Hálfvitarnir renna blint í sjóinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2014 09:00 Ljótu hálfvitarnir eru þekktir fyrir að vera gamansamir. Mynd/Heiðar Kristjánsson „Þetta verður einhver kaos. Við rennum dásamlega blint í sjóinn,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Sveitin heldur tónleika á Café Rosenberg 30. og 31. maí og á Græna hattinum um Hvítasunnuhelgina en tónleikaröðin gengur undir nafninu Spilakvöld. Á tónleikunum nota hljómsveitarmeðlimir spilastokk sem þeir eru með í framleiðslu til að velja lögin sem þeir spila. „Við erum búnir að gefa út fjórar plötur og þær líta allar eins og út. Fyrsta var bleik, önnur blá, síðan græn og loks appelsínugul og allar með svörtu letri. Það eru þrettán lög á hverri og það er teiknuð mynd við hvert lag. Við komumst að því að það eru fjórar sortir í spilastokk og þrettán spil í hverri þannig að við tókum allar myndirnar saman og gerðum spilastokk. Á tónleikunum drögum við síðan um hvaða lög við spilum og spilum lögin í þeirri röð sem við drögum,“ segir Snæbjörn. Hann segir þó að hálfvitarnir spili ekki öll 52 lögin á hverjum tónleikum heldur um það bil helming. „Þetta er góð hugmynd – alveg þangað til við förum að framkvæma hana. Við getum ekkert æft fyrir þetta. Yfirleitt getur maður kortlagt svona tónleika og veit sirka hvað maður er að fara að gera næst. Núna eiga menn eflaust eftir að klóra sér í hausnum. Það er ekkert öruggt að við kunnum öll þessi lög þannig að nokkur verða eflaust býsna „freestyle“.“ Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir var stofnuð árið 2006 og er skipuð níu manns sem kunna passlega mikið á hljóðfæri að sögn Snæbjörns. „Við erum búnir að vera saman í bandi í átta fokking ár án þess að skipta um mannskap. Þetta er stórbrotinn félagsskapur. Þarna koma allir gallar mannkynsins saman á einum stað.“ Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta verður einhver kaos. Við rennum dásamlega blint í sjóinn,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Sveitin heldur tónleika á Café Rosenberg 30. og 31. maí og á Græna hattinum um Hvítasunnuhelgina en tónleikaröðin gengur undir nafninu Spilakvöld. Á tónleikunum nota hljómsveitarmeðlimir spilastokk sem þeir eru með í framleiðslu til að velja lögin sem þeir spila. „Við erum búnir að gefa út fjórar plötur og þær líta allar eins og út. Fyrsta var bleik, önnur blá, síðan græn og loks appelsínugul og allar með svörtu letri. Það eru þrettán lög á hverri og það er teiknuð mynd við hvert lag. Við komumst að því að það eru fjórar sortir í spilastokk og þrettán spil í hverri þannig að við tókum allar myndirnar saman og gerðum spilastokk. Á tónleikunum drögum við síðan um hvaða lög við spilum og spilum lögin í þeirri röð sem við drögum,“ segir Snæbjörn. Hann segir þó að hálfvitarnir spili ekki öll 52 lögin á hverjum tónleikum heldur um það bil helming. „Þetta er góð hugmynd – alveg þangað til við förum að framkvæma hana. Við getum ekkert æft fyrir þetta. Yfirleitt getur maður kortlagt svona tónleika og veit sirka hvað maður er að fara að gera næst. Núna eiga menn eflaust eftir að klóra sér í hausnum. Það er ekkert öruggt að við kunnum öll þessi lög þannig að nokkur verða eflaust býsna „freestyle“.“ Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir var stofnuð árið 2006 og er skipuð níu manns sem kunna passlega mikið á hljóðfæri að sögn Snæbjörns. „Við erum búnir að vera saman í bandi í átta fokking ár án þess að skipta um mannskap. Þetta er stórbrotinn félagsskapur. Þarna koma allir gallar mannkynsins saman á einum stað.“
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira