7000 fleiri fóru í nýja Vesturbæjarlaug Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2014 00:01 Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, stendur hér við nýja pottinn sem er þétt setinn þrátt fyrir að myndin sé tekin á miðjum virkum degi. VÍSIR/GVA Rúmlega sjö þúsund fleiri heimsóttu Vesturbæjarlaug núna í apríl en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má þakka opnun nýs heits potts og annarra endurbóta sem staðið hafa yfir í lauginni. Um 160 milljónir fóru í endurbæturnar sem meðal annars fólu í sér að svæði laugarinnar var stækkað umtalsvert, gluggum var komið fyrir í girðingu hennar og kvennaklefi laugarinnar fékk yfirhalningu. Nú standa yfir endurbætur á karlaklefa laugarinnar og hafa allar flísar og sturtur verið fjarlægðar, auk þess sem skipt hefur verið um salerni. Búist er við því að framkvæmdum í karlaklefanum verði lokið eftir miðjan júlí. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að mikla aukningu megi líka sjá í maímánuði þrátt fyrir að lokatölur liggi ekki fyrir. „Við sjáum það bara á tölunum sem koma í kassann. Ég reikna með því að þetta sé 25-30 prósenta aukning. Það get ég staðfest.“ Hann segir starfsfólk Vesturbæjarlaugar ánægt með breytingarnar. „Það er mikið álag á starfsfólkinu og mikið að gera en okkur leiðist ekki í vinnunni.“ Yfirstandandi framkvæmdir í karlaklefanum hafa ekki haft áhrif á aðsókn fólks að lauginni. Hafliði segir að það auki þó álag á sundlaugina töluvert að karlkyns gestir laugarinnar þurfi allir að nýta sér útiklefann. Í Vesturbæjarlaug voru fjórir heitir pottar staðsettir undir skjólgirðingu. „Í gömlu pottunum var sólin farin um fjögurleytið,“ segir Hafliði. „Nú eru gömlu pottarnir hins vegar komnir með sólina fram undir kvöld. Svo er alltaf sól í nýja pottinum.“ Í apríl í fyrra heimsóttu tuttugu þúsund manns Vesturbæjarlaug. Fjölgun um sjö þúsund er því gríðarleg en tekið skal með í reikninginn að nýi potturinn var ekki opnaður fyrr en 10. apríl svo einungis er um 20 daga að ræða. Þrátt fyrir mikla aukningu munu aðsóknarmetin ekki borga framkvæmdirnar niður. „Það kostar 600 krónur í sund en til að svara raunverulegum kostnaði þyrfti að kosta miklu meira í sund. Verðið er niðurgreitt. Þessar framkvæmdir verða því ekki greiddar niður með aðsóknargjöldum,“ segir Hafliði. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Rúmlega sjö þúsund fleiri heimsóttu Vesturbæjarlaug núna í apríl en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má þakka opnun nýs heits potts og annarra endurbóta sem staðið hafa yfir í lauginni. Um 160 milljónir fóru í endurbæturnar sem meðal annars fólu í sér að svæði laugarinnar var stækkað umtalsvert, gluggum var komið fyrir í girðingu hennar og kvennaklefi laugarinnar fékk yfirhalningu. Nú standa yfir endurbætur á karlaklefa laugarinnar og hafa allar flísar og sturtur verið fjarlægðar, auk þess sem skipt hefur verið um salerni. Búist er við því að framkvæmdum í karlaklefanum verði lokið eftir miðjan júlí. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að mikla aukningu megi líka sjá í maímánuði þrátt fyrir að lokatölur liggi ekki fyrir. „Við sjáum það bara á tölunum sem koma í kassann. Ég reikna með því að þetta sé 25-30 prósenta aukning. Það get ég staðfest.“ Hann segir starfsfólk Vesturbæjarlaugar ánægt með breytingarnar. „Það er mikið álag á starfsfólkinu og mikið að gera en okkur leiðist ekki í vinnunni.“ Yfirstandandi framkvæmdir í karlaklefanum hafa ekki haft áhrif á aðsókn fólks að lauginni. Hafliði segir að það auki þó álag á sundlaugina töluvert að karlkyns gestir laugarinnar þurfi allir að nýta sér útiklefann. Í Vesturbæjarlaug voru fjórir heitir pottar staðsettir undir skjólgirðingu. „Í gömlu pottunum var sólin farin um fjögurleytið,“ segir Hafliði. „Nú eru gömlu pottarnir hins vegar komnir með sólina fram undir kvöld. Svo er alltaf sól í nýja pottinum.“ Í apríl í fyrra heimsóttu tuttugu þúsund manns Vesturbæjarlaug. Fjölgun um sjö þúsund er því gríðarleg en tekið skal með í reikninginn að nýi potturinn var ekki opnaður fyrr en 10. apríl svo einungis er um 20 daga að ræða. Þrátt fyrir mikla aukningu munu aðsóknarmetin ekki borga framkvæmdirnar niður. „Það kostar 600 krónur í sund en til að svara raunverulegum kostnaði þyrfti að kosta miklu meira í sund. Verðið er niðurgreitt. Þessar framkvæmdir verða því ekki greiddar niður með aðsóknargjöldum,“ segir Hafliði.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira