Tökur á Kanarí hefjast á næsta ári Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2014 11:00 Hafsteinn leikstýrði á annan veg sem endurgerð var í Hollywood sem Prince Avalanche. Næsta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Kanarí, fer í tökur á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali við Hafstein á vefsíðunni Variety en nýjasta mynd hans, París norðursins, er sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem stendur nú yfir. Ætlar Hafsteinn að leita að þýskum meðframleiðanda fyrir Kanarí á hátíðinni en Hafsteinn fékk handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir myndina. Kanarí fjallar um hæglátan mann sem býr á Íslandi með kærustu sinni. Hún ákveður að flytja utan í nám sem skapar vandamál því maðurinn er flughræddur. Hann leitar sér hjálpar en lokum meðferðarinnar er fagnað með ferð til Þýskalands sem breytist í martröð og festist maðurinn á flugvellinum í Düsseldorf. „Í ferðalaginu uppgötvar maðurinn mikilvæga hluti um sig sjálfan, sambönd sín og flughræðslan verður myndlíking fyrir að fylgja eðlishvötum sínum,“ segir Hafsteinn í samtali við Variety. Þá bætir hann við að titill myndarinnar hafi upprunalega verið vísun í Kanaríeyjar en sé nú vísun í kanarífuglinn. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag Hátíðin hefst 4. júlí. 3. júní 2014 16:00 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Næsta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Kanarí, fer í tökur á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali við Hafstein á vefsíðunni Variety en nýjasta mynd hans, París norðursins, er sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem stendur nú yfir. Ætlar Hafsteinn að leita að þýskum meðframleiðanda fyrir Kanarí á hátíðinni en Hafsteinn fékk handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir myndina. Kanarí fjallar um hæglátan mann sem býr á Íslandi með kærustu sinni. Hún ákveður að flytja utan í nám sem skapar vandamál því maðurinn er flughræddur. Hann leitar sér hjálpar en lokum meðferðarinnar er fagnað með ferð til Þýskalands sem breytist í martröð og festist maðurinn á flugvellinum í Düsseldorf. „Í ferðalaginu uppgötvar maðurinn mikilvæga hluti um sig sjálfan, sambönd sín og flughræðslan verður myndlíking fyrir að fylgja eðlishvötum sínum,“ segir Hafsteinn í samtali við Variety. Þá bætir hann við að titill myndarinnar hafi upprunalega verið vísun í Kanaríeyjar en sé nú vísun í kanarífuglinn.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag Hátíðin hefst 4. júlí. 3. júní 2014 16:00 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira