Fimm ára reglan Þorsteinn Pálsson skrifar 19. júlí 2014 07:00 Nokkrar umræður hafa spunnist um þá ákvörðun fjármálaráðherra að auglýsa stöðu seðlabankastjóra eins og lög heimila á fimm ára fresti. Annars vegar hafa menn fjallað um þá spurningu hvað kunni að búa að baki þeirri ákvörðun. Hins vegar hafa birst skiptar skoðanir um skipun dómnefndar til að meta hæfi umsækjenda. Bæði þessi álitaefni verðskulda rökræðu og eiga heima í þjóðmálaumræðunni. Sú tortryggni sem lesa má út úr umræðunni virðist eiga tvenns konar rætur: Að einu leyti er hún sýnilega sprottin af vantraustsyfirlýsingum forsætisráðherra gagnvart Seðlabankanum fyrr á þessu ári. Að öðru leyti er hún vaxin úr jarðvegi óljósra bollalegginga af hálfu ríkisstjórnarinnar um að fjölga bankastjórum í þrjá eins og var á þeim tíma þegar eðlilegt þótti að tengja pólitíkina að hluta til yfirstjórn bankans. Í þessu samhengi er einnig rétt að hafa í huga að fjármálaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða lögin um Seðlabankann. Þegar vinstri stjórnin tók við 2009 var bankastjórunum, sem báru ábyrgð á strandsiglingu Seðlabankans 2008, vikið úr starfi með skipulagsbreytingum. Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar andvígur því að þeirri ábyrgð fylgdu afleiðingar. Stjórnskipulagi bankans var þá breytt í grundvallaratriðum. Engar breytingar voru þó gerðar á lögbundnu efnahagslegu hlutverki Seðlabankans og verðbólgumarkmiðinu sem sett var 2001 og allar ríkisstjórnir síðan hafa endurnýjað. Þó að þessar breytingar hafi um margt reynst ágætlega verður að hafa í huga að þær voru ákveðnar við sérstakar aðstæður, í tímaþröng og án þeirrar breiðu samstöðu sem náðist um fyrri skipan mála. Í þessu ljósi er endurmat á gildandi löggjöf mjög eðlilegt. Reyndar er æskilegt að þess verði freistað að ná góðri sátt um hlutverk og skipulag þessarar lykilstofnunar í efnahagsbúskap þjóðarinnar.Spurning um sjálfstæði Hér er ekki ætlunin að fjalla um þau sjónarmið sem fram hafa komið í umræðunni um auglýsinguna og hæfisnefndina. En umræðan gefur aftur á móti tilefni til að skoða lagaregluna sem þessi ákvörðun byggir á. Fram til ársins 1996 voru embættismenn æviráðnir. Það þótti orðið úrelt fyrirkomulag. Það ár var því lögfest að embættismenn skyldu skipaðir til fimm ára og að sú skipun endurnýjaðist sjálfkrafa nema annað væri ákveðið. Í stórum dráttum hefur þetta fyrirkomulag gefist vel. Eftir stjórnarskránni gat þessi breyting ekki náð til dómara. Það hefði beinlínis gengið í berhögg við sjálfstæði þeirra. Þegar ný lög voru sett um Seðlabankann 2001 þótti rétt með tilliti til sjálfstæðis hans að bankastjórnin skyldi skipuð til sjö ára og aðeins yrði heimilt að framlengja skipun einu sinni. Með öðrum orðum: Nauðsynlegt þótti að finna fyrirkomulag varðandi yfirstjórn Seðlabankans sem væri einhvers staðar á milli almennu reglunnar um embættismenn og óhreifanleika dómara. Skipun til tíu eða tólf ára án framlengingarheimildar hefði getað þjónað sama tilgangi. Aðalatriðið er að með þessu var verið að verja sjálfstæði Seðlabankans umfram þær ríkisstofnanir sem lúta beinu boðvaldi ráðherra. Þegar vinstri stjórnin breytti lögunum 2009 þótti henni ástæðulaust að virða þetta samspil skipunartíma og sjálfstæðis bankans sem allir voru sammála um átta árum áður. Færa má rök fyrir því að það hafi veikt sjálfstæði bankans um of. Það var því misráðin ráðstöfun og á ugglaust fremur skýringar í þeim flýti sem réði breytingunum en að það hafi beinlínis verið markmiðið. Um leið staðfestir þetta að endurskoðun laganna nú er réttmæt.Óvinsælar ákvarðanir og erfið ráðgjöf Þó að breið samstaða sé um langtímamarkmið á sviði peningamála geta einstakar ráðstafanir til að ná þeim verið mikil áraun fyrir pólitíkina, jafnvel ofraun. Sjálfstæði seðlabanka auðveldar því lífið fyrir stjórnmálamenn og er um leið haldreipi fyrir peningalegan stöðugleika á tímum pólitísks óróa. Svo talað sé tæpitungulaust er auðveldara fyrir sjálfstæðan seðlabanka en stjórnmálamenn að taka ákvarðanir sem eru til skamms tíma óvinsælar en nauðsynlegar. Að því virtu er eðlilegt að lögákveðinn skipunartími seðlabankastjórans verði lengdur. Fimm ára skipunartími er ekki næg vörn þannig að hann geti verið óháður skammtíma pólitískum sjónarmiðum. Út frá almannahagsmunum er einnig íhugunarefni hvort ráðuneytisstjórar hafa nægjanlega sterka stöðu til þess að sinna lögbundnu ráðgjafahlutverki, þar á meðal aðvörunum þegar þannig stendur á. Þó að þeir eigi að sjálfsögðu ekki að ákvarða stefnu ráðuneytanna hvílir ábyrgðin á vandaðri stjórnsýslu á þeirra herðum. Vel er hugsanlegt að einnig þurfi að styrkja stöðu þeirra þótt ekki verði snúið aftur til úreltrar æviráðningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Nokkrar umræður hafa spunnist um þá ákvörðun fjármálaráðherra að auglýsa stöðu seðlabankastjóra eins og lög heimila á fimm ára fresti. Annars vegar hafa menn fjallað um þá spurningu hvað kunni að búa að baki þeirri ákvörðun. Hins vegar hafa birst skiptar skoðanir um skipun dómnefndar til að meta hæfi umsækjenda. Bæði þessi álitaefni verðskulda rökræðu og eiga heima í þjóðmálaumræðunni. Sú tortryggni sem lesa má út úr umræðunni virðist eiga tvenns konar rætur: Að einu leyti er hún sýnilega sprottin af vantraustsyfirlýsingum forsætisráðherra gagnvart Seðlabankanum fyrr á þessu ári. Að öðru leyti er hún vaxin úr jarðvegi óljósra bollalegginga af hálfu ríkisstjórnarinnar um að fjölga bankastjórum í þrjá eins og var á þeim tíma þegar eðlilegt þótti að tengja pólitíkina að hluta til yfirstjórn bankans. Í þessu samhengi er einnig rétt að hafa í huga að fjármálaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða lögin um Seðlabankann. Þegar vinstri stjórnin tók við 2009 var bankastjórunum, sem báru ábyrgð á strandsiglingu Seðlabankans 2008, vikið úr starfi með skipulagsbreytingum. Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar andvígur því að þeirri ábyrgð fylgdu afleiðingar. Stjórnskipulagi bankans var þá breytt í grundvallaratriðum. Engar breytingar voru þó gerðar á lögbundnu efnahagslegu hlutverki Seðlabankans og verðbólgumarkmiðinu sem sett var 2001 og allar ríkisstjórnir síðan hafa endurnýjað. Þó að þessar breytingar hafi um margt reynst ágætlega verður að hafa í huga að þær voru ákveðnar við sérstakar aðstæður, í tímaþröng og án þeirrar breiðu samstöðu sem náðist um fyrri skipan mála. Í þessu ljósi er endurmat á gildandi löggjöf mjög eðlilegt. Reyndar er æskilegt að þess verði freistað að ná góðri sátt um hlutverk og skipulag þessarar lykilstofnunar í efnahagsbúskap þjóðarinnar.Spurning um sjálfstæði Hér er ekki ætlunin að fjalla um þau sjónarmið sem fram hafa komið í umræðunni um auglýsinguna og hæfisnefndina. En umræðan gefur aftur á móti tilefni til að skoða lagaregluna sem þessi ákvörðun byggir á. Fram til ársins 1996 voru embættismenn æviráðnir. Það þótti orðið úrelt fyrirkomulag. Það ár var því lögfest að embættismenn skyldu skipaðir til fimm ára og að sú skipun endurnýjaðist sjálfkrafa nema annað væri ákveðið. Í stórum dráttum hefur þetta fyrirkomulag gefist vel. Eftir stjórnarskránni gat þessi breyting ekki náð til dómara. Það hefði beinlínis gengið í berhögg við sjálfstæði þeirra. Þegar ný lög voru sett um Seðlabankann 2001 þótti rétt með tilliti til sjálfstæðis hans að bankastjórnin skyldi skipuð til sjö ára og aðeins yrði heimilt að framlengja skipun einu sinni. Með öðrum orðum: Nauðsynlegt þótti að finna fyrirkomulag varðandi yfirstjórn Seðlabankans sem væri einhvers staðar á milli almennu reglunnar um embættismenn og óhreifanleika dómara. Skipun til tíu eða tólf ára án framlengingarheimildar hefði getað þjónað sama tilgangi. Aðalatriðið er að með þessu var verið að verja sjálfstæði Seðlabankans umfram þær ríkisstofnanir sem lúta beinu boðvaldi ráðherra. Þegar vinstri stjórnin breytti lögunum 2009 þótti henni ástæðulaust að virða þetta samspil skipunartíma og sjálfstæðis bankans sem allir voru sammála um átta árum áður. Færa má rök fyrir því að það hafi veikt sjálfstæði bankans um of. Það var því misráðin ráðstöfun og á ugglaust fremur skýringar í þeim flýti sem réði breytingunum en að það hafi beinlínis verið markmiðið. Um leið staðfestir þetta að endurskoðun laganna nú er réttmæt.Óvinsælar ákvarðanir og erfið ráðgjöf Þó að breið samstaða sé um langtímamarkmið á sviði peningamála geta einstakar ráðstafanir til að ná þeim verið mikil áraun fyrir pólitíkina, jafnvel ofraun. Sjálfstæði seðlabanka auðveldar því lífið fyrir stjórnmálamenn og er um leið haldreipi fyrir peningalegan stöðugleika á tímum pólitísks óróa. Svo talað sé tæpitungulaust er auðveldara fyrir sjálfstæðan seðlabanka en stjórnmálamenn að taka ákvarðanir sem eru til skamms tíma óvinsælar en nauðsynlegar. Að því virtu er eðlilegt að lögákveðinn skipunartími seðlabankastjórans verði lengdur. Fimm ára skipunartími er ekki næg vörn þannig að hann geti verið óháður skammtíma pólitískum sjónarmiðum. Út frá almannahagsmunum er einnig íhugunarefni hvort ráðuneytisstjórar hafa nægjanlega sterka stöðu til þess að sinna lögbundnu ráðgjafahlutverki, þar á meðal aðvörunum þegar þannig stendur á. Þó að þeir eigi að sjálfsögðu ekki að ákvarða stefnu ráðuneytanna hvílir ábyrgðin á vandaðri stjórnsýslu á þeirra herðum. Vel er hugsanlegt að einnig þurfi að styrkja stöðu þeirra þótt ekki verði snúið aftur til úreltrar æviráðningar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun