Bíó og sjónvarp

París norðursins fær fjórar stjörnur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvikmyndin París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar fær glimrandi góða dóma í miðlinum Prague Post.

Gagnrýnandinn André Crous gefur myndinni fjórar stjörnur og segir Hafstein hafa tekist á ný að skapa hrífandi mynd með karakterum sem vel sé hægt að líka við þó maður elski þá ekki en Hafsteinn sló í gegn með kvikmyndinni Á annan veg sem endurgerð var í Hollywood sem Prince Avalanche.

París norðursins var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi fyrir stuttu og bætir André við að hann sé fullviss um að Hafsteins bíði glæstur ferill í kvikmyndageiranum.


Tengdar fréttir

París norðursins slær í gegn

Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu.

París Norðursins sigurstrangleg í Tékklandi

Kvikmyndin París Norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar fékk frábærar viðtökur á heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×