Þurfum að spila þéttan varnarleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júlí 2014 07:15 Atli Viðar og félagar leika í Hvíta-Rússlandi. Fréttablaðið/Valli FH og Stjarnan halda áfram keppni í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld en liðin leika fyrri leiki sína í 2. umferð ytra í kvöld. FH mætir Neman frá Grodno í Hvíta-Rússlandi en bærinn liggur við landamærin við Pólland. Stjarnan leikur gegn skoska liðinu Motherwell. „Ferðalagið gekk mjög vel og þetta lítur allt saman vel út,“ sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið í gær en FH-ingar lögðu snemma af stað á þriðjudagsmorgun og komu á áfangastað í gær eftir að hafa gist í Póllandi á leið sinni til Grodno. Hann segir að FH-ingar mæti ágætlega undirbúnir til leiks. „Við teljum okkur vita eitt og annað um þá. Þetta er hörkulið og eins og önnur frá Austur-Evrópu vel skipulagt og gott í að halda boltanum innan liðsins,“ segir Heimir. „Þar að auki er sumardeild hér í Hvíta-Rússlandi og því er liðið í hörkuformi, eins og við. Það hefur hentað íslenskum liðum illa að spila gegn slíkum liðum og ég á því von á erfiðum leik.“ Neman Grodno hafnaði í fjórða sæti hvít-rússnesku deildarinnar í fyrra en þar í landi hefur BATE Borisov borið höfuð og herðar yfir önnur lið og unnið meistaratitilinn átta ár í röð. „Við spiluðum við BATE bæði 2007 og 2010 og þó svo að þetta lið sé ekki jafn sterkt er það afar öflugt. Það er ljóst að við þurfum að spila þéttan varnarleik og komast frá leiknum þannig að við eigum möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika,“ segir Heimir. Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx samdi nýverið við FH og er kominn með leikheimild fyrir Evrópukeppnina. „Hann er góður leikmaður sem styrkir hópinn. Ég veit ekki hvort hann byrji í kvöld en reikna með að hann komi við sögu,“ segir þjálfarinn. Bæði FH og Stjarnan komust auðveldlega áfram úr fyrstu umferðinni en fá nú mun sterkari andstæðinga. Garðbæingar leika gegn Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor, á eftir Celtic sem vann 1-0 sigur á KR í fyrrakvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefja leik í Hvíta-Rússlandi klukkan 17.00 í dag og Stjarnan mætir Motherwell klukkan 18.45. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á Boltavakt Vísis. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
FH og Stjarnan halda áfram keppni í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld en liðin leika fyrri leiki sína í 2. umferð ytra í kvöld. FH mætir Neman frá Grodno í Hvíta-Rússlandi en bærinn liggur við landamærin við Pólland. Stjarnan leikur gegn skoska liðinu Motherwell. „Ferðalagið gekk mjög vel og þetta lítur allt saman vel út,“ sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið í gær en FH-ingar lögðu snemma af stað á þriðjudagsmorgun og komu á áfangastað í gær eftir að hafa gist í Póllandi á leið sinni til Grodno. Hann segir að FH-ingar mæti ágætlega undirbúnir til leiks. „Við teljum okkur vita eitt og annað um þá. Þetta er hörkulið og eins og önnur frá Austur-Evrópu vel skipulagt og gott í að halda boltanum innan liðsins,“ segir Heimir. „Þar að auki er sumardeild hér í Hvíta-Rússlandi og því er liðið í hörkuformi, eins og við. Það hefur hentað íslenskum liðum illa að spila gegn slíkum liðum og ég á því von á erfiðum leik.“ Neman Grodno hafnaði í fjórða sæti hvít-rússnesku deildarinnar í fyrra en þar í landi hefur BATE Borisov borið höfuð og herðar yfir önnur lið og unnið meistaratitilinn átta ár í röð. „Við spiluðum við BATE bæði 2007 og 2010 og þó svo að þetta lið sé ekki jafn sterkt er það afar öflugt. Það er ljóst að við þurfum að spila þéttan varnarleik og komast frá leiknum þannig að við eigum möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika,“ segir Heimir. Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx samdi nýverið við FH og er kominn með leikheimild fyrir Evrópukeppnina. „Hann er góður leikmaður sem styrkir hópinn. Ég veit ekki hvort hann byrji í kvöld en reikna með að hann komi við sögu,“ segir þjálfarinn. Bæði FH og Stjarnan komust auðveldlega áfram úr fyrstu umferðinni en fá nú mun sterkari andstæðinga. Garðbæingar leika gegn Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor, á eftir Celtic sem vann 1-0 sigur á KR í fyrrakvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefja leik í Hvíta-Rússlandi klukkan 17.00 í dag og Stjarnan mætir Motherwell klukkan 18.45. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á Boltavakt Vísis.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira