
Svarti Pétur
Framsóknarforystan í borginni mælir fram með meirihlutavaldi í trúarefnum á meðan mannréttindaráðsmenn vilja í krafti sama valds halda orðræðu trúarbragða utan almannarýmisins en einskorða hið opinbera samtal við almenn siðgildi byggð á veraldlegri heimsmynd og mannhyggju. Í grein okkar hvetjum við til þess að farin sé þriðja leiðin þótt ekki sé hún fyrirhafnarlaus; að ástunda samræðu og miðla gildum þvert á allar hugmyndir um aðgreiningu hins opinbera lífs frá einkalífinu.
Segja má að tvær tilfinningar hafi einkennt moskumálið eins og það birtist í þjóðarsamtalinu. Annars vegar lá andúð í loftinu og var markvisst beitt á báða bóga og svo var öll umræðan líka skammar-miðuð ef svo má að orði komast.
Andúð og skömm eru sterkar tilfinningar sem eiga mikla viðspyrnu innra með okkur hverju og einu. Þyngsta skömm sem hægt er að hugsa sér er líklega sú að vera viðfangsefni andúðar í eigin samfélagi. Þar vill enginn lenda. Þess vegna hendum við andúðinni og skömminni á milli okkar, enginn vill sjá þær stöllur en miklu heldur hafa þær á tryggum stað hjá einhverjum öðrum; framsóknar-rasistum, pólitískum rétttrúnaðar-popúlistum, síðskeggjuðum handhöggvandi heiðursmorða-múslimum eða ¥°€åßµ˜ç~!
Svo lýkur kosningum, rykið sest og við erum öll hér og það er enginn að fara neitt. Þá er þörf á að ræða saman og reyna að skilja hvað gerðist.
Hvernig stendur á því að önnur eins tilfinningabylgja skuli geta gengið yfir eina þjóð og haft augljós pólitísk áhrif? Þar sem er reykur þar er eldur segja menn. Eins mætti segja: Þar sem er andúð þar er skömm.
Tími samræðunnar
Skyldi andúðin sem leyst var úr læðingi í moskumálinu m.a. eiga rætur í sameiginlegri skömm? Allt frá því við hjónin vorum ungt háskólafólk á 9. áratugnum og „uppakynslóðin“ var og hét teljum við að tilfinning almennings fyrir því að vera peð í samfélaginu hafi farið stigvaxandi og að hún hafi náð vissum hæðum í fjármálabólunni og hruninu. Auðvitað eru engar svona skýringar tæmandi. Samt grunar okkur að dræm kjörsókn ásamt andúðar- og skammarmiðaðri kosningaumræðu eigi að hluta til skýringu sína í því að stórir hlutar samfélagsins upplifi sig setta til hliðar með einum eða öðrum hætti og að þjóðin sem heild sé þjökuð af þeirri spennu sem fylgi vaxandi mismunun.
Hvers vegna ætti maður að taka þátt í kosningum í samfélagi sem sífellt skammar mann og bregður fyrir mann fæti? Og þegar hið opinbera samtal er lítið annað en skömm og ásökun, andúð og afsakanir er þá ekki rökrétt að grípa fegins hendi þegar kostur gefst á því að varpa skömminni á tiltekna þjóðfélagshópa? Ég er þó ekki síðskeggjaður múslimi eða grunsamlegur innflytjandi frá Austur-Evrópu. Ég er þó ekki hættulegur og óhreinn eins og sumir. Og þegar allt er hvort eð er ekkert annað en keppni um að koma sér að er þá ekki best að vera í góða liðinu, hafa fallegustu og réttustu skoðanirnar og vera slyngastur við að koma þeim á framfæri svo að maður sé örugglega hreinn og geðfelldur, óumdeildur og jafnvel sérfræðingur!
Í nútímasamfélagi skammar og andúðar eru sérfræðingar þeir einu sem eru hólpnir, því þeir hafa engin trúarbrögð. Sérfræðingurinn er sá eini sem ekki þarf að skammast sín. Hann gefur álit en óhreinkar sig ekki, horfir án þess að snerta, gaumgæfir til þess að meta en er sjálfur ósnertur af öllu og öllum. Hann á sjónarhorn guðsins sem dó einhvers staðar í allri óreiðunni – hið hlutlausa sjónarhorn.
Getur hugsast að nú sé að renna upp tími samræðunnar? Að við getum farið að setjast yfir verkefnið að vera manneskjur, hræddar og auðsæranlegar manneskjur sem erum hvert og eitt að reyna að finna út úr tilverunni og óttumst ekkert meir en þá stöðu að við eða börnin okkar sitji uppi með Svarta Pétur við spilaborð lífsins?
Skoðun

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu.
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar