Sumarleg sítrónusætindi: Smákökur, terta og sítrónuídýfa Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2014 13:30 Sítrónan hefur ekki verið móðins í bakkelsi síðustu ár en nú er hennar tími kominn. Hér eru nokkrar hugmyndir að sumarlegum sítrónuréttum. Sítrónu- og hindberjastykki Botn 8 muldar hafrakexkökur 3 msk. bráðið smjör Hindberjasósa 1 bolli fersk hindber 2 msk. hunang 2 msk. vatn Fylling 115 g mjúkur rjómaostur ¼ bolli grísk jógúrt bolli „condensed milk“ 1 egg bolli „lemon curd“ (sítrónu-ystingur) 2 msk. hveiti 2 tsk. vanilludropar tsk. salt Hitið ofninn í 175°C og smyrjið 20 sinnum 20 sentimetra form. Myljið hafrakexið í matvinnsluvél og blandið því síðan saman við bráðið smjör. Setjið blönduna í botninn á forminu og bakið í um það bil átta til tíu mínútur. Látið kólna. Blandið hindberjum, hunangi og vatni saman í potti yfir lágum hita í um það bil fimm mínútur eða þangað til sósan er orðin þykk. Hrærið í blöndunni allan tímann. Setjið síðan blönduna í gegnum sigti til að losna við fræ og leyfið henni að kólna. Hrærið rjómaost, gríska jógúrt og „condensed milk“ saman í skál. Bætið eggi, lemon curd, hveiti, vanilludropum og salti saman við og hrærið allt saman í um þrjár mínútur. Hellið blöndunni yfir botninn. Setjið hindberjasósuna ofan á hér og þar og notið tannstöngul til að búa til rákir í kökuna. Bakið í tuttugu mínútur. Kælið kökuna við stofuhita og setjið í ísskáp í tvo tíma. * Fengið hér Sítrónu- og ólífuolíukaka 4 stór egg 1 bolli sykur ½ ólífuolía 2½ msk. sítrónusafi 1 bolli hveiti ½ tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 1 tsk. sítrónubörkur ¼ bolli flórsykur Hitið ofninn í 175°C og smyrjið hringlaga form. Hrærið egg og sykur vel saman, í um það bil fimm mínútur. Hrærið hveiti, lyftiduft, salt og börk saman í annarri skál. Bætið olíu og sítrónusafa varlega saman við eggjablönduna. Bætið síðan hveitiblöndunni varlega saman við og passið að blanda ekki of lengi og vel saman. Bakið í 40 til 45 mínútur þangað til kakan hefur brúnast létt. Kælið kökuna og dustið síðan flórsykri yfir. * Fengið hér Sítrónuídýfa 230 g mjúkur rjómaostur ½ bolli grísk jógúrt ½ bolli lemon curd 1 tsk. vanilludropar safi úr 1 sítrónu Blandið öllum hráefnum vel saman og dýfið ljúffengum ávöxtum í. *Fengið hér Sítrónu- og hvítsúkkulaðismákökur 1¾ bolli hveiti 1 tsk. maizena 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt ½ bolli sykur ½ bolli púðursykur Börkur af 1-2 sítrónum 170 g mjúkt smjör 1 stórt egg 170 g hvítir súkkulaðibitar Blandið saman hveiti, maizena, matarsóda og salti. Hrærið saman sykur, púðursykur og sítrónubörk í annarri skál. Bætið smjörinu við og blandið saman í þrjár mínútur. Bætið egginu saman við og hrærið vel. Bætið hveitiblöndunni við sykurblönduna en passið að blanda ekki of vel saman. Hrærið súkkulaðibitunum saman við með sleif. Kælið deigið í um það bil klukkustund. Hitið ofninn í 180°C. Búið til kúlur úr deiginu og setjið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Bakið í um það bil átta mínútur eða þangað til kökurnar brúnast aðeins en miðjan er mjúk. Fengið hér Eftirréttir Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sítrónan hefur ekki verið móðins í bakkelsi síðustu ár en nú er hennar tími kominn. Hér eru nokkrar hugmyndir að sumarlegum sítrónuréttum. Sítrónu- og hindberjastykki Botn 8 muldar hafrakexkökur 3 msk. bráðið smjör Hindberjasósa 1 bolli fersk hindber 2 msk. hunang 2 msk. vatn Fylling 115 g mjúkur rjómaostur ¼ bolli grísk jógúrt bolli „condensed milk“ 1 egg bolli „lemon curd“ (sítrónu-ystingur) 2 msk. hveiti 2 tsk. vanilludropar tsk. salt Hitið ofninn í 175°C og smyrjið 20 sinnum 20 sentimetra form. Myljið hafrakexið í matvinnsluvél og blandið því síðan saman við bráðið smjör. Setjið blönduna í botninn á forminu og bakið í um það bil átta til tíu mínútur. Látið kólna. Blandið hindberjum, hunangi og vatni saman í potti yfir lágum hita í um það bil fimm mínútur eða þangað til sósan er orðin þykk. Hrærið í blöndunni allan tímann. Setjið síðan blönduna í gegnum sigti til að losna við fræ og leyfið henni að kólna. Hrærið rjómaost, gríska jógúrt og „condensed milk“ saman í skál. Bætið eggi, lemon curd, hveiti, vanilludropum og salti saman við og hrærið allt saman í um þrjár mínútur. Hellið blöndunni yfir botninn. Setjið hindberjasósuna ofan á hér og þar og notið tannstöngul til að búa til rákir í kökuna. Bakið í tuttugu mínútur. Kælið kökuna við stofuhita og setjið í ísskáp í tvo tíma. * Fengið hér Sítrónu- og ólífuolíukaka 4 stór egg 1 bolli sykur ½ ólífuolía 2½ msk. sítrónusafi 1 bolli hveiti ½ tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 1 tsk. sítrónubörkur ¼ bolli flórsykur Hitið ofninn í 175°C og smyrjið hringlaga form. Hrærið egg og sykur vel saman, í um það bil fimm mínútur. Hrærið hveiti, lyftiduft, salt og börk saman í annarri skál. Bætið olíu og sítrónusafa varlega saman við eggjablönduna. Bætið síðan hveitiblöndunni varlega saman við og passið að blanda ekki of lengi og vel saman. Bakið í 40 til 45 mínútur þangað til kakan hefur brúnast létt. Kælið kökuna og dustið síðan flórsykri yfir. * Fengið hér Sítrónuídýfa 230 g mjúkur rjómaostur ½ bolli grísk jógúrt ½ bolli lemon curd 1 tsk. vanilludropar safi úr 1 sítrónu Blandið öllum hráefnum vel saman og dýfið ljúffengum ávöxtum í. *Fengið hér Sítrónu- og hvítsúkkulaðismákökur 1¾ bolli hveiti 1 tsk. maizena 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt ½ bolli sykur ½ bolli púðursykur Börkur af 1-2 sítrónum 170 g mjúkt smjör 1 stórt egg 170 g hvítir súkkulaðibitar Blandið saman hveiti, maizena, matarsóda og salti. Hrærið saman sykur, púðursykur og sítrónubörk í annarri skál. Bætið smjörinu við og blandið saman í þrjár mínútur. Bætið egginu saman við og hrærið vel. Bætið hveitiblöndunni við sykurblönduna en passið að blanda ekki of vel saman. Hrærið súkkulaðibitunum saman við með sleif. Kælið deigið í um það bil klukkustund. Hitið ofninn í 180°C. Búið til kúlur úr deiginu og setjið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Bakið í um það bil átta mínútur eða þangað til kökurnar brúnast aðeins en miðjan er mjúk. Fengið hér
Eftirréttir Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira