Dusta rykið af hljóðfærunum Baldvin Þormóðsson skrifar 26. maí 2014 10:00 Guðmundur Hreiðarsson er einn meðlima brassbandsins. Mynd/Úr einkasafni Það er ekki á hverjum degi sem verða til lúðrasveitir á Íslandi en gamlir skólafélagar úr Grafarvogi ákváðu að rifja upp gamla takta og stofnuðu Brassband Reykjavíkur á dögunum. „Við tókum saman í fyrra eftir mikla endurfundi,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, einn meðlima brassbandsins. „Stofnmeðlimir skólahljómsveitarinnar komu saman og spiluðu í tilefni tuttugu ára afmælis hennar,“ segir Guðmundur en flestir hljóðfæraleikararnir höfðu ekki spilað í um áratug þegar tónleikarnir fóru fram. „Síðan gátum við einfaldlega ekki hætt að spila eftir tónleikana og úr varð Brassband Reykjavíkur,“ segir Guðmundur. Brassbandið sker sig úr hefðbundnum lúðrasveitum þar sem það eru einungis málmblásturshljóðfæri í bandinu. „Brassið varð til í Englandi þegar námumennirnir voru sendir í brassbönd svo þeir væru ekki að drekka sig fulla á kvöldin,“ segir hljóðfæraleikarinn og hlær. „Síðan voru þeir látnir spila á lúðra því það voru ódýrustu hljóðfærin.“ Hljómsveitin fer ekki hægt af stað en hún kemur fram á tónleikum næsta miðvikudag klukkan átta í Fella- og Hólakirkju. „Þetta er ferlega skemmtilegt fyrir okkur sem erum að spila og ég vona að það sé það líka fyrir þá sem hlusta,“ segir Guðmundur og hlær. Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem verða til lúðrasveitir á Íslandi en gamlir skólafélagar úr Grafarvogi ákváðu að rifja upp gamla takta og stofnuðu Brassband Reykjavíkur á dögunum. „Við tókum saman í fyrra eftir mikla endurfundi,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, einn meðlima brassbandsins. „Stofnmeðlimir skólahljómsveitarinnar komu saman og spiluðu í tilefni tuttugu ára afmælis hennar,“ segir Guðmundur en flestir hljóðfæraleikararnir höfðu ekki spilað í um áratug þegar tónleikarnir fóru fram. „Síðan gátum við einfaldlega ekki hætt að spila eftir tónleikana og úr varð Brassband Reykjavíkur,“ segir Guðmundur. Brassbandið sker sig úr hefðbundnum lúðrasveitum þar sem það eru einungis málmblásturshljóðfæri í bandinu. „Brassið varð til í Englandi þegar námumennirnir voru sendir í brassbönd svo þeir væru ekki að drekka sig fulla á kvöldin,“ segir hljóðfæraleikarinn og hlær. „Síðan voru þeir látnir spila á lúðra því það voru ódýrustu hljóðfærin.“ Hljómsveitin fer ekki hægt af stað en hún kemur fram á tónleikum næsta miðvikudag klukkan átta í Fella- og Hólakirkju. „Þetta er ferlega skemmtilegt fyrir okkur sem erum að spila og ég vona að það sé það líka fyrir þá sem hlusta,“ segir Guðmundur og hlær.
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira