10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Ingvar Haraldsson skrifar 25. júní 2014 07:00 Duncan og Harriet Cardew heita stúlka og drengur í Þjóðskrá. Nú fær Harriet ekki vegabréf vegna þess. fréttablaðið/daníel vísir/daníel „Það er búið að svipta dóttur okkar ferðafrelsi. Það stenst engan veginn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Kristín Cardew um ákvörðun Þjóðskrár að synja dóttur hennar, Harriet Cardew, um vegabréf vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Kristín og eiginmaður hennar, Tristan Cardew, sem fæddur er í Bretlandi, eiga saman fjögur börn, Lilju og Belindu, fæddar í Frakklandi, og Harriet, 10 ára, og Duncan, 11 ára, fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfnin Harriet og Duncan og hafa þau hingað til borið nöfnin stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá. Þau hafa til þessa fengið íslensk vegabréf með þeim nöfnum. Í síðustu viku sótti Kristín um vegabréf fyrir Harriet vegna þess að fjölskyldan hyggur á ferðalag til Frakklands næstkomandi þriðjudag. Í gær tilkynnti Þjóðskrá þeim að vegna þess að nafnið Harriet væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd væri ekki hægt að gefa út vegabréf á hennar nafni. „Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu stúlka og drengur í Þjóðskrá,“ segir Tristan. Kristín bætir svo við að „…ef við værum bæði erlend mættu börnin bera erlend nöfn. Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn.“ Hjónin hafa haft samband við breska sendiráðið um að fá neyðarvegabréf svo þau komist til Bretlands þar sem þau geti fengið varanlegt vegabréf fyrir Harriet. „Það sem er svo ótrúlegt í þessu er að starfsmenn Þjóðskrár eða Sýslumannsins í Kópavogi hefðu auðveldlega getað látið okkur vita að Harriet yrði neitað um vegabréf. Þá hefðum við fyrr getað haft samband við breska sendiráðið og fengið vegabréf,“ segir Tristan. Hjónin hafa sent umboðsmanni barna bréf og rætt við lögfræðing um hvort úrskurður Þjóðskrár standist lög og bíða eftir svari. Þau útiloka ekki að fara með málið fyrir dómstóla snúi Þjóðskrá ekki úrskurði sínum. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Það er búið að svipta dóttur okkar ferðafrelsi. Það stenst engan veginn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Kristín Cardew um ákvörðun Þjóðskrár að synja dóttur hennar, Harriet Cardew, um vegabréf vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Kristín og eiginmaður hennar, Tristan Cardew, sem fæddur er í Bretlandi, eiga saman fjögur börn, Lilju og Belindu, fæddar í Frakklandi, og Harriet, 10 ára, og Duncan, 11 ára, fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfnin Harriet og Duncan og hafa þau hingað til borið nöfnin stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá. Þau hafa til þessa fengið íslensk vegabréf með þeim nöfnum. Í síðustu viku sótti Kristín um vegabréf fyrir Harriet vegna þess að fjölskyldan hyggur á ferðalag til Frakklands næstkomandi þriðjudag. Í gær tilkynnti Þjóðskrá þeim að vegna þess að nafnið Harriet væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd væri ekki hægt að gefa út vegabréf á hennar nafni. „Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu stúlka og drengur í Þjóðskrá,“ segir Tristan. Kristín bætir svo við að „…ef við værum bæði erlend mættu börnin bera erlend nöfn. Þau mættu einnig bera erlend nöfn ef þau hefðu íslenskt fornafn eða millinafn.“ Hjónin hafa haft samband við breska sendiráðið um að fá neyðarvegabréf svo þau komist til Bretlands þar sem þau geti fengið varanlegt vegabréf fyrir Harriet. „Það sem er svo ótrúlegt í þessu er að starfsmenn Þjóðskrár eða Sýslumannsins í Kópavogi hefðu auðveldlega getað látið okkur vita að Harriet yrði neitað um vegabréf. Þá hefðum við fyrr getað haft samband við breska sendiráðið og fengið vegabréf,“ segir Tristan. Hjónin hafa sent umboðsmanni barna bréf og rætt við lögfræðing um hvort úrskurður Þjóðskrár standist lög og bíða eftir svari. Þau útiloka ekki að fara með málið fyrir dómstóla snúi Þjóðskrá ekki úrskurði sínum.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira