Sigla ekki nálægt arnarhreiðrum Freyr Bjarnason skrifar 1. ágúst 2014 11:45 Brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum varðar sektum eða fangelsi. Nordicphotos/Getty Ferðaþjónustufyrirtæki sækjast sum hver eftir því við Umhverfisstofnun að fá að sigla nálægt arnarhreiðrum án þess að þeim verði kápan úr því klæðinu. „Það er ekki sjálfgefið að við veitum þessi leyfi enda getur umferð við hreiður haft truflandi áhrif á varpið. Fólk er yfirleitt með góðar græjur í dag og getur tekið myndir úr góðri fjarlægð,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, aðspurður. Á heimasíðu sinni áréttar stofnunin að samkvæmt lögum sé óheimilt frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra nema brýna nauðsyn beri til. Þar kemur fram að frá árinu 2005 hefur Umhverfisstofnun þrívegis samþykkt að siglt sé með ferðamenn að arnarhreiðrum en jafnoft hafnað slíkri beiðni. Örninn er alfriðaður og brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Eitt fyrirtækjanna sem hafa sóst eftir því að komast nálægt arnarhreiðrum, án árangurs, er Sæferðir sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð frá 1986. „Við vorum með leyfi á árum áður en með nýjum herrum hefur það ekki fengist,“ segir Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða. „Fyrir þremur árum byrjuðum við að skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi. Svo kom það ekki og við fengum bara kæru í staðinn. Hún hefur þvælst í kerfinu síðan og á meðan þýðir ekkert að ræða nein leyfi,“ segir hann. „Okkur finnst ansi hart að vera fyrirtækið sem þeir [Umhverfisstofnun] atast í. Við vitum að það er fjöldi aðila að skoða arnarhreiður. Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna. En við liggjum svolítið vel við höggi því við erum stórir í bransanum og megum ekki við illu umtali.“ Að sögn Péturs voru Sæferðir með leyfi til að skoða arnarhreiður í nokkur ár. „Við fórum þarna í hverri einustu ferð yfir sumartímann og það hafði ekkert að segja gagnvart varpinu. Fuglarnir komu upp ungum og bara vöndust þessu. Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir hann. „Það er líka hvergi sannað að við höfum orðið til þess að spilla arnarvarpi enda væri það asnaleg hugsun hjá okkur sem erum að lifa á svona fuglaskoðun að ætla sér það.“Beiðnum um myndatökur hefur fjölgað Umhverfisstofnun hefur á síðustu níu árum veitt 67 undanþágur til myndatöku við arnarhreiður en hafnað sex slíkum beiðnum. Þessum beiðnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. „Þetta eru kannski fimm til tíu beiðnir á ári sem við erum að fá,“ segir Ólafur A. Jónsson. „Þetta eru yfirleitt atvinnuljósmyndarar sem hafa áhuga á að ljósmynda erni á hreiðri. Ef við veitum leyfi fylgja þeir leiðbeiningum Náttúrufræðistofnunar um hvar þeir eiga að vera og hvernig þeir eiga að hegða sér.“ Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki sækjast sum hver eftir því við Umhverfisstofnun að fá að sigla nálægt arnarhreiðrum án þess að þeim verði kápan úr því klæðinu. „Það er ekki sjálfgefið að við veitum þessi leyfi enda getur umferð við hreiður haft truflandi áhrif á varpið. Fólk er yfirleitt með góðar græjur í dag og getur tekið myndir úr góðri fjarlægð,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, aðspurður. Á heimasíðu sinni áréttar stofnunin að samkvæmt lögum sé óheimilt frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra nema brýna nauðsyn beri til. Þar kemur fram að frá árinu 2005 hefur Umhverfisstofnun þrívegis samþykkt að siglt sé með ferðamenn að arnarhreiðrum en jafnoft hafnað slíkri beiðni. Örninn er alfriðaður og brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Eitt fyrirtækjanna sem hafa sóst eftir því að komast nálægt arnarhreiðrum, án árangurs, er Sæferðir sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð frá 1986. „Við vorum með leyfi á árum áður en með nýjum herrum hefur það ekki fengist,“ segir Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða. „Fyrir þremur árum byrjuðum við að skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi. Svo kom það ekki og við fengum bara kæru í staðinn. Hún hefur þvælst í kerfinu síðan og á meðan þýðir ekkert að ræða nein leyfi,“ segir hann. „Okkur finnst ansi hart að vera fyrirtækið sem þeir [Umhverfisstofnun] atast í. Við vitum að það er fjöldi aðila að skoða arnarhreiður. Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna. En við liggjum svolítið vel við höggi því við erum stórir í bransanum og megum ekki við illu umtali.“ Að sögn Péturs voru Sæferðir með leyfi til að skoða arnarhreiður í nokkur ár. „Við fórum þarna í hverri einustu ferð yfir sumartímann og það hafði ekkert að segja gagnvart varpinu. Fuglarnir komu upp ungum og bara vöndust þessu. Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir hann. „Það er líka hvergi sannað að við höfum orðið til þess að spilla arnarvarpi enda væri það asnaleg hugsun hjá okkur sem erum að lifa á svona fuglaskoðun að ætla sér það.“Beiðnum um myndatökur hefur fjölgað Umhverfisstofnun hefur á síðustu níu árum veitt 67 undanþágur til myndatöku við arnarhreiður en hafnað sex slíkum beiðnum. Þessum beiðnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. „Þetta eru kannski fimm til tíu beiðnir á ári sem við erum að fá,“ segir Ólafur A. Jónsson. „Þetta eru yfirleitt atvinnuljósmyndarar sem hafa áhuga á að ljósmynda erni á hreiðri. Ef við veitum leyfi fylgja þeir leiðbeiningum Náttúrufræðistofnunar um hvar þeir eiga að vera og hvernig þeir eiga að hegða sér.“
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira