Stóra ryksugubannið 16. ágúst 2014 07:00 Mörgum svelgdist eflaust á þegar þeir heyrðu um fyrirhugað bann á kraftmiklar ryksugur sem ganga á í garð um næstu mánaðamót. Íslendingar eru oft lítið hrifnir af evrópskri forræðishyggju og hafa einnig sérstaka ást á krafti, enda eru örugglega til breyttar ofurryksugur á einhverjum heimilum sem auðveldlega geta gleypt meðalgæludýr án þess að hósta. Annað eins höfum við nú gert með saklausa jeppa sem breytt hefur verið í fjallaófreskjur sem illa passa við eðlilegar innanbæjarsamgöngur. Þessar nýju evrópsku reglur eiga að tryggja neytendum betri ryksugur sem eru hljóðlátari, þéttari og orkunýtnari. Þrátt fyrir að hafa ryksugað í áratugi hef ég lítið vit á gæðum þessara heimilisvina en starfs míns vegna vil ég aðeins koma inn á orkuþáttinn.Afl og orkunotkunÞegar orkusparandi kröfur á vörur lenda á Íslandsströndum koma ævinlega upp efasemdaraddir um gagnsemi slíkrar forræðishyggju. Íslendingar búa jú við þá einstöku aðstæður að allt rafmagn framleitt hér á landi er bæði ódýrt og umhverfisvænt. Auk þess býst ég við að margir telji að orkunotkun sem brúkuð er á tæki sem nýtt er í tiltölulegan stuttan tíma í senn skipti varla sköpum. Hér skiptir orkumagnið reyndar minna máli en aflið sem markmiðið er að takmarka. Að kveikja á 2.200W ryksugu krefst nefnilega sama afls og ræsing á 200 sparperum. Við Íslendingar eigum nóg af glæsilegum virkjunum sem geta framleitt óhemju magn af rafmagni. Þessar sameiginlegu eignir okkar eru dýrar í byggingu og arður okkar af þeim byggist að verulegu leyti á því að nýtingin sé góð. Stóriðjan er í því tilfelli mjög heppilegur kaupandi þar sem hún tekur við framleiðslunni nánast 24 tíma á dag allan ársins hring. Ryksuga er hins vegar slæmur kaupandi raforku því hún heimtar mikið afl en í mjög skamman tíma.Sett í samhengi Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga en hún er með uppsett afl upp á 95 MW og framleiðslugetu upp á 585 GWst. Ef Búðarhálsvirkjun væri ótengd dreifikerfi og myndi selja beint til notenda þá væri áhugavert að bera saman tvo mögulega orkukaupendur, þ.e. álver og ryksugur. Gerum ráð fyrir hefðbundnu álveri og ryksugum, 2.200W, sem keyrðar væri einu sinni í viku, 20 mínútur í senn. Á einu ári myndi álverið kaupa og nota allar 585 gígavattstundirnar en ryksugurnar myndu aðeins kaupa 1,6 GWst. Báðir notendur þyrftu samt sem áður 95 MW virkjun. Það er því talsvert fengið með því að takmarka afl tækja svo framarlega sem ekki er gengið á gæðin. Þegar við erum sameiginlegir notendur af risaraforkukerfi eigum við oft erfitt með skilja áhrif hvers og eins á kerfið. Ef við værum hins vegar íbúar í blokkinni Sótlundur 56 sem væri ótengd raforkukerfinu og dísilrafstöð mallaði í sameigninni þá væri dæmið augljósara. Þegar Auðbjörg gamla í kjallaranum ákvað að kaupa 2.200 W ryksugu, eins allir hinir áttu í blokkinni, þá sló rafmagninu alltaf út á stórhátíðum. Hvort ætti húsfélagið að kaupa aðra dísilrafstöð til að anna nýjum afltoppi eða hreinlega gefa Auðbjörgu glæsilega 1.400W ryksugu sem virkar alveg jafnvel eða betur? Það er spurning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mörgum svelgdist eflaust á þegar þeir heyrðu um fyrirhugað bann á kraftmiklar ryksugur sem ganga á í garð um næstu mánaðamót. Íslendingar eru oft lítið hrifnir af evrópskri forræðishyggju og hafa einnig sérstaka ást á krafti, enda eru örugglega til breyttar ofurryksugur á einhverjum heimilum sem auðveldlega geta gleypt meðalgæludýr án þess að hósta. Annað eins höfum við nú gert með saklausa jeppa sem breytt hefur verið í fjallaófreskjur sem illa passa við eðlilegar innanbæjarsamgöngur. Þessar nýju evrópsku reglur eiga að tryggja neytendum betri ryksugur sem eru hljóðlátari, þéttari og orkunýtnari. Þrátt fyrir að hafa ryksugað í áratugi hef ég lítið vit á gæðum þessara heimilisvina en starfs míns vegna vil ég aðeins koma inn á orkuþáttinn.Afl og orkunotkunÞegar orkusparandi kröfur á vörur lenda á Íslandsströndum koma ævinlega upp efasemdaraddir um gagnsemi slíkrar forræðishyggju. Íslendingar búa jú við þá einstöku aðstæður að allt rafmagn framleitt hér á landi er bæði ódýrt og umhverfisvænt. Auk þess býst ég við að margir telji að orkunotkun sem brúkuð er á tæki sem nýtt er í tiltölulegan stuttan tíma í senn skipti varla sköpum. Hér skiptir orkumagnið reyndar minna máli en aflið sem markmiðið er að takmarka. Að kveikja á 2.200W ryksugu krefst nefnilega sama afls og ræsing á 200 sparperum. Við Íslendingar eigum nóg af glæsilegum virkjunum sem geta framleitt óhemju magn af rafmagni. Þessar sameiginlegu eignir okkar eru dýrar í byggingu og arður okkar af þeim byggist að verulegu leyti á því að nýtingin sé góð. Stóriðjan er í því tilfelli mjög heppilegur kaupandi þar sem hún tekur við framleiðslunni nánast 24 tíma á dag allan ársins hring. Ryksuga er hins vegar slæmur kaupandi raforku því hún heimtar mikið afl en í mjög skamman tíma.Sett í samhengi Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga en hún er með uppsett afl upp á 95 MW og framleiðslugetu upp á 585 GWst. Ef Búðarhálsvirkjun væri ótengd dreifikerfi og myndi selja beint til notenda þá væri áhugavert að bera saman tvo mögulega orkukaupendur, þ.e. álver og ryksugur. Gerum ráð fyrir hefðbundnu álveri og ryksugum, 2.200W, sem keyrðar væri einu sinni í viku, 20 mínútur í senn. Á einu ári myndi álverið kaupa og nota allar 585 gígavattstundirnar en ryksugurnar myndu aðeins kaupa 1,6 GWst. Báðir notendur þyrftu samt sem áður 95 MW virkjun. Það er því talsvert fengið með því að takmarka afl tækja svo framarlega sem ekki er gengið á gæðin. Þegar við erum sameiginlegir notendur af risaraforkukerfi eigum við oft erfitt með skilja áhrif hvers og eins á kerfið. Ef við værum hins vegar íbúar í blokkinni Sótlundur 56 sem væri ótengd raforkukerfinu og dísilrafstöð mallaði í sameigninni þá væri dæmið augljósara. Þegar Auðbjörg gamla í kjallaranum ákvað að kaupa 2.200 W ryksugu, eins allir hinir áttu í blokkinni, þá sló rafmagninu alltaf út á stórhátíðum. Hvort ætti húsfélagið að kaupa aðra dísilrafstöð til að anna nýjum afltoppi eða hreinlega gefa Auðbjörgu glæsilega 1.400W ryksugu sem virkar alveg jafnvel eða betur? Það er spurning.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar