Lykilatriði að skemmta fullorðnum - þá fylgja börnin með Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2014 09:30 Bragi Þór, Alfreð Ásberg hjá Sambíóunum og Sveppi. Mynd/úr einkasafni „Aðstæður til kvikmyndagerðar voru ekki endilega jákvæðar en við ætluðum að gera myndina í fyrra. Það gekk ekki upp. Svo fengum við smá styrk og ætlum að æða í þetta,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Í vikunni var skrifað undir samning um fjórðu Sveppamyndina, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, en myndin verður sýnd hjá Sambíóunum í nóvember. Hætt var við framleiðslu myndarinnar í fyrra því hún fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands en í ár var annað uppi á teningnum. „Við byrjum í tökum 21. júlí og verðum að því fram í miðjan ágúst. Það sem drífur okkur áfram er leikgleðin. Myndin verður í sama stíl og fyrri myndirnar og viljum við fyrst og fremst gera það að fara í bíó að skemmtilegri upplifun fyrir krakka eins og ég man eftir sjálfur þegar ég var lítill,“ bætir Sveppi við. Hann er dulur um söguþráðinn en getur aðeins gefið upp um nýju myndina. „Vonda kallinum sem var í fyrstu myndinni, Algjör Sveppi og leitin að Villa, bregður fyrir. Við Villi njósnum aðeins um hann og þá kemur ýmislegt slæmt í ljós,“ segir Sveppi. Hann skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Braga Þór Hinrikssyni. Nú leita þeir að skemmtilegum aukaleikurum í myndinni. „Við viljum ráða einhverja inn fyrir fullorðna fólkið og vera með einhver skrýtin andlit sem maður þekkir úr einhverju öðru en bíómyndum. Það er lykilatriði að skemmta fullorðnum, þá fylgja börnin með.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Aðstæður til kvikmyndagerðar voru ekki endilega jákvæðar en við ætluðum að gera myndina í fyrra. Það gekk ekki upp. Svo fengum við smá styrk og ætlum að æða í þetta,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Í vikunni var skrifað undir samning um fjórðu Sveppamyndina, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, en myndin verður sýnd hjá Sambíóunum í nóvember. Hætt var við framleiðslu myndarinnar í fyrra því hún fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands en í ár var annað uppi á teningnum. „Við byrjum í tökum 21. júlí og verðum að því fram í miðjan ágúst. Það sem drífur okkur áfram er leikgleðin. Myndin verður í sama stíl og fyrri myndirnar og viljum við fyrst og fremst gera það að fara í bíó að skemmtilegri upplifun fyrir krakka eins og ég man eftir sjálfur þegar ég var lítill,“ bætir Sveppi við. Hann er dulur um söguþráðinn en getur aðeins gefið upp um nýju myndina. „Vonda kallinum sem var í fyrstu myndinni, Algjör Sveppi og leitin að Villa, bregður fyrir. Við Villi njósnum aðeins um hann og þá kemur ýmislegt slæmt í ljós,“ segir Sveppi. Hann skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Braga Þór Hinrikssyni. Nú leita þeir að skemmtilegum aukaleikurum í myndinni. „Við viljum ráða einhverja inn fyrir fullorðna fólkið og vera með einhver skrýtin andlit sem maður þekkir úr einhverju öðru en bíómyndum. Það er lykilatriði að skemmta fullorðnum, þá fylgja börnin með.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira