Ginter safnar fyrir börnin á Gasa Baldvin Þormóðsson skrifar 21. ágúst 2014 12:00 Wictoria ákvað að taka málin í eigin hendur. Vísir/Andri marinó „Þetta eru sem sagt góðgerðartónleikar fyrir börnin í Gasa,“ segir Wictoria Joanna Ginter en hún blæs til heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum í kvöld þar sem okkar fremstu rokksveitir koma saman til þess að safna fyrir Palestínu. „Aðgangseyrir er 3.000 krónur en það veltur bara á hverjum og einum hvað hann hefur tök á að borga, meira eða minna,“ segir Wictoria. „Ég byrjaði á að tala við eiganda Gauksins sem var strax mjög áhugasamur,“ segir Wictoria. „Síðan hafði ég bara samband við vini mína sem voru í hljómsveitum og svo stækkaði þetta bara og stækkaði.“ Wictoria hefur fundið til með Palestínumönnum í langan tíma en henni fannst hún þurfa að gera eitthvað til þess að hjálpa. „Í átökunum eru fleiri og fleiri í sárri þörf fyrir hjálp og þá sérstaklega börn,“ segir Wictoria. „Margir eru heimilislausir, slasaðir og munaðarlaus börn þarfnast athygli okkar og hjálpar. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvernig það er fyrir þau að upplifa þessar hörmulegu og ómannúðlegu aðgerðir.“ Meðal hljómsveita, sem hafa staðfest komu sína í kvöld, eru til dæmis Mammút, Kvöld, Strigaskór nr. 42, Nykur, Dimma og svo mætti lengi telja en tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa langt fram eftir kvöldi. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þetta eru sem sagt góðgerðartónleikar fyrir börnin í Gasa,“ segir Wictoria Joanna Ginter en hún blæs til heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum í kvöld þar sem okkar fremstu rokksveitir koma saman til þess að safna fyrir Palestínu. „Aðgangseyrir er 3.000 krónur en það veltur bara á hverjum og einum hvað hann hefur tök á að borga, meira eða minna,“ segir Wictoria. „Ég byrjaði á að tala við eiganda Gauksins sem var strax mjög áhugasamur,“ segir Wictoria. „Síðan hafði ég bara samband við vini mína sem voru í hljómsveitum og svo stækkaði þetta bara og stækkaði.“ Wictoria hefur fundið til með Palestínumönnum í langan tíma en henni fannst hún þurfa að gera eitthvað til þess að hjálpa. „Í átökunum eru fleiri og fleiri í sárri þörf fyrir hjálp og þá sérstaklega börn,“ segir Wictoria. „Margir eru heimilislausir, slasaðir og munaðarlaus börn þarfnast athygli okkar og hjálpar. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvernig það er fyrir þau að upplifa þessar hörmulegu og ómannúðlegu aðgerðir.“ Meðal hljómsveita, sem hafa staðfest komu sína í kvöld, eru til dæmis Mammút, Kvöld, Strigaskór nr. 42, Nykur, Dimma og svo mætti lengi telja en tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa langt fram eftir kvöldi.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira