Hálfvitarnir renna blint í sjóinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2014 09:00 Ljótu hálfvitarnir eru þekktir fyrir að vera gamansamir. Mynd/Heiðar Kristjánsson „Þetta verður einhver kaos. Við rennum dásamlega blint í sjóinn,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Sveitin heldur tónleika á Café Rosenberg 30. og 31. maí og á Græna hattinum um Hvítasunnuhelgina en tónleikaröðin gengur undir nafninu Spilakvöld. Á tónleikunum nota hljómsveitarmeðlimir spilastokk sem þeir eru með í framleiðslu til að velja lögin sem þeir spila. „Við erum búnir að gefa út fjórar plötur og þær líta allar eins og út. Fyrsta var bleik, önnur blá, síðan græn og loks appelsínugul og allar með svörtu letri. Það eru þrettán lög á hverri og það er teiknuð mynd við hvert lag. Við komumst að því að það eru fjórar sortir í spilastokk og þrettán spil í hverri þannig að við tókum allar myndirnar saman og gerðum spilastokk. Á tónleikunum drögum við síðan um hvaða lög við spilum og spilum lögin í þeirri röð sem við drögum,“ segir Snæbjörn. Hann segir þó að hálfvitarnir spili ekki öll 52 lögin á hverjum tónleikum heldur um það bil helming. „Þetta er góð hugmynd – alveg þangað til við förum að framkvæma hana. Við getum ekkert æft fyrir þetta. Yfirleitt getur maður kortlagt svona tónleika og veit sirka hvað maður er að fara að gera næst. Núna eiga menn eflaust eftir að klóra sér í hausnum. Það er ekkert öruggt að við kunnum öll þessi lög þannig að nokkur verða eflaust býsna „freestyle“.“ Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir var stofnuð árið 2006 og er skipuð níu manns sem kunna passlega mikið á hljóðfæri að sögn Snæbjörns. „Við erum búnir að vera saman í bandi í átta fokking ár án þess að skipta um mannskap. Þetta er stórbrotinn félagsskapur. Þarna koma allir gallar mannkynsins saman á einum stað.“ Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta verður einhver kaos. Við rennum dásamlega blint í sjóinn,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Sveitin heldur tónleika á Café Rosenberg 30. og 31. maí og á Græna hattinum um Hvítasunnuhelgina en tónleikaröðin gengur undir nafninu Spilakvöld. Á tónleikunum nota hljómsveitarmeðlimir spilastokk sem þeir eru með í framleiðslu til að velja lögin sem þeir spila. „Við erum búnir að gefa út fjórar plötur og þær líta allar eins og út. Fyrsta var bleik, önnur blá, síðan græn og loks appelsínugul og allar með svörtu letri. Það eru þrettán lög á hverri og það er teiknuð mynd við hvert lag. Við komumst að því að það eru fjórar sortir í spilastokk og þrettán spil í hverri þannig að við tókum allar myndirnar saman og gerðum spilastokk. Á tónleikunum drögum við síðan um hvaða lög við spilum og spilum lögin í þeirri röð sem við drögum,“ segir Snæbjörn. Hann segir þó að hálfvitarnir spili ekki öll 52 lögin á hverjum tónleikum heldur um það bil helming. „Þetta er góð hugmynd – alveg þangað til við förum að framkvæma hana. Við getum ekkert æft fyrir þetta. Yfirleitt getur maður kortlagt svona tónleika og veit sirka hvað maður er að fara að gera næst. Núna eiga menn eflaust eftir að klóra sér í hausnum. Það er ekkert öruggt að við kunnum öll þessi lög þannig að nokkur verða eflaust býsna „freestyle“.“ Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir var stofnuð árið 2006 og er skipuð níu manns sem kunna passlega mikið á hljóðfæri að sögn Snæbjörns. „Við erum búnir að vera saman í bandi í átta fokking ár án þess að skipta um mannskap. Þetta er stórbrotinn félagsskapur. Þarna koma allir gallar mannkynsins saman á einum stað.“
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira