Skiptar skoðanir á hári Nelsons Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. ágúst 2014 10:00 Tísku Nelson Vísir/Getty Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson hefur heldur betur breytt um hárgreiðslu en hann er nú staddur í Stokkhólmi við kynningu á sínum næsta UFC-bardaga sem fer fram þann 4. október þar í borg. Andstæðingur hans verður Bandaríkjamaðurinn Rick Story. Gunnar hefur verið í myndatökum í Stokkhólmi fyrir bardagann og ber nú nýja og töff hárgreiðslu, með stutt í hliðunum en smá hár ofan á, sem gefur mikla möguleika hvað varðar hárgreiðsluna. Í gegnum árin hefur Gunnar mætt með mismunandi hárgreiðslu í hringinn og hafði Fréttablaðið því samband við hártískusérfræðingana Elvar Loga Rafnsson, eiganda Kompanísins, og Theodóru Mjöll Skúladóttur hárgreiðslukonu, og spurði hvað þeim þætti um greiðslur Gunnars í gegnum tíðina. Þá er einnig aðeins farið yfir hausthártískuna hjá karlmönnum.Elvar Logi RafnssonMynd/EinkasafnElvar logi segir:Mjög flott ef hann myndi greiða sér „Þessi nýja klipping hjá Gunnari væri mjög töff ef hann myndi greiða sér. Án efna í hárinu virkar þetta ekki nógu vel, hárið ofan á verður í raun bara eins og dúskur. Hann er nú ekki vanur að greiða sér, annaðhvort er hann með lubba eða snoðaður. Ef hann myndi henda smá bláu DiFi í hausinn á sér yrði hann enn ógnvænlegri og það myndi líka hækka hann um nokkra sentimetra. Lubbinn var svona villimennskulúkk, hann var nokkurs konar hipster sem hlustaði á Hjálma þegar hann labbaði inn í hringinn, ætli hann setji ekki Justin Timberlake eða eitthvað svoleiðis á fóninn þegar hann labbar inn í hringinn núna fyrst hann er kominn með tískugreiðslu. Hann var grjótharður þegar hann var snoðaður, það eru menn eins Bruce Willis, Jason Statham og The Rock sem eru snoðaðir og þeir eru allir grjótharðir. Þú þarft að vera mjög harður til að snoða þig og Gunni er grjótharður. Stutta hárið á klárlega eftir að hjálpa honum í hringnum, það er auðveldara að rífa í síða hárið en stutta. Ég gef nýju klippingunni hæstu einkunn, það er að segja ef hann er greiddur, annars finnst mér hann flottastur snoðaður ef hann greiðir sér ekki. Í öðru sæti er þá snoðaði Gunni en í síðasta sæti er lubbinn því það er svo ósnyrtilegt.“ Elvar Logi segir hártískuna hjá karlmönnum í haust einkennast af mjög stuttu í hliðunum. „Haustið einkennist af mjög „skinshave“ í hliðunum, sem er bara extra stutt í hliðunum, svona 1920-fílingur. Sumir vilja svo hafa meira að ofan og aðrir minna, eftir því hvernig menn vilja greiða sér. Síða hárið verður ekki jafn vinsælt og það stutta í haust.“Theódóra Mjöll Skúladóttir JackMynd/EinkasafnTheódóra mjöll segir:Mest töff þegar hann er snoðaður „Gunnar Nelson er alltaf mjög töff og mér finnst hárgreiðslan hans ekki skipta miklu máli. Nýja klippingin hans er mjög vinsæl í dag, þetta er heitasta klippingin í dag. Hann er greinilega að elta heitustu hárstraumana. Hann er töff með nýju klippinguna. Hann var líka mjög töff með lubbann, það voru margir að hneykslast á lubbanum en ég var að fíla það. Nýja klippingin er allavega meira „smooth“ og andstæðingurinn getur allavega ekki togað í hárið á honum eins og hann er núna. Ég held að nýja klippingin hafi ekki verið stílíseruð sérstaklega, heldur frekar hugsuð út frá sjónarhorni íþróttarinnar. Mér finnst Gunnar samt mest töff þegar hann er snoðaður, það er svo hrikalega hart að vera snoðaður. Ég gef snoðuðum Gunna hæstu einkunn, í öðru sæti er svo Gunnar með lubbann og nýja tískugreiðslan er í síðasta sæti, þó svo að hún sé töff. Hefði hann hins vegar fengið sér strípur ætti hann að sleppa því að mæta í hringinn.“ Theódóra Mjöll segir hártískuna hjá karlmönnum í haust vera fjölbreytta og í raun alls konar. „Þetta verður alls konar í haust, í rauninni er allt í tísku. Stutt í hliðunum heldur áfram að vera mjög vinsælt en svo eru alltaf vissir straumar sem koma inn á milli. Svo er bítlahárið alltaf kúl.“Lubbi NelsonVísir/GettySnoðaður Nelson MMA Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson hefur heldur betur breytt um hárgreiðslu en hann er nú staddur í Stokkhólmi við kynningu á sínum næsta UFC-bardaga sem fer fram þann 4. október þar í borg. Andstæðingur hans verður Bandaríkjamaðurinn Rick Story. Gunnar hefur verið í myndatökum í Stokkhólmi fyrir bardagann og ber nú nýja og töff hárgreiðslu, með stutt í hliðunum en smá hár ofan á, sem gefur mikla möguleika hvað varðar hárgreiðsluna. Í gegnum árin hefur Gunnar mætt með mismunandi hárgreiðslu í hringinn og hafði Fréttablaðið því samband við hártískusérfræðingana Elvar Loga Rafnsson, eiganda Kompanísins, og Theodóru Mjöll Skúladóttur hárgreiðslukonu, og spurði hvað þeim þætti um greiðslur Gunnars í gegnum tíðina. Þá er einnig aðeins farið yfir hausthártískuna hjá karlmönnum.Elvar Logi RafnssonMynd/EinkasafnElvar logi segir:Mjög flott ef hann myndi greiða sér „Þessi nýja klipping hjá Gunnari væri mjög töff ef hann myndi greiða sér. Án efna í hárinu virkar þetta ekki nógu vel, hárið ofan á verður í raun bara eins og dúskur. Hann er nú ekki vanur að greiða sér, annaðhvort er hann með lubba eða snoðaður. Ef hann myndi henda smá bláu DiFi í hausinn á sér yrði hann enn ógnvænlegri og það myndi líka hækka hann um nokkra sentimetra. Lubbinn var svona villimennskulúkk, hann var nokkurs konar hipster sem hlustaði á Hjálma þegar hann labbaði inn í hringinn, ætli hann setji ekki Justin Timberlake eða eitthvað svoleiðis á fóninn þegar hann labbar inn í hringinn núna fyrst hann er kominn með tískugreiðslu. Hann var grjótharður þegar hann var snoðaður, það eru menn eins Bruce Willis, Jason Statham og The Rock sem eru snoðaðir og þeir eru allir grjótharðir. Þú þarft að vera mjög harður til að snoða þig og Gunni er grjótharður. Stutta hárið á klárlega eftir að hjálpa honum í hringnum, það er auðveldara að rífa í síða hárið en stutta. Ég gef nýju klippingunni hæstu einkunn, það er að segja ef hann er greiddur, annars finnst mér hann flottastur snoðaður ef hann greiðir sér ekki. Í öðru sæti er þá snoðaði Gunni en í síðasta sæti er lubbinn því það er svo ósnyrtilegt.“ Elvar Logi segir hártískuna hjá karlmönnum í haust einkennast af mjög stuttu í hliðunum. „Haustið einkennist af mjög „skinshave“ í hliðunum, sem er bara extra stutt í hliðunum, svona 1920-fílingur. Sumir vilja svo hafa meira að ofan og aðrir minna, eftir því hvernig menn vilja greiða sér. Síða hárið verður ekki jafn vinsælt og það stutta í haust.“Theódóra Mjöll Skúladóttir JackMynd/EinkasafnTheódóra mjöll segir:Mest töff þegar hann er snoðaður „Gunnar Nelson er alltaf mjög töff og mér finnst hárgreiðslan hans ekki skipta miklu máli. Nýja klippingin hans er mjög vinsæl í dag, þetta er heitasta klippingin í dag. Hann er greinilega að elta heitustu hárstraumana. Hann er töff með nýju klippinguna. Hann var líka mjög töff með lubbann, það voru margir að hneykslast á lubbanum en ég var að fíla það. Nýja klippingin er allavega meira „smooth“ og andstæðingurinn getur allavega ekki togað í hárið á honum eins og hann er núna. Ég held að nýja klippingin hafi ekki verið stílíseruð sérstaklega, heldur frekar hugsuð út frá sjónarhorni íþróttarinnar. Mér finnst Gunnar samt mest töff þegar hann er snoðaður, það er svo hrikalega hart að vera snoðaður. Ég gef snoðuðum Gunna hæstu einkunn, í öðru sæti er svo Gunnar með lubbann og nýja tískugreiðslan er í síðasta sæti, þó svo að hún sé töff. Hefði hann hins vegar fengið sér strípur ætti hann að sleppa því að mæta í hringinn.“ Theódóra Mjöll segir hártískuna hjá karlmönnum í haust vera fjölbreytta og í raun alls konar. „Þetta verður alls konar í haust, í rauninni er allt í tísku. Stutt í hliðunum heldur áfram að vera mjög vinsælt en svo eru alltaf vissir straumar sem koma inn á milli. Svo er bítlahárið alltaf kúl.“Lubbi NelsonVísir/GettySnoðaður Nelson
MMA Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira