Liggur þungt á mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2014 07:00 Skúli Jón Friðgeirsson biður bara um að fá tækifæri til að sýna hvað í sér býr með Gefle í sænsku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/getty „Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hvernig þetta hefur þróast,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Skúli Jón er í láni hjá liðinu frá Elfsborg sem hann gerði fjögurra ára samning við árið 2012. Hann fór til Gefle til að spila en lítið hefur orðið úr því. Sænska deildin er nýkomin úr sumarfríi en Gefle hefur spilað 13 leiki í henni. Skúli hefur komið inn á í einum leik og spilað í heildina 19 mínútur. Tólf sinnum hefur hann verið ónotaður varamaður.Ekki á heimleið „Ég lenti fyrir utan liðið og þjálfarinn er þrjóskur og spilar á sömu mönnunum þrátt fyrir að ekkert gangi,“ segir Skúli Jón, en liðið er í 13. og fjórða neðsta sæti með 12 stig, stigi fyrir ofan fallsvæðið. KR-ingar hafa fylgst grannt með gangi mála hjá Skúla Jóni sem fékk heldur ekkert að spila með Elfsborg í fyrra en þeir þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að varnarmaðurinn öflugi komi heim. „Ég klára tímabilið hérna að minnsta kosti. Þjálfarinn er búinn að lofa mér því að þetta breytist núna. Ég átti að spila um síðustu helgi þegar deildin kom úr sumarfríi en þá var ég veikur. En nú vann liðið þannig ég veit ekki hvað hann gerir fyrst hann hélt alltaf sama liðinu þegar við töpuðum. Ég er bara alltaf að bíða eftir því að fá minn leik,“ segir Skúli Jón.Kom til að spila Skúli Jón var fyrir utan hóp hjá Elfsborg nánast allt tímabilið í fyrra. Hann fór til Gefle í einum tilgangi: Að spila fótbolta. „Ég gekk út frá því að ég væri að fara að spila. Þess vegna kom ég nú hingað. Svo veit ég ekki bara hver andskotinn gerðist. Ég spilaði nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. En svo valdi þjálfarinn einhverja aðra og hélt sig við þá sama hvað við töpuðum mörgum leikjum,“ segir Skúli Jón sem hefur engin svör fengið um af hverju hann fær svona fáar mínútur. „Þjálfarinn bara gaf mér ekki séns. Þetta er svipað og hjá Elfsborg í fyrra. Þar spilaði ég mjög vel á undirbúningstímabilinu en þegar deildin byrjaði var ég ekki í myndinni.“Orðinn pirraður Það verður seint sagt að dvöl Skúla Jóns í Svíþjóð hafi verið gæfurík. Hann kvaddi uppeldisfélag sitt, KR, með Íslandsmeistaratitli 2011 og samdi í kjölfarið við Elfsborg. Hann meiddist snemma sumarið 2012 og var frá út tímabilið. Síðan tók við martraðarsumarið í fyrra og nú þetta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta liggur þungt á manni. Það er erfitt að komast upp úr svona aftur. Sjálfstraustið er ekkert í háum hæðum núna,“ segir hann en leyfir sér að hlæja. „Nú þarf maður bara að spyrna sér frá botninum en það er erfitt þegar maður fær engin tækifæri. Ég fæ ekki einu sinni tækifæri til að sýna að ég sé lélegur ef það er málið. Maður er bara orðinn meira pirraður núna frekar en eitthvað annað. Það er erfitt að halda sér jákvæðum í gegnum svona,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
„Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hvernig þetta hefur þróast,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Skúli Jón er í láni hjá liðinu frá Elfsborg sem hann gerði fjögurra ára samning við árið 2012. Hann fór til Gefle til að spila en lítið hefur orðið úr því. Sænska deildin er nýkomin úr sumarfríi en Gefle hefur spilað 13 leiki í henni. Skúli hefur komið inn á í einum leik og spilað í heildina 19 mínútur. Tólf sinnum hefur hann verið ónotaður varamaður.Ekki á heimleið „Ég lenti fyrir utan liðið og þjálfarinn er þrjóskur og spilar á sömu mönnunum þrátt fyrir að ekkert gangi,“ segir Skúli Jón, en liðið er í 13. og fjórða neðsta sæti með 12 stig, stigi fyrir ofan fallsvæðið. KR-ingar hafa fylgst grannt með gangi mála hjá Skúla Jóni sem fékk heldur ekkert að spila með Elfsborg í fyrra en þeir þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að varnarmaðurinn öflugi komi heim. „Ég klára tímabilið hérna að minnsta kosti. Þjálfarinn er búinn að lofa mér því að þetta breytist núna. Ég átti að spila um síðustu helgi þegar deildin kom úr sumarfríi en þá var ég veikur. En nú vann liðið þannig ég veit ekki hvað hann gerir fyrst hann hélt alltaf sama liðinu þegar við töpuðum. Ég er bara alltaf að bíða eftir því að fá minn leik,“ segir Skúli Jón.Kom til að spila Skúli Jón var fyrir utan hóp hjá Elfsborg nánast allt tímabilið í fyrra. Hann fór til Gefle í einum tilgangi: Að spila fótbolta. „Ég gekk út frá því að ég væri að fara að spila. Þess vegna kom ég nú hingað. Svo veit ég ekki bara hver andskotinn gerðist. Ég spilaði nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. En svo valdi þjálfarinn einhverja aðra og hélt sig við þá sama hvað við töpuðum mörgum leikjum,“ segir Skúli Jón sem hefur engin svör fengið um af hverju hann fær svona fáar mínútur. „Þjálfarinn bara gaf mér ekki séns. Þetta er svipað og hjá Elfsborg í fyrra. Þar spilaði ég mjög vel á undirbúningstímabilinu en þegar deildin byrjaði var ég ekki í myndinni.“Orðinn pirraður Það verður seint sagt að dvöl Skúla Jóns í Svíþjóð hafi verið gæfurík. Hann kvaddi uppeldisfélag sitt, KR, með Íslandsmeistaratitli 2011 og samdi í kjölfarið við Elfsborg. Hann meiddist snemma sumarið 2012 og var frá út tímabilið. Síðan tók við martraðarsumarið í fyrra og nú þetta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta liggur þungt á manni. Það er erfitt að komast upp úr svona aftur. Sjálfstraustið er ekkert í háum hæðum núna,“ segir hann en leyfir sér að hlæja. „Nú þarf maður bara að spyrna sér frá botninum en það er erfitt þegar maður fær engin tækifæri. Ég fæ ekki einu sinni tækifæri til að sýna að ég sé lélegur ef það er málið. Maður er bara orðinn meira pirraður núna frekar en eitthvað annað. Það er erfitt að halda sér jákvæðum í gegnum svona,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira