Goðsögn semur með Todmobile Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2014 12:00 Hljómsveitin Todmobile og Jon Anderson vinna saman að næstu plötu Todmobile. vísir/daníel „Það er frábært samstarf í gangi hjá okkur, við erum að semja saman tónlist og texta,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, einn söngvara hljómsveitarinnar Todmobile. Sveitin á nú í samstarfi við tónlistargoðsögnina Jon Anderson. Anderson og Todmobile semja nú tónlist fyrir væntanlega plötu Todmobile. „Samstarfið er í raun bara framhald af þessum tónleikum sem við spiluðum á saman í fyrra í Hörpu. Það gekk svo vel að Jon fékk mikinn áhuga á frekara samstarfi,“ bætir Eyþór Ingi við. Þorvaldur Bjarni og Jon Anderson sömdu saman lagið Wings of Heaven sem var frumflutt á tónleikunum. Jon Anderson er eins og flestir vita þekktastur fyrir að hafa verið söngvari proggsveitarinnar Yes. Hann er þó ekki staddur hér á landi með sveitinni. „Samskiptin fara fram í gegnum netið og símann.“ Anderson syngur lag á væntanlegri plötu sveitarinnar og þá er hann einnig að semja enska texta. „Hann er meðal annars að semja enskan texta við lagið Hafmey, sem kom út á síðustu plötu, 7,“ bætir Eyþór Ingi við. Hann segist sjálfur vera mikill aðdáandi Jons Anderson. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Það var algjörlega mögnuð upplifun að stíga á stokk með kallinum á síðasta ári,“ segir Eyþór Ingi. Tónleikar Todmobile og Jons Anderson voru teknir upp og nú á að gefa þá út á DVD í Bandaríkjunum. „Þetta er DVD-diskur sem inniheldur samstarf hans við sinfóníuhljómsveitir víðs vegar um heiminn og svo eru tónleikarnir okkar líka á disknum,“ bætir Eyþór Ingi við. Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er frábært samstarf í gangi hjá okkur, við erum að semja saman tónlist og texta,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, einn söngvara hljómsveitarinnar Todmobile. Sveitin á nú í samstarfi við tónlistargoðsögnina Jon Anderson. Anderson og Todmobile semja nú tónlist fyrir væntanlega plötu Todmobile. „Samstarfið er í raun bara framhald af þessum tónleikum sem við spiluðum á saman í fyrra í Hörpu. Það gekk svo vel að Jon fékk mikinn áhuga á frekara samstarfi,“ bætir Eyþór Ingi við. Þorvaldur Bjarni og Jon Anderson sömdu saman lagið Wings of Heaven sem var frumflutt á tónleikunum. Jon Anderson er eins og flestir vita þekktastur fyrir að hafa verið söngvari proggsveitarinnar Yes. Hann er þó ekki staddur hér á landi með sveitinni. „Samskiptin fara fram í gegnum netið og símann.“ Anderson syngur lag á væntanlegri plötu sveitarinnar og þá er hann einnig að semja enska texta. „Hann er meðal annars að semja enskan texta við lagið Hafmey, sem kom út á síðustu plötu, 7,“ bætir Eyþór Ingi við. Hann segist sjálfur vera mikill aðdáandi Jons Anderson. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Það var algjörlega mögnuð upplifun að stíga á stokk með kallinum á síðasta ári,“ segir Eyþór Ingi. Tónleikar Todmobile og Jons Anderson voru teknir upp og nú á að gefa þá út á DVD í Bandaríkjunum. „Þetta er DVD-diskur sem inniheldur samstarf hans við sinfóníuhljómsveitir víðs vegar um heiminn og svo eru tónleikarnir okkar líka á disknum,“ bætir Eyþór Ingi við.
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira