það traust og heiðarleika sem fyrirfinnst í öryggismenningu.“ Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir hefur farið í leyfi og getur Sigríður ekki tjáð sig um líðan hennar og stöðu frekar. „En ég get reynt að setja mig í hennar spor og ímyndað mér hvernig það er að vera fyrsti íslenski heilbrigðisstarfsmaðurinn sem fær á sig ákæru í sakamáli. Ég held að allir starfsmenn spítalans finni til með henni núna.“ Getur varðað allt að sex ára fangelsi Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að sex árum, samkvæmt 215. grein almennra hegningarlaga. Jón Þór Ólason hæstaréttalögmaður segir dóma byggja fyrst og fremst á hvort gáleysið sé meðvitað eða ómeðvitað, stórkostlegt eða einfalt og hversu alvarlegar afleiðingarnar eru. Einnig séu ríkari kröfur gerðar til sérfræðinga við gáleysismat og hversu mikið háttsemin hafi verið frávik frá starfsháttum, aðgæslu og þekkingu sakbornings. Þyngsti dómur sem hefur fallið á Íslandi vegna manndráps af gáleysi er þriggja ára fangelsi. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Lærdómur frekar en refsing 21. desember 2013 06:15 Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Læknamistök á gjörgæslu: Ekkjan vill ekki kæra: "Við erum öll mannleg og getum gert mistök" Ekkja manns sem lést vegna læknamistaka á gjörgæsludeild Landspítalans í fyrra vill ekki að hjúkrunarfræðingur sem sinnti honum verði ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Börn hans eru á sama máli en fjölskyldan hyggst fara fram á skaðabætur. 21. desember 2013 20:00 Óttast að ákæra muni breyta heilbrigðiskerfinu Stjórnendur Landspítalans vilja byggja upp menningu meðal starfsmanna sem hvetur þá til að tilkynna öll mistök. Á næstunni kemur í ljós hvort heilbrigðisstarfsmaður verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 20. desember 2013 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Íslenskur heilbrigðisstarfsmaður hefur í fyrsta skipti verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna vanrækslu eða mistaka sem hann gerði í starfi. Í gær gaf ríkissaksóknari út skaðabótakröfu á hendur Landspítala og refsikröfu á hendur hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild spítalans vegna manndráps af gáleysi. Atvikið átti sér stað í október árið 2012. Sjúklingurinn var að jafna sig eftir hjartaaðgerð og var með slöngu, eða svokallaðan ventil, í hálsinum sem þurfti að losa reglulega. Heimildir Fréttablaðsins herma að það hafi af einhverjum ástæðum gleymst að losa hann og því hafi maðurinn kafnað og látið lífið. Við dauðsfallið létu starfsmenn spítalans strax vita að grunur léki á að mistök hefðu valdið dauða mannsins og í kjölfarið var gerð rannsókn á vegum Landlæknisembættisins og lögreglunnar. Niðurstaða rannsóknar spítalans var að margir samverkandi þættir hefðu valdið mistökum en það er algengasta ástæða mistaka í heilbrigðiskerfinu. Það þýðir að samspil umhverfis, starfsmanna, aðstæðna og í sumum tilfellum sjúklingsins sjálfs skapi augnablik eða kringumstæður þar sem mistök eiga sér stað. Eftir að lögreglurannsókn lauk var málið sent á borð ríkissaksóknara og nú, tæpu hálfu ári seinna, hefur verið gefin út ákæra í málinu. Yfirmönnum spítalans er mjög brugðið og lýsa stöðunni sem mikilli óvissu fyrir heilbrigðisstarfsmenn. „Þetta eru ákveðin tímamót, ákveðnar krossgötur,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. „Við erum manneskjur og gerum mistök. Í heilbrigðiskerfinu eru afleiðingarnar aftur á móti alvarlegri en í flestum öðrum störfum. Við höfum síðustu ár reynt að efla öryggismenninguna innan spítalans með því að opna umræðuna um mistök og hvetja fólk til að láta vita af öllu sem fer miður.“ Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir mikla óvissu ríkja á spítalanum Sigríður segir að til þess að hægt sé að læra af mistökunum þurfi starfsmenn að þora að viðurkenna þau og treysta því að faglega sé tekið á málinu. „Í þessu tiltekna máli brugðust starfsmenn hárrétt við og allir sýndu það traust og heiðarleika sem fyrirfinnst í öryggismenningu.“ Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir hefur farið í leyfi og getur Sigríður ekki tjáð sig um líðan hennar og stöðu frekar. „En ég get reynt að setja mig í hennar spor og ímyndað mér hvernig það er að vera fyrsti íslenski heilbrigðisstarfsmaðurinn sem fær á sig ákæru í sakamáli. Ég held að allir starfsmenn spítalans finni til með henni núna.“ Getur varðað allt að sex ára fangelsi Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að sex árum, samkvæmt 215. grein almennra hegningarlaga. Jón Þór Ólason hæstaréttalögmaður segir dóma byggja fyrst og fremst á hvort gáleysið sé meðvitað eða ómeðvitað, stórkostlegt eða einfalt og hversu alvarlegar afleiðingarnar eru. Einnig séu ríkari kröfur gerðar til sérfræðinga við gáleysismat og hversu mikið háttsemin hafi verið frávik frá starfsháttum, aðgæslu og þekkingu sakbornings. Þyngsti dómur sem hefur fallið á Íslandi vegna manndráps af gáleysi er þriggja ára fangelsi.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Lærdómur frekar en refsing 21. desember 2013 06:15 Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Læknamistök á gjörgæslu: Ekkjan vill ekki kæra: "Við erum öll mannleg og getum gert mistök" Ekkja manns sem lést vegna læknamistaka á gjörgæsludeild Landspítalans í fyrra vill ekki að hjúkrunarfræðingur sem sinnti honum verði ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Börn hans eru á sama máli en fjölskyldan hyggst fara fram á skaðabætur. 21. desember 2013 20:00 Óttast að ákæra muni breyta heilbrigðiskerfinu Stjórnendur Landspítalans vilja byggja upp menningu meðal starfsmanna sem hvetur þá til að tilkynna öll mistök. Á næstunni kemur í ljós hvort heilbrigðisstarfsmaður verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 20. desember 2013 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20
Læknamistök á gjörgæslu: Ekkjan vill ekki kæra: "Við erum öll mannleg og getum gert mistök" Ekkja manns sem lést vegna læknamistaka á gjörgæsludeild Landspítalans í fyrra vill ekki að hjúkrunarfræðingur sem sinnti honum verði ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Börn hans eru á sama máli en fjölskyldan hyggst fara fram á skaðabætur. 21. desember 2013 20:00
Óttast að ákæra muni breyta heilbrigðiskerfinu Stjórnendur Landspítalans vilja byggja upp menningu meðal starfsmanna sem hvetur þá til að tilkynna öll mistök. Á næstunni kemur í ljós hvort heilbrigðisstarfsmaður verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 20. desember 2013 07:00