Stefnulaus sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson skrifar 14. júní 2014 07:00 Sjávarútvegsráðherra kom stefnulaus inn í ráðuneytið fyrir rúmu ári síðan. Á sumarþingi í fyrra voru gerðar bráðabirgðabreytingar á auðlindagjaldinu af því að ráðherrann vissi ekki hvernig best væri að haga því til frambúðar. Nú á vorþinginu voru aftur gerðar bráðabirgðabreytingar þar sem ráðherranum hafði ekki unnist tími til að hugsa málið til þrautar. Fiskveiðistefnan var eitt stærsta átakamál síðasta kjörtímabils. Þegar sjávarútvegsráðherra kom til sumarþingsins í fyrra hafði hann þó engar tillögur í farteskinu um nýja skipan fiskveiðistjórnunar. Hann taldi sig þurfa rýmri tíma og boðaði frumvarp að nýjum lögum á haustþingi. Þegar þingi lauk í vor hafði umhugsunartíminn ekki verið nægur og aftur var boðað nýtt frumvarp á næsta haustþingi. Þetta er því verra að gagnrýnin á athafnir vinstri stjórnarinnar á þessu sviði var í alla staði réttmæt. Þær breytingar sem gerðar voru í smáskömmtum á síðasta kjörtímabili miðuðu allar að því að draga úr þjóðhagslegri hagkvæmni veiðanna. Sérhagsmunagæsla og félagsleg sjónarmið réðu meir en þeir almanna hagsmunir að auka framleiðni greinarinnar. Þeir fáu frjálslyndu þingmenn Samfylkingarinnar sem töluðu fyrir markaðslausnum voru beygðir í duftið. Ári eftir að þjóðin felldi vinstri stjórnina standa allar þær breytingar sem hún gerði á skipan sjávarútvegsmálanna óhaggaðar. Ráðherrann er enn stefnulaus. Það sem verra er: Hann er farinn að hugsa eins og ráðherra í vinstri stjórn og boðar aukið svigrúm ríkisstyrktrar útgerðar á kostnað framleiðni og þjóðhagslegrar hagkvæmni.Popúlismi Fá pólitísk viðfangsefni eru eins eldfim og sjávarútvegsmálin. Hagræðingaraðgerðir sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis á úthallandi vetri kveiktu nýja elda. Deilurnar snúast alltaf um þessa lykilspurningu: Á fiskveiðistjórnarkerfið að þjóna óarðbærum rekstri til að verja störf eða virka sem hvati til að auka framleiðni og skapa hámarks afrakstur og stuðla þannig að almennum lífskjarabótum? Í flestum fiskveiðiríkjum er sjávarútvegurinn aukabúgrein sem skiptir ekki sköpum fyrir þjóðarbúskapinn. Við slíkar aðstæður er algengt að menn noti stjórnkerfi fiskveiða til að verja störf án tillits til arðsemi. Þá þurfa aðrar atvinnugreinar að skila framleiðniaukningunni sem stendur undir framförum og bættum kjörum. Hér er þessu öfugt farið. Eftir kerfisbreytinguna í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar varð sjávarútvegurinn eina atvinnugreinin sem er fyllilega samkeppnisfær í alþjóðlegum samanburði varðandi framleiðni. Það merkir að minnki framleiðni sjávarútvegsins versna lífskjör allrar þjóðarinnar. Fyrir þá sök er svigrúmið til félagslegra aðgerða og sérhagsmunagæslu í sjávarútveginum takmarkað. Kerfisvandinn er sá að aðrar greinar megna ekki að standa undir slíkum kostnaði. Viðbrögð sjávarútvegsráðherra gagnvart þeim erfiðleikum sem fylgja hagræðingaraðgerðum bera vott um að hann hefur enga skýra sýn á hvernig hann vill að sjávarútvegurinn byggist upp og þróist með tilliti til heildarhagsmuna þjóðarinnar. Populíska leiðin er léttari. Hún felur í sér að verja störf þótt þau séu ekki arðbær. Svo geta aðrir glímt við efnahagslegu afleiðingarnar.Þekktur banabiti Með nokkrum rétti má segja að þrátt fyrir hrunið sé þjóðin nægjanlega rík til þess að hafa efni á takmörkuðum félagslegum ráðstöfunum í sjávarútvegi. Vinstri stjórnin gekk hins vegar lengra í því efni en unnt er að verja út frá almannahagsmunum. Engin efnahagsleg rök standa því til að halda áfram á þeirri braut. Framganga sjávarútvegsráðherra í þessari umræðu ber vitni um þá mótsögn sem er í samstarfi stjórnarflokkanna. Heimsmetið í niðurgreiðslu húsnæðisskulda gengur til að mynda þvert á þau markmið ríkisstjórnarinnar sem lúta að ábyrgri fjármálastjórnun og stöðugleika í peningamálum. Þegar sjávarútvegsráðherra talar fyrir því að halda eigi áfram stefnu vinstri stjórnarinnar og draga úr framleiðni í sjávarútvegi er það einnig hólmganga við markmiðin í ríkisfjármálum og peningamálum. Eigi þau að nást þarf sjávarútvegurinn að leggja til alla þá framleiðniaukningu sem möguleg er. Meðan ráðherrar Framsóknar eru á fleygiferð eftir braut popúlismans minnka líkurnar á að unnt verði að ná ábyrgu markmiðunum. Það er einfaldlega ekki hægt að slíta sjávarútvegsstefnuna frá því sem menn boða í ríkisfjármálum og peningamálum. Framsókn sýnist hafa náð þeirri stöðu í stjórnarsamstarfinu að popúlísk viðhorf ganga fyrir þeim ábyrgu. Slíkur tvískinnungur varð einn af mörgum banabitum vinstri stjórnarinnar eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sleppti af henni hendinni. Það er enginn ástæða til að endurtaka þá sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Sjávarútvegsráðherra kom stefnulaus inn í ráðuneytið fyrir rúmu ári síðan. Á sumarþingi í fyrra voru gerðar bráðabirgðabreytingar á auðlindagjaldinu af því að ráðherrann vissi ekki hvernig best væri að haga því til frambúðar. Nú á vorþinginu voru aftur gerðar bráðabirgðabreytingar þar sem ráðherranum hafði ekki unnist tími til að hugsa málið til þrautar. Fiskveiðistefnan var eitt stærsta átakamál síðasta kjörtímabils. Þegar sjávarútvegsráðherra kom til sumarþingsins í fyrra hafði hann þó engar tillögur í farteskinu um nýja skipan fiskveiðistjórnunar. Hann taldi sig þurfa rýmri tíma og boðaði frumvarp að nýjum lögum á haustþingi. Þegar þingi lauk í vor hafði umhugsunartíminn ekki verið nægur og aftur var boðað nýtt frumvarp á næsta haustþingi. Þetta er því verra að gagnrýnin á athafnir vinstri stjórnarinnar á þessu sviði var í alla staði réttmæt. Þær breytingar sem gerðar voru í smáskömmtum á síðasta kjörtímabili miðuðu allar að því að draga úr þjóðhagslegri hagkvæmni veiðanna. Sérhagsmunagæsla og félagsleg sjónarmið réðu meir en þeir almanna hagsmunir að auka framleiðni greinarinnar. Þeir fáu frjálslyndu þingmenn Samfylkingarinnar sem töluðu fyrir markaðslausnum voru beygðir í duftið. Ári eftir að þjóðin felldi vinstri stjórnina standa allar þær breytingar sem hún gerði á skipan sjávarútvegsmálanna óhaggaðar. Ráðherrann er enn stefnulaus. Það sem verra er: Hann er farinn að hugsa eins og ráðherra í vinstri stjórn og boðar aukið svigrúm ríkisstyrktrar útgerðar á kostnað framleiðni og þjóðhagslegrar hagkvæmni.Popúlismi Fá pólitísk viðfangsefni eru eins eldfim og sjávarútvegsmálin. Hagræðingaraðgerðir sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis á úthallandi vetri kveiktu nýja elda. Deilurnar snúast alltaf um þessa lykilspurningu: Á fiskveiðistjórnarkerfið að þjóna óarðbærum rekstri til að verja störf eða virka sem hvati til að auka framleiðni og skapa hámarks afrakstur og stuðla þannig að almennum lífskjarabótum? Í flestum fiskveiðiríkjum er sjávarútvegurinn aukabúgrein sem skiptir ekki sköpum fyrir þjóðarbúskapinn. Við slíkar aðstæður er algengt að menn noti stjórnkerfi fiskveiða til að verja störf án tillits til arðsemi. Þá þurfa aðrar atvinnugreinar að skila framleiðniaukningunni sem stendur undir framförum og bættum kjörum. Hér er þessu öfugt farið. Eftir kerfisbreytinguna í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar varð sjávarútvegurinn eina atvinnugreinin sem er fyllilega samkeppnisfær í alþjóðlegum samanburði varðandi framleiðni. Það merkir að minnki framleiðni sjávarútvegsins versna lífskjör allrar þjóðarinnar. Fyrir þá sök er svigrúmið til félagslegra aðgerða og sérhagsmunagæslu í sjávarútveginum takmarkað. Kerfisvandinn er sá að aðrar greinar megna ekki að standa undir slíkum kostnaði. Viðbrögð sjávarútvegsráðherra gagnvart þeim erfiðleikum sem fylgja hagræðingaraðgerðum bera vott um að hann hefur enga skýra sýn á hvernig hann vill að sjávarútvegurinn byggist upp og þróist með tilliti til heildarhagsmuna þjóðarinnar. Populíska leiðin er léttari. Hún felur í sér að verja störf þótt þau séu ekki arðbær. Svo geta aðrir glímt við efnahagslegu afleiðingarnar.Þekktur banabiti Með nokkrum rétti má segja að þrátt fyrir hrunið sé þjóðin nægjanlega rík til þess að hafa efni á takmörkuðum félagslegum ráðstöfunum í sjávarútvegi. Vinstri stjórnin gekk hins vegar lengra í því efni en unnt er að verja út frá almannahagsmunum. Engin efnahagsleg rök standa því til að halda áfram á þeirri braut. Framganga sjávarútvegsráðherra í þessari umræðu ber vitni um þá mótsögn sem er í samstarfi stjórnarflokkanna. Heimsmetið í niðurgreiðslu húsnæðisskulda gengur til að mynda þvert á þau markmið ríkisstjórnarinnar sem lúta að ábyrgri fjármálastjórnun og stöðugleika í peningamálum. Þegar sjávarútvegsráðherra talar fyrir því að halda eigi áfram stefnu vinstri stjórnarinnar og draga úr framleiðni í sjávarútvegi er það einnig hólmganga við markmiðin í ríkisfjármálum og peningamálum. Eigi þau að nást þarf sjávarútvegurinn að leggja til alla þá framleiðniaukningu sem möguleg er. Meðan ráðherrar Framsóknar eru á fleygiferð eftir braut popúlismans minnka líkurnar á að unnt verði að ná ábyrgu markmiðunum. Það er einfaldlega ekki hægt að slíta sjávarútvegsstefnuna frá því sem menn boða í ríkisfjármálum og peningamálum. Framsókn sýnist hafa náð þeirri stöðu í stjórnarsamstarfinu að popúlísk viðhorf ganga fyrir þeim ábyrgu. Slíkur tvískinnungur varð einn af mörgum banabitum vinstri stjórnarinnar eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sleppti af henni hendinni. Það er enginn ástæða til að endurtaka þá sögu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun