Massive Attack stóð fyrir sínu Baldvin Þormóðsson skrifar 23. júní 2014 11:00 Hljómsveitin Massive Attack sýndi sínar bestu hliðar á Secret Solstice um helgina. Vísir/Stefán Tónleikar Massive Attack Tónlistarhátíðin Secret Solstice Massive Attack voru án efa langstærsta nafnið á Secret Solstice og stóðu gjörsamlega undir öllum væntingum hátíðargesta. Þrátt fyrir að hafa verið starfandi í 26 ár þá er tvíeykið enn þá með sama einkennandi hljóm í tónlist sinni þannig að það fór ekki fram hjá neinum hvaða hljómsveit var á sviði. Sveitin var líka með langskemmtilegasta og jafnframt langflottasta show-ið af öllum tónlistarmönnum hátíðarinnar. Massive Attack hafa alltaf verið rammpólitískir og nota tónlist sína til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri og það gerðu þeir á laugardaginn. Á risastórum LED-ljósaskjá sem staðsettur var á bak við hljómsveitina mátti í einu laginu greina fyrirtækjalógó stórfyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé, Össurar og Marel. Í öðru lagi sínu höfðu þeir fengið fyrirsagnir úr íslenskum fjölmiðlum á borð við „Íhugar að borða fylgjuna“ og fyrirsagnir sem fjölluðu um Tobbu Marinós og Völu Grand. Allt í allt voru tónleikarnir næstum því fullkomnir og blaðamaður er enn þá tárvotur eftir að sveitin tók 90‘s slagarann Teardrop. Gagnrýni Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónleikar Massive Attack Tónlistarhátíðin Secret Solstice Massive Attack voru án efa langstærsta nafnið á Secret Solstice og stóðu gjörsamlega undir öllum væntingum hátíðargesta. Þrátt fyrir að hafa verið starfandi í 26 ár þá er tvíeykið enn þá með sama einkennandi hljóm í tónlist sinni þannig að það fór ekki fram hjá neinum hvaða hljómsveit var á sviði. Sveitin var líka með langskemmtilegasta og jafnframt langflottasta show-ið af öllum tónlistarmönnum hátíðarinnar. Massive Attack hafa alltaf verið rammpólitískir og nota tónlist sína til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri og það gerðu þeir á laugardaginn. Á risastórum LED-ljósaskjá sem staðsettur var á bak við hljómsveitina mátti í einu laginu greina fyrirtækjalógó stórfyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé, Össurar og Marel. Í öðru lagi sínu höfðu þeir fengið fyrirsagnir úr íslenskum fjölmiðlum á borð við „Íhugar að borða fylgjuna“ og fyrirsagnir sem fjölluðu um Tobbu Marinós og Völu Grand. Allt í allt voru tónleikarnir næstum því fullkomnir og blaðamaður er enn þá tárvotur eftir að sveitin tók 90‘s slagarann Teardrop.
Gagnrýni Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira