Flugeldasýning á Hlíðarenda Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. júlí 2014 12:00 Snæbjörn Ragnarsson og félagar hans í Skálmöld ætla að rokka feitt. Vísir/Stefán „Nú á að kýla á þetta, við erum allir svo reiðir yfir því að þetta gekk ekki upp að við höfum ákveðið að snúa bökum saman og kýla á þetta,“ segir Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari Skálmaldar en nokkrar af vinsælustu rokksveitum landsins sameinast á stórtónleikum í Vodafonehöllinni í september en tónleikarnir kallast Rokkjötnar 2014. Tónleikar undir sömu yfirskrift fóru fram árið 2012 og vöktu mikla lukku en því miður gekk ekki að halda tónleikana í fyrra. „Það er ekkert launungarmál að til þess að svona dæmi gangi upp verðum við að leggja til þrotlausa vinnu og í framhaldinu treysta á alla mögulega innkomu til þess að ná endum saman,“ segir Snæbjörn en hann lofar rosalegum tónleikum. „Við höfum pantað flottasta hljóðkerfi landsins, öll ljós landsins og svo verður flugeldsýning, við erum ekki að spila þetta seif en er ekkert rokk í því að gera hlutina seif,“ segir Snæbjörn og hlær.Hljómsveitin Brain Police kemur fram á tónleikunum.Vísir/VilhelmTónleikarnir sem fram fara 27. september, hefjast klukkan 15.45, er það ekki fullsnemmt fyrir þungarokk? „Þetta er svo mikil og löng veisla að við verðum að byrja snemma, við leyfum líka öllum að koma, það er að segja ef að krakkar eru í fylgd með forráðamönnum,“ segir Snæbjörn. Spurður út í hvort að rokksveitirnar ætli að rokka saman á sviðinu, segir Snæbjörn það geta verið. „Menn hafa pískrað um það í sitt í hvoru horninu um að ákveðin bönd spili saman. Það er samt komin pínu kappsemi í sveitirnar, menn vilja vera bestir og flottastir, þetta verður smá rokkkeppni.“ Miðasala á tónleikana hefst á þriðjudaginn á midi.is.Á tónleikunum koma fram:SkálmöldDIMMASÓLSTAFIRBrain PoliceBeneathStrigaskór nr. 42In MemoriamMelrakkar Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Nú á að kýla á þetta, við erum allir svo reiðir yfir því að þetta gekk ekki upp að við höfum ákveðið að snúa bökum saman og kýla á þetta,“ segir Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari Skálmaldar en nokkrar af vinsælustu rokksveitum landsins sameinast á stórtónleikum í Vodafonehöllinni í september en tónleikarnir kallast Rokkjötnar 2014. Tónleikar undir sömu yfirskrift fóru fram árið 2012 og vöktu mikla lukku en því miður gekk ekki að halda tónleikana í fyrra. „Það er ekkert launungarmál að til þess að svona dæmi gangi upp verðum við að leggja til þrotlausa vinnu og í framhaldinu treysta á alla mögulega innkomu til þess að ná endum saman,“ segir Snæbjörn en hann lofar rosalegum tónleikum. „Við höfum pantað flottasta hljóðkerfi landsins, öll ljós landsins og svo verður flugeldsýning, við erum ekki að spila þetta seif en er ekkert rokk í því að gera hlutina seif,“ segir Snæbjörn og hlær.Hljómsveitin Brain Police kemur fram á tónleikunum.Vísir/VilhelmTónleikarnir sem fram fara 27. september, hefjast klukkan 15.45, er það ekki fullsnemmt fyrir þungarokk? „Þetta er svo mikil og löng veisla að við verðum að byrja snemma, við leyfum líka öllum að koma, það er að segja ef að krakkar eru í fylgd með forráðamönnum,“ segir Snæbjörn. Spurður út í hvort að rokksveitirnar ætli að rokka saman á sviðinu, segir Snæbjörn það geta verið. „Menn hafa pískrað um það í sitt í hvoru horninu um að ákveðin bönd spili saman. Það er samt komin pínu kappsemi í sveitirnar, menn vilja vera bestir og flottastir, þetta verður smá rokkkeppni.“ Miðasala á tónleikana hefst á þriðjudaginn á midi.is.Á tónleikunum koma fram:SkálmöldDIMMASÓLSTAFIRBrain PoliceBeneathStrigaskór nr. 42In MemoriamMelrakkar
Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira