Hátt til lofts og vítt til veggja Baldvin Þormóðsson skrifar 3. júlí 2014 15:30 Hildur Elísa og Hilma Kristín spila báðar á klarínett. „Við erum mjög góðar vinkonur og ákváðum að nýta okkur það að við séum báðar í tónlistarnámi,“ segir Hildur Elísa Jónsdóttir en hún stofnaði klarínettudúettinn Dúó Nítsirkasíle ásamt vinkonu sinni Hilmu Kristínu Sveinsdóttur á dögunum. „Við sóttum síðan líka um skapandi sumarstarf í Kópavogi, þannig að við erum svona að slá tvær flugur í einu höggi,“ segir Hildur Elísa en stelpurnar spila mest ný verk eftir tónsmíðanemendur í Listaháskóla Íslands og gamla klassík inni á milli en þær hafa þegar haldið tvenna tónleika sem Dúó Nítsirkasíle og verða þriðju tónleikarnir í kvöld klukkan 20. „Hún Ýr Jóhannsdóttir er með opna vinnustofu heima hjá sér á milli klukkan 17 og 20 og við spilum í beinu framhaldi af því,“ segir Hildur Elísa en á stofutónleikunum verða frumflutt tvö ný verk eftir Hlöðver Sigurðsson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Ýr Jóhannsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir nýstárlega fatahönnun en hún prjónar undir nafninu Ýrúrarí. Vinnustofan og tónleikarnir fara fram á heimili hennar að Ennishvarfi 13 í Vatnsendanum en aðspurð hvort Hildur Elísa sé ekki stressuð vegna plássleysis segir hún svo ekki vera. „Það er hátt til lofts og vítt til veggja.“ Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við erum mjög góðar vinkonur og ákváðum að nýta okkur það að við séum báðar í tónlistarnámi,“ segir Hildur Elísa Jónsdóttir en hún stofnaði klarínettudúettinn Dúó Nítsirkasíle ásamt vinkonu sinni Hilmu Kristínu Sveinsdóttur á dögunum. „Við sóttum síðan líka um skapandi sumarstarf í Kópavogi, þannig að við erum svona að slá tvær flugur í einu höggi,“ segir Hildur Elísa en stelpurnar spila mest ný verk eftir tónsmíðanemendur í Listaháskóla Íslands og gamla klassík inni á milli en þær hafa þegar haldið tvenna tónleika sem Dúó Nítsirkasíle og verða þriðju tónleikarnir í kvöld klukkan 20. „Hún Ýr Jóhannsdóttir er með opna vinnustofu heima hjá sér á milli klukkan 17 og 20 og við spilum í beinu framhaldi af því,“ segir Hildur Elísa en á stofutónleikunum verða frumflutt tvö ný verk eftir Hlöðver Sigurðsson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Ýr Jóhannsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir nýstárlega fatahönnun en hún prjónar undir nafninu Ýrúrarí. Vinnustofan og tónleikarnir fara fram á heimili hennar að Ennishvarfi 13 í Vatnsendanum en aðspurð hvort Hildur Elísa sé ekki stressuð vegna plássleysis segir hún svo ekki vera. „Það er hátt til lofts og vítt til veggja.“
Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira