Segir Minjastofnun í Indiana Jones-leik Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 09:00 Fornleifafræðingarnir segja að hætta sé á að minjavarsla fari marga áratugi aftur í tímann. Mynd/Aðsend Átta fornleifafræðingar gagnrýna vinnubrögð Minjastofnunar harðlega, sem þeir segja á skjön við bæði stjórnsýslu- og samkeppnislög.Dr. Bjarni F. Einarsson, framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að Minjastofnun sé í „Indiana Jones-leik“ hér og þar um landið. Fornleifafræðingarnir átta segja Minjafræðistofnun taka að sér verkefni við fornleifarannsóknir sem stofnunin eigi aðeins að hafa eftirlit með og gefa leyfi fyrir, auk þess sem stofnunin sé umsagnaraðili í skipulagsmálum og málum er lúta að mati á umhverfisáhrifum. Þessi verkefni eigi ekki að vera á hendi stofnunarinnar heldur sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga. Bjarni segir að það geti vart talist eðlileg stjórnsýsla að Minjastofnun taki að sér verkefni sem eigi að vera sinnt af fornleifafræðingum á markaði, enda geti hún ekki haft eftirlit með sjálfri sér.Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Minjastofnun getur ekki gert neinar kröfur til sjálfrar sín, það er engin skýrslugerð, það er engin eftirfylgni, og hún hefur eftirlit með sjálfri sér sem er öllum skaðlegt,“ segir Bjarni.Í grein sem hópurinn birtir á Vísi í dag segir að vitað sé um dæmi þar sem framkvæmdaaðilum hafi verið mismunað án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sumir hafi fengið þjónustu frá Minjastofnun sér að kostnaðarlausu en aðrir hafi þurft að ráða til sín þjónustu fornleifafræðinga á markaði og greitt fullt og eðlilegt verð fyrir. Þegar sams konar aðilar, sams konar mál, fái mismunandi meðferð hjá opinberri stofnun sé ekki gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þeir segja að ef fram heldur sem horfir muni þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi.Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fornminjar Tengdar fréttir Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Átta fornleifafræðingar gagnrýna vinnubrögð Minjastofnunar harðlega, sem þeir segja á skjön við bæði stjórnsýslu- og samkeppnislög.Dr. Bjarni F. Einarsson, framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að Minjastofnun sé í „Indiana Jones-leik“ hér og þar um landið. Fornleifafræðingarnir átta segja Minjafræðistofnun taka að sér verkefni við fornleifarannsóknir sem stofnunin eigi aðeins að hafa eftirlit með og gefa leyfi fyrir, auk þess sem stofnunin sé umsagnaraðili í skipulagsmálum og málum er lúta að mati á umhverfisáhrifum. Þessi verkefni eigi ekki að vera á hendi stofnunarinnar heldur sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga. Bjarni segir að það geti vart talist eðlileg stjórnsýsla að Minjastofnun taki að sér verkefni sem eigi að vera sinnt af fornleifafræðingum á markaði, enda geti hún ekki haft eftirlit með sjálfri sér.Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Minjastofnun getur ekki gert neinar kröfur til sjálfrar sín, það er engin skýrslugerð, það er engin eftirfylgni, og hún hefur eftirlit með sjálfri sér sem er öllum skaðlegt,“ segir Bjarni.Í grein sem hópurinn birtir á Vísi í dag segir að vitað sé um dæmi þar sem framkvæmdaaðilum hafi verið mismunað án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sumir hafi fengið þjónustu frá Minjastofnun sér að kostnaðarlausu en aðrir hafi þurft að ráða til sín þjónustu fornleifafræðinga á markaði og greitt fullt og eðlilegt verð fyrir. Þegar sams konar aðilar, sams konar mál, fái mismunandi meðferð hjá opinberri stofnun sé ekki gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þeir segja að ef fram heldur sem horfir muni þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi.Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Fornminjar Tengdar fréttir Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00