Kynna list barokktímans í sjötta sinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júní 2014 13:30 Hátíðin hefst í hádeginu á morgun með tónleikum kammersveitarinnar Reykjavík barokk. mynd/úr einkasafni Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26. til 29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní klukkan 14. Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans svo það helsta sé nefnt. Það er Barokksmiðja Hólastiftis sem stendur fyrir hátíðinni og einn stjórnarmeðlima hennar, Pétur Halldórsson, er beðinn að útskýra hvaða félagsskapur það sé. „Þetta er menningarfélag sem vill auka áhuga Íslendinga á list barokktímans,“ segir hann. „Félagið var stofnað 2009 og þá héldum við fyrstu hátíðina sem hefur verið árlegur viðburður síðan.“ Þetta er heljarinnar hátíð, þétt dagskrá í fjóra daga og Pétur segir að hún hafi vaxið ár frá ári. „Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist sennilega af komu Peters Hanson sem bæði mun kenna og stjórna hljómsveit hátíðarinnar,“ segir hann. En hvaðan kemur þessi áhugi á barokktímanum? „Þetta er bara svo dásamlegur tími og hefur í raun alltof lítið verið sinnt á Íslandi,“ segir Pétur. „Þetta tímabil miðast við árin frá 1600 og fram til sirka 1750 sem var mjög skemmtilegur tími í öllum listum, ekki síst tónlist og byggingarlist.“ Pétur segir vel við hæfi að halda hátíð sem þessa á Hólum þar sem barokkmenning hafi sennilega staðið með hvað mestum blóma á Íslandi. „Það eru ekki til margar barokkbyggingar á Íslandi en Hóladómkirkja var teiknuð á barokktímanum þótt hún hafi ekki verið reist fyrr en honum var um það bil lokið. Þarna er mikil saga og á meðal fyrirlestra á hátíðinni er fyrirlestur Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings, þar sem hún fer yfir það hvað Hólarannsóknin segir okkur um barokktímann á Hólum, hin mikla fornleifarannsókn sem gerð hefur verið á Hólum frá aldamótum.“ Hátíðin hefst eins og áður segir með hádegistónleikum Reykjavík barokk á morgun og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag þegar Barokksveit Hólastiftis heldur lokatónleika undir stjórn Peters Hanson. Allar upplýsingar um viðburði og listamenn á hátíðinni má nálgast á heimasíðunni barokksmidjan.com. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26. til 29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní klukkan 14. Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans svo það helsta sé nefnt. Það er Barokksmiðja Hólastiftis sem stendur fyrir hátíðinni og einn stjórnarmeðlima hennar, Pétur Halldórsson, er beðinn að útskýra hvaða félagsskapur það sé. „Þetta er menningarfélag sem vill auka áhuga Íslendinga á list barokktímans,“ segir hann. „Félagið var stofnað 2009 og þá héldum við fyrstu hátíðina sem hefur verið árlegur viðburður síðan.“ Þetta er heljarinnar hátíð, þétt dagskrá í fjóra daga og Pétur segir að hún hafi vaxið ár frá ári. „Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist sennilega af komu Peters Hanson sem bæði mun kenna og stjórna hljómsveit hátíðarinnar,“ segir hann. En hvaðan kemur þessi áhugi á barokktímanum? „Þetta er bara svo dásamlegur tími og hefur í raun alltof lítið verið sinnt á Íslandi,“ segir Pétur. „Þetta tímabil miðast við árin frá 1600 og fram til sirka 1750 sem var mjög skemmtilegur tími í öllum listum, ekki síst tónlist og byggingarlist.“ Pétur segir vel við hæfi að halda hátíð sem þessa á Hólum þar sem barokkmenning hafi sennilega staðið með hvað mestum blóma á Íslandi. „Það eru ekki til margar barokkbyggingar á Íslandi en Hóladómkirkja var teiknuð á barokktímanum þótt hún hafi ekki verið reist fyrr en honum var um það bil lokið. Þarna er mikil saga og á meðal fyrirlestra á hátíðinni er fyrirlestur Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings, þar sem hún fer yfir það hvað Hólarannsóknin segir okkur um barokktímann á Hólum, hin mikla fornleifarannsókn sem gerð hefur verið á Hólum frá aldamótum.“ Hátíðin hefst eins og áður segir með hádegistónleikum Reykjavík barokk á morgun og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag þegar Barokksveit Hólastiftis heldur lokatónleika undir stjórn Peters Hanson. Allar upplýsingar um viðburði og listamenn á hátíðinni má nálgast á heimasíðunni barokksmidjan.com.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira