Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur eytt síðustu dögum á Íslandi.
Hann kom við í garðpartíi athafnamannsins Jóns Ólafssonar á fimmtudagskvöldið og hefur greinilega skemmt sér vel því hann var mættur strax næsta dag á veitingastaðinn Gráa köttinn.
Þar gæddi hann sér á góðum kræsingum eftir gleðiríkt kvöld en gestir staðarins tóku sérstaklega eftir hve sólginn hann var í beikonið á disknum.
Quentin hefur komið áður til Íslands og er sannkallaður Íslandsvinur en hann er þekktur fyrir myndir á borð við Pulp Fiction, Reservoir Dogs og Kill Bill-tvíleikinn.
Tarantino fékk sér beikon á Gráa kettinum
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
