Skrumskæling tónlistarinnar Jónas Sen skrifar 3. júní 2014 12:30 Buniatishvili er auðheyrilega flinkur píanóleikari sem getur spilað gríðarlega hratt. En það var engan veginn nóg. Mynd/NordicphotosGetty Tónlist: Khatia Buniatishvili flutti verk eftir Brahms, Chopin, Ravel og Stravinskíj í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 29. maí á Listahátíð í Reykjavík.Það var eitthvað dinner-kennt við það hvernig Khatia Buniatishvili spilaði Brahms. Jú, píanóhljómurinn var mjúkur og fallegur, en tónlistin hafði enga almennilega lögun. Hana skorti karakter. Þetta var áferðarfagurt, en það var engin dýpt í túlkuninni. Ekki tók betra við þegar Gaspard de la nuit eftir Ravel var á dagskránni. Buniatishvili er auðheyrilega flinkur píanóleikari sem getur spilað gríðarlega hratt. En það var engan veginn nóg. Tónlistin rauk áfram, það var engin reisn í henni, engin dulúð, enginn skáldskapur. Þetta var einhvers konar hæ dúddelí dei. Skemmtilegt undir vissum kringumstæðum, en ekki nú. Hægi kaflinn var bestur, þar var ákveðin stemning sem ljúft var að upplifa. En spennuna skorti í lokakaflann, sem á einmitt að vera svo spennandi. Kannski verst af öllu var Scherzo nr. 2 eftir Chopin. Það var svo hratt að tónlistin varð að skrumskælingu. Hún hefði sómt sér ágætlega í teiknimynd um Tomma og Jenna. La Valse eftir Ravel var næst. Smá agi hefði komið túlkuninni til góða, einhver mótstaða sem hefði gert hana lokkandi. La Valse eftir Ravel er svo sannarlega brjálæðisleg tónlist, en það er í henni glæsileiki líka sem vantaði algerlega í túlkunina hér. Loks fengum við að heyra þrjá þætti úr Petrúsku eftir Stravinskíj, þekktan fingurbrjót sem er aðeins á meðfæri örfárra píanóleikara. Buniatishvili lék sér að tónlistinni, ekki vantaði það. En það var enginn raunverulegur kraftur, ekkert sem hvatti mann til að dilla sér með. Þarna eru dansar, þetta er jú upphaflega tónlist við ballett. En í túlkuninni hér var hún alveg flöt. Það gerðist ekkert í henni, ekkert sem kom á óvart og skapaði stemningu. Útkoman var skelfilega leiðinleg. Sem aukalag spilaði Buniatishvili lokakaflann úr sjöundu sónötu Prokofievs. Ég veit að ég er búinn að nota orðið skrumskæling hér áður, en ætla að gera það aftur. Kaflinn var alltof hraður, hann var bókstaflega hlægilegur. Þetta var skrumskæling, skrumskæling og enn þá meiri skrumskæling.Niðurstaða:Drepleiðinlegir tónleikar. Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Khatia Buniatishvili flutti verk eftir Brahms, Chopin, Ravel og Stravinskíj í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 29. maí á Listahátíð í Reykjavík.Það var eitthvað dinner-kennt við það hvernig Khatia Buniatishvili spilaði Brahms. Jú, píanóhljómurinn var mjúkur og fallegur, en tónlistin hafði enga almennilega lögun. Hana skorti karakter. Þetta var áferðarfagurt, en það var engin dýpt í túlkuninni. Ekki tók betra við þegar Gaspard de la nuit eftir Ravel var á dagskránni. Buniatishvili er auðheyrilega flinkur píanóleikari sem getur spilað gríðarlega hratt. En það var engan veginn nóg. Tónlistin rauk áfram, það var engin reisn í henni, engin dulúð, enginn skáldskapur. Þetta var einhvers konar hæ dúddelí dei. Skemmtilegt undir vissum kringumstæðum, en ekki nú. Hægi kaflinn var bestur, þar var ákveðin stemning sem ljúft var að upplifa. En spennuna skorti í lokakaflann, sem á einmitt að vera svo spennandi. Kannski verst af öllu var Scherzo nr. 2 eftir Chopin. Það var svo hratt að tónlistin varð að skrumskælingu. Hún hefði sómt sér ágætlega í teiknimynd um Tomma og Jenna. La Valse eftir Ravel var næst. Smá agi hefði komið túlkuninni til góða, einhver mótstaða sem hefði gert hana lokkandi. La Valse eftir Ravel er svo sannarlega brjálæðisleg tónlist, en það er í henni glæsileiki líka sem vantaði algerlega í túlkunina hér. Loks fengum við að heyra þrjá þætti úr Petrúsku eftir Stravinskíj, þekktan fingurbrjót sem er aðeins á meðfæri örfárra píanóleikara. Buniatishvili lék sér að tónlistinni, ekki vantaði það. En það var enginn raunverulegur kraftur, ekkert sem hvatti mann til að dilla sér með. Þarna eru dansar, þetta er jú upphaflega tónlist við ballett. En í túlkuninni hér var hún alveg flöt. Það gerðist ekkert í henni, ekkert sem kom á óvart og skapaði stemningu. Útkoman var skelfilega leiðinleg. Sem aukalag spilaði Buniatishvili lokakaflann úr sjöundu sónötu Prokofievs. Ég veit að ég er búinn að nota orðið skrumskæling hér áður, en ætla að gera það aftur. Kaflinn var alltof hraður, hann var bókstaflega hlægilegur. Þetta var skrumskæling, skrumskæling og enn þá meiri skrumskæling.Niðurstaða:Drepleiðinlegir tónleikar.
Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira