"Mig langar að fara pínu öðruvísi leið“ Baldvin Þormóðsson skrifar 9. júlí 2014 14:30 Sigurður Anton er ungur og upprennandi leikstjóri. vísir/valli „Mig langaði til þess að gera kvikmynd í fullri lengd og í staðinn fyrir að bíða eftir að einhver gæfi mér leyfi eða peninga þá ákvað ég að gera það sjálfur,“ segir ungi leikstjórinn Sigurður Anton Friðþjófsson en hann stefnir að því að frumsýna fyrstu kvikmynd sína Ísabellu í október. „Myndin er algjörlega sjálfstæð og án styrkja og var tekin upp allt síðastliðið ár,“ segir Sigurður en hann skrifaði sjálfur handritið, leikstýrir og framleiðir kvikmyndina. „Sagan fjallar um stelpu sem er vídjólistamaður og lendir í því að þurfa að hýsa þrjá ræningja á flótta í einn sólarhring,“ segir leikstjórinn en hann vann að handritinu í hálft ár áður en tökur hófust á myndinni. Sjálfur er Sigurður Anton aðeins 23 ára gamall og einbeitir sér mest að kvikmyndagerð en hann vill frekar fara óhefðbundnar leiðir í sinni vinnu. „Ég er núna að finna bestu leiðina til þess að frumsýna myndina,“ segir leikstjórinn. „Mig langar að fara pínu öðruvísi leið en að henda henni í venjulega dreifingu og svo er salurinn kannski hálftómur á flestum sýningunum,“ segir Sigurður sem langar frekar að hafa færri sýningar og hafa þær sérstakar.Bergþóra Kristbergsdóttir er sannfærandi í aðalhlutverkinu.mynd/aðsendMeð aðalhlutverk í myndinni fer Bergþóra Kristbergsdóttir en allir sem koma að kvikmyndinni vinna kauplaust og eru langflestir á aldur við leikstjórann. Sigurður hefur unnið sleitulaust að myndinni en hann segir hana aldrei geta orðið fullkomna. „Nú hef ég séð hana alltof oft en mér finnst hún enn þá geðveik,“ segir ungi leikstjórinn. „En maður er einhvern veginn aldrei fullkomlega ánægður með listina, maður þarf bara að sleppa henni frá sér þótt maður gæti gert svona þúsund hluti betur.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Mig langaði til þess að gera kvikmynd í fullri lengd og í staðinn fyrir að bíða eftir að einhver gæfi mér leyfi eða peninga þá ákvað ég að gera það sjálfur,“ segir ungi leikstjórinn Sigurður Anton Friðþjófsson en hann stefnir að því að frumsýna fyrstu kvikmynd sína Ísabellu í október. „Myndin er algjörlega sjálfstæð og án styrkja og var tekin upp allt síðastliðið ár,“ segir Sigurður en hann skrifaði sjálfur handritið, leikstýrir og framleiðir kvikmyndina. „Sagan fjallar um stelpu sem er vídjólistamaður og lendir í því að þurfa að hýsa þrjá ræningja á flótta í einn sólarhring,“ segir leikstjórinn en hann vann að handritinu í hálft ár áður en tökur hófust á myndinni. Sjálfur er Sigurður Anton aðeins 23 ára gamall og einbeitir sér mest að kvikmyndagerð en hann vill frekar fara óhefðbundnar leiðir í sinni vinnu. „Ég er núna að finna bestu leiðina til þess að frumsýna myndina,“ segir leikstjórinn. „Mig langar að fara pínu öðruvísi leið en að henda henni í venjulega dreifingu og svo er salurinn kannski hálftómur á flestum sýningunum,“ segir Sigurður sem langar frekar að hafa færri sýningar og hafa þær sérstakar.Bergþóra Kristbergsdóttir er sannfærandi í aðalhlutverkinu.mynd/aðsendMeð aðalhlutverk í myndinni fer Bergþóra Kristbergsdóttir en allir sem koma að kvikmyndinni vinna kauplaust og eru langflestir á aldur við leikstjórann. Sigurður hefur unnið sleitulaust að myndinni en hann segir hana aldrei geta orðið fullkomna. „Nú hef ég séð hana alltof oft en mér finnst hún enn þá geðveik,“ segir ungi leikstjórinn. „En maður er einhvern veginn aldrei fullkomlega ánægður með listina, maður þarf bara að sleppa henni frá sér þótt maður gæti gert svona þúsund hluti betur.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira